Dipló Gummi leysti deiluna með óvæntu útspili Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 11:31 Sérfræðingarnir voru ekki sammála um hver hefði verið bestur í sigri Víkinga á ÍBV. Stöð 2 Sport „Það er ósætti í þættinum, og búið að vera í allan dag,“ sagði Guðmundur Benediktsson sposkur á svip í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þegar kom að því að tilkynna um mann leiksins í stórsigri Víkings gegn ÍBV. Sérfræðingar Guðmundar, þeir Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson, voru að vanda í góðum gír en síður en svo alltaf sammála. Albert var harður á því að Pablo Punyed hefði verið bestur, í 6-0 sigri Víkinga, og hafði látið útbúa sérstaka Pablo-klippu úr leiknum máli sínu til stuðnings. Lárus vildi hins vegar velja Færeyinginn Gunnar Vatnhamar og var ekki síður sannfærður um sitt val. En Guðmundur dó ekki ráðalaus. „Þegar að stefnir í slagsmál í þættinum þá hef ég oddaatkvæði,“ sagði Guðmundur sem kom með óvænt útspil eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Stúkan: Deilt um mann leiksins í sigri Víkings „Ef ég sé Pablo fuðra upp Guðmundur…“ sagði Albert, hræddur um að Guðmundur myndi velja Gunnar. „Eru einhver fjölskyldutengsl í gangi hérna?“ spurði Lárus og óttaðist að Guðmundur myndi fara eftir því sem Albert mágur hans lagði til. Guðmundur gerði hins vegar hvorugt. „Ég er diplómatískur maður. Ég vil leysa mál. Og fyrir mér er það Vestfirðingurinn Matti Villa [sem er maður leiksins]. Þeir fuðra báðir upp og að sjálfsögðu er Matti Villa maður leiksins. Skoraði eitt og lagði upp tvö. Allt í öllu og spilaði allar stöðurnar. Matti fær þetta,“ sagði Guðmundur. Lárus og Albert sættu sig svo sem við það en Albert skaut þó á Guðmund: „Þegar þú kemur heim geturðu farið í tímaflakkið og skoðað klippuna sem ég setti inn með Pablo.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Sérfræðingar Guðmundar, þeir Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson, voru að vanda í góðum gír en síður en svo alltaf sammála. Albert var harður á því að Pablo Punyed hefði verið bestur, í 6-0 sigri Víkinga, og hafði látið útbúa sérstaka Pablo-klippu úr leiknum máli sínu til stuðnings. Lárus vildi hins vegar velja Færeyinginn Gunnar Vatnhamar og var ekki síður sannfærður um sitt val. En Guðmundur dó ekki ráðalaus. „Þegar að stefnir í slagsmál í þættinum þá hef ég oddaatkvæði,“ sagði Guðmundur sem kom með óvænt útspil eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Stúkan: Deilt um mann leiksins í sigri Víkings „Ef ég sé Pablo fuðra upp Guðmundur…“ sagði Albert, hræddur um að Guðmundur myndi velja Gunnar. „Eru einhver fjölskyldutengsl í gangi hérna?“ spurði Lárus og óttaðist að Guðmundur myndi fara eftir því sem Albert mágur hans lagði til. Guðmundur gerði hins vegar hvorugt. „Ég er diplómatískur maður. Ég vil leysa mál. Og fyrir mér er það Vestfirðingurinn Matti Villa [sem er maður leiksins]. Þeir fuðra báðir upp og að sjálfsögðu er Matti Villa maður leiksins. Skoraði eitt og lagði upp tvö. Allt í öllu og spilaði allar stöðurnar. Matti fær þetta,“ sagði Guðmundur. Lárus og Albert sættu sig svo sem við það en Albert skaut þó á Guðmund: „Þegar þú kemur heim geturðu farið í tímaflakkið og skoðað klippuna sem ég setti inn með Pablo.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira