Lauren James er stærsta stjarna fjölskyldunnar í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2023 13:05 Lauren James var frábær með enska landsliðinu í dag og var með tvö mörk og tvær stoðsendingar. Getty/Sarah Reed England og Danmörk eru komin áfram á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja Sjálandi en Kína er úr leik líkt og Víetnam. Lauren James og félagar hennar í enska kvennalandsliðinu í fótbolta tryggðu sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með sannfærandi í lokaleik sínum í riðlinum. England vann 6-1 sigur á Kína og á sama tíma tryggðu dönsku stelpurnar sér annað sætið í riðlinum með 2-0 sigri á Haítí. Lauren James hafði tryggði enska landsliðinu mikilvægan sigur í leiknum á undan og sýning hennar hélt áfram í dag. Hún endaði leikinn með tvö frábær mörk og þrjár stoðsendingar, átti beinan þátt í fimm fyrstu mörkum liðsins í leiknum. James hefði með réttu átt að skora þrennu en myndbandsdómarar tóku af henni eitt mark á ósanngjarnan hátt. Lauren James var einu sinni bara yngri systir Chelsea mannsins Reece James. Í dag er engin spurning um það hver sé stærsta fótboltastjarna fjölskyldunnar. James byrjaði á því að leggja upp tvö fyrstu mörk enska landsliðsins fyrir þær Alessis Russo og Lauren Hemp. Russo var mjög fljót að afgreiða boltann í markið og Hemp slapp ein í gegn. James skoraði síðan það þriðja með frábæru skoti eftir að hafa fengið boltann út fyrir teig. James skoraði reyndar fjórða markið rétt fyrir hálfleik en það mark var dæmt af. Markið hefði mögulega verið eitt af mörkum mótsins en dómararnir fundu rangstöðu í aðdragandanum sem margir voru ósáttir með. Fyrri hálfleikurinn var frábær hjá enska landsliðinu og sigurinn nánast í höfn. Enska liðið slakaði aðeins á eftir hlé og lenti í vandræðum strax í upphafi seinni hálfleiks. Hurð skall þá nærri hælum í tvígang en Varsjáin greip síðan inn í og víti var dæmt á Lucy Bronze eftir að boltinn fór í höndina á henni í teignum. Wang Shuang minnkaði muninn með því að skora örugglega úr vítaspyrnunni og minnka muninn í 3-1. Smá spenna var því komin í leikinn en Lauren James kæfði vonir Kínverja með öðru frábæru marki sínu. James tók þá boltann viðstöðulaust á lofti eftir flotta fyrirgjöf frá Jess Carter og boltinn steinlá í fjærhorninu. Varamaðurinn Chloe Kelly skoraði síðan fimmta markið þegar hún fékk langa sendingu frá James, nýtti sér mistök markvarðarins og sendi boltann í tómt markið. Sjötta markið skoraði síðan Rachel Daly undir lokin eftir að boltinn barst til hennar á fjærstönginni. Danir kláruðu sitt með því að vinna 2-0 sigur á Haítí. Pernille Harder skoraði úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Tvö mörk voru dæmd af Dönum í leiknum en Sanne Troelsgaard Nielsen innsiglaði síðan sigurinn á tíundu mínútu í uppbótatíma. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Lauren James og félagar hennar í enska kvennalandsliðinu í fótbolta tryggðu sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með sannfærandi í lokaleik sínum í riðlinum. England vann 6-1 sigur á Kína og á sama tíma tryggðu dönsku stelpurnar sér annað sætið í riðlinum með 2-0 sigri á Haítí. Lauren James hafði tryggði enska landsliðinu mikilvægan sigur í leiknum á undan og sýning hennar hélt áfram í dag. Hún endaði leikinn með tvö frábær mörk og þrjár stoðsendingar, átti beinan þátt í fimm fyrstu mörkum liðsins í leiknum. James hefði með réttu átt að skora þrennu en myndbandsdómarar tóku af henni eitt mark á ósanngjarnan hátt. Lauren James var einu sinni bara yngri systir Chelsea mannsins Reece James. Í dag er engin spurning um það hver sé stærsta fótboltastjarna fjölskyldunnar. James byrjaði á því að leggja upp tvö fyrstu mörk enska landsliðsins fyrir þær Alessis Russo og Lauren Hemp. Russo var mjög fljót að afgreiða boltann í markið og Hemp slapp ein í gegn. James skoraði síðan það þriðja með frábæru skoti eftir að hafa fengið boltann út fyrir teig. James skoraði reyndar fjórða markið rétt fyrir hálfleik en það mark var dæmt af. Markið hefði mögulega verið eitt af mörkum mótsins en dómararnir fundu rangstöðu í aðdragandanum sem margir voru ósáttir með. Fyrri hálfleikurinn var frábær hjá enska landsliðinu og sigurinn nánast í höfn. Enska liðið slakaði aðeins á eftir hlé og lenti í vandræðum strax í upphafi seinni hálfleiks. Hurð skall þá nærri hælum í tvígang en Varsjáin greip síðan inn í og víti var dæmt á Lucy Bronze eftir að boltinn fór í höndina á henni í teignum. Wang Shuang minnkaði muninn með því að skora örugglega úr vítaspyrnunni og minnka muninn í 3-1. Smá spenna var því komin í leikinn en Lauren James kæfði vonir Kínverja með öðru frábæru marki sínu. James tók þá boltann viðstöðulaust á lofti eftir flotta fyrirgjöf frá Jess Carter og boltinn steinlá í fjærhorninu. Varamaðurinn Chloe Kelly skoraði síðan fimmta markið þegar hún fékk langa sendingu frá James, nýtti sér mistök markvarðarins og sendi boltann í tómt markið. Sjötta markið skoraði síðan Rachel Daly undir lokin eftir að boltinn barst til hennar á fjærstönginni. Danir kláruðu sitt með því að vinna 2-0 sigur á Haítí. Pernille Harder skoraði úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Tvö mörk voru dæmd af Dönum í leiknum en Sanne Troelsgaard Nielsen innsiglaði síðan sigurinn á tíundu mínútu í uppbótatíma.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira