Norsku stelpurnar í lífshættu á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 11:31 Norsku stelpurnar urðu að hætta æfingu um tíma af öryggisástæðum. Þær undirbúa sig nú fyrir leik á móti Japan í sextán liða úrslitum á HM kvenna í fótbolta. Getty/Buda Mendes Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta fer fram yfir vetrartímann í Nýja Sjálandi og Ástralíu og veðrið hafði heldur betur áhrif á æfingu norska landsliðsins í gær. Norska liðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins og mæta Japan á laugardaginn kemur í Wellington í Nýja Sjálandi. Ada Hegerberg og félagar hennar í norska landsliðinu þurftu að hlaupa skyndilega í skjól á miðri æfingu þegar mikið haglél gekk yfir Auckland. „Veðrið er algjörlega skelfilegt. Það er mjög breytilegt svona svipað eins og í Noregi þannig að við erum svo sem vön því,“ sagði Anna Jösendal við Norska ríkisútvarpið. „Það kom skyndilegt haglél og það var of hættulegt að vera út á vellinum. Við urðum að hlaupa í skjól í tjaldinu og gera hlé á æfingunni,“ sagði Anna. Þarna voru aðeins fimmtán mínútur liðnar af æfingunni en eftir nokkrar mínútur gat æfingin haldið áfram. Stormurinn gekk yfir og hafði frekar áhrif í borginni. Það þurfti þannig að loka samgönguæðum eins og hafnarbrúnni sem tengir Auckland við úthverfin norður af borginni. Sunnar í landinu þurfti að loka vegum vegna snjókomu. Í Auckland gekk á með sól annars vegar og rigningardembu hins vegar. Það er kannski sumar í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku en hinum megin á hnettinum er allt annað í gangi. Back at it pic.twitter.com/SSjIde67j1— Fotballandslaget (@nff_landslag) August 2, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Norska liðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins og mæta Japan á laugardaginn kemur í Wellington í Nýja Sjálandi. Ada Hegerberg og félagar hennar í norska landsliðinu þurftu að hlaupa skyndilega í skjól á miðri æfingu þegar mikið haglél gekk yfir Auckland. „Veðrið er algjörlega skelfilegt. Það er mjög breytilegt svona svipað eins og í Noregi þannig að við erum svo sem vön því,“ sagði Anna Jösendal við Norska ríkisútvarpið. „Það kom skyndilegt haglél og það var of hættulegt að vera út á vellinum. Við urðum að hlaupa í skjól í tjaldinu og gera hlé á æfingunni,“ sagði Anna. Þarna voru aðeins fimmtán mínútur liðnar af æfingunni en eftir nokkrar mínútur gat æfingin haldið áfram. Stormurinn gekk yfir og hafði frekar áhrif í borginni. Það þurfti þannig að loka samgönguæðum eins og hafnarbrúnni sem tengir Auckland við úthverfin norður af borginni. Sunnar í landinu þurfti að loka vegum vegna snjókomu. Í Auckland gekk á með sól annars vegar og rigningardembu hins vegar. Það er kannski sumar í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku en hinum megin á hnettinum er allt annað í gangi. Back at it pic.twitter.com/SSjIde67j1— Fotballandslaget (@nff_landslag) August 2, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira