Eigendur Öskju kaupa Dekkjahöllina Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2023 09:54 Elín Dögg Gunnars Väljaots, Jón Trausti Ólafsson og Kristdór Gunnarsson. aðsend Eignarhaldsfélagið Vekra hefur gengið frá samningi um kaup á öllu hlutafé í Dekkjahöllinni. Vekra á meðal annars bílaumboðið Öskju, þjónustuverkstæðið Sleggjuna og Lotus bílaleigu. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Dekkjahöllin er rúmlega 40 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki með höfuðstöðvar á Akureyri auk starfstöðva á Egilsstöðum og í Skútuvogi og Skeifunni í Reykjavík. Fram kemur í tilkynningu að um 30 til 40 manns starfi hjá fyrirtækinu að jafnaði sem flytur inn hjólbarða frá Yokohama, Falken, Sonar og Triangle. Bílaumboðið Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz, Kia, Honda og Smart hér á landi en starfsmenn þess og systurfélaga undir hatti Vekru voru ríflega 200 talsins í fyrra. Þá er ársvelta Vekru sögð nema um 25 milljörðum króna árið 2022. Stofnað í bílskúr föður þeirra „Það eru stór tímamót hjá okkur í fjölskyldunni að selja rekstur Dekkjahallarinnar sem pabbi okkar, Gunnar Kristdórsson, stofnaði í bílskúrnum heima hjá okkur árið 1982. Það er þó mjög ánægjulegt að horfa til baka og sjá hve öflugt fyrirtæki honum og fjölskyldu hans hefur tekist að skapa. Nú er þó komið að tímamótum og við sjáum félagið verða samstarfsaðili öflugra fyrirtækja og við erum viss um að Dekkjahöllin verður í góðum höndum til framtíðar hjá Vekru sem hefur byggt upp afar farsæl fyrirtæki á undanförnum árum og þá horfum við sérstaklega til Öskju sem er þekkt fyrir góða þjónustu,“ segir Elín Dögg Gunnars Väljaots, fjármálastjóri Dekkjahallarinnar, í tilkynningu. Hún og Kristdór bróðir hennar muni áfram starfa með nýjum eigendum Dekkjahallarinnar. Elín verði á Akureyri og Kristdór áfram stýra starfseminni á Egilsstöðum. Vægi hjólbarðaþjónustu að aukast „Hlutverk okkar í Vekru er að standa vel að baki okkar rekstrarfélögum og ná fram samlegð í rekstri þeirra og um leið að byggja upp góða þjónustu við viðskiptavini með öflugum vörumerkjum. Dekkjahöllin fellur vel að okkar framtíðarsýn,“ segir Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Vekru og framkvæmdastjóri Öskju. Hjólbarðaþjónusta sé órjúfanlegur hluti af bílaviðskiptum og þjónustu og svo verði enn frekar þegar rafbílar verða ráðandi. Hann bætir við að stjórnendur Vekra horfi björtum augum til framtíðar og Dekkjahöllin verði áfram með höfuðstöðvar á Akureyri þar sem félagið hafi sína stærstu starfsstöð. „Stjórnendur þess, sem eru alin upp í Dekkjahöllinni, munu starfa með okkur áfram og við vonumst til að geta lagt þeim lið í að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Jón í tilkynningu. Kaup og sala fyrirtækja Bílar Reykjavík Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Dekkjahöllin er rúmlega 40 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki með höfuðstöðvar á Akureyri auk starfstöðva á Egilsstöðum og í Skútuvogi og Skeifunni í Reykjavík. Fram kemur í tilkynningu að um 30 til 40 manns starfi hjá fyrirtækinu að jafnaði sem flytur inn hjólbarða frá Yokohama, Falken, Sonar og Triangle. Bílaumboðið Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz, Kia, Honda og Smart hér á landi en starfsmenn þess og systurfélaga undir hatti Vekru voru ríflega 200 talsins í fyrra. Þá er ársvelta Vekru sögð nema um 25 milljörðum króna árið 2022. Stofnað í bílskúr föður þeirra „Það eru stór tímamót hjá okkur í fjölskyldunni að selja rekstur Dekkjahallarinnar sem pabbi okkar, Gunnar Kristdórsson, stofnaði í bílskúrnum heima hjá okkur árið 1982. Það er þó mjög ánægjulegt að horfa til baka og sjá hve öflugt fyrirtæki honum og fjölskyldu hans hefur tekist að skapa. Nú er þó komið að tímamótum og við sjáum félagið verða samstarfsaðili öflugra fyrirtækja og við erum viss um að Dekkjahöllin verður í góðum höndum til framtíðar hjá Vekru sem hefur byggt upp afar farsæl fyrirtæki á undanförnum árum og þá horfum við sérstaklega til Öskju sem er þekkt fyrir góða þjónustu,“ segir Elín Dögg Gunnars Väljaots, fjármálastjóri Dekkjahallarinnar, í tilkynningu. Hún og Kristdór bróðir hennar muni áfram starfa með nýjum eigendum Dekkjahallarinnar. Elín verði á Akureyri og Kristdór áfram stýra starfseminni á Egilsstöðum. Vægi hjólbarðaþjónustu að aukast „Hlutverk okkar í Vekru er að standa vel að baki okkar rekstrarfélögum og ná fram samlegð í rekstri þeirra og um leið að byggja upp góða þjónustu við viðskiptavini með öflugum vörumerkjum. Dekkjahöllin fellur vel að okkar framtíðarsýn,“ segir Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Vekru og framkvæmdastjóri Öskju. Hjólbarðaþjónusta sé órjúfanlegur hluti af bílaviðskiptum og þjónustu og svo verði enn frekar þegar rafbílar verða ráðandi. Hann bætir við að stjórnendur Vekra horfi björtum augum til framtíðar og Dekkjahöllin verði áfram með höfuðstöðvar á Akureyri þar sem félagið hafi sína stærstu starfsstöð. „Stjórnendur þess, sem eru alin upp í Dekkjahöllinni, munu starfa með okkur áfram og við vonumst til að geta lagt þeim lið í að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Jón í tilkynningu.
Kaup og sala fyrirtækja Bílar Reykjavík Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira