Bjartsýnn fyrir hönd sinna gömlu félaga: „Hefur verið svolítil rússíbanareið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2023 10:00 Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sautján mörk í Bestu deild kvenna í fyrra. vísir/hulda margrét Nökkvi Þeyr Þórisson hefur fylgst grannt með gangi mála hjá sínum gömlu félögum í KA í sumar og er bjartsýnn á að þeir komist í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Eftir að hafa lent í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili hefur gengið brösuglega í sumar og liðið er í 7. sæti þegar þetta er skrifað. En KA-menn eru aftur á móti komnir í úrslit Mjólkurbikarsins og hafa unnið alla þrjá Evrópuleiki sína. Síðast sigraði KA Dundalk frá Írlandi, 3-1, í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. „Ég fylgist með öllum leikjum og þetta hefur verið svolítil rússíbanareið. Maður hefði vonast eftir betra gengi í deildinni en aftur á móti er þetta frábært tímabil hvað það varðar að þeir eru í bikarúrslitum og eiga góða möguleika á að fara áfram í Evrópukeppni og mæta Club Brugge í næstu umferð,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé slæmt tímabil þegar maður horfir á það. En maður hefði viljað vonast til að þeir væru meira með í toppbaráttunni í deildinni. Þeir eiga enn möguleika á að komast í topp sex og berjast um Evrópusæti. Það er mikið eftir af mótinu. Þeir áttu erfiðan kafla en það hefur verið stígandi í þessu að undanförnu.“ KA sækir Dundalk heim í kvöld og ef liðið forðast tveggja marka tap kemst það í 3. umferð Sambandsdeildarinnar þar sem það myndi að öllum líkindum mæta Club Brugge sem komst í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili. „Það er gott að vera 3-1 yfir og ef KA spilar sinn leik ættu þeir að klára þetta. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Nökkvi. Leikur Dundalk og KA hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu KA Besta deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira
Eftir að hafa lent í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili hefur gengið brösuglega í sumar og liðið er í 7. sæti þegar þetta er skrifað. En KA-menn eru aftur á móti komnir í úrslit Mjólkurbikarsins og hafa unnið alla þrjá Evrópuleiki sína. Síðast sigraði KA Dundalk frá Írlandi, 3-1, í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. „Ég fylgist með öllum leikjum og þetta hefur verið svolítil rússíbanareið. Maður hefði vonast eftir betra gengi í deildinni en aftur á móti er þetta frábært tímabil hvað það varðar að þeir eru í bikarúrslitum og eiga góða möguleika á að fara áfram í Evrópukeppni og mæta Club Brugge í næstu umferð,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé slæmt tímabil þegar maður horfir á það. En maður hefði viljað vonast til að þeir væru meira með í toppbaráttunni í deildinni. Þeir eiga enn möguleika á að komast í topp sex og berjast um Evrópusæti. Það er mikið eftir af mótinu. Þeir áttu erfiðan kafla en það hefur verið stígandi í þessu að undanförnu.“ KA sækir Dundalk heim í kvöld og ef liðið forðast tveggja marka tap kemst það í 3. umferð Sambandsdeildarinnar þar sem það myndi að öllum líkindum mæta Club Brugge sem komst í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili. „Það er gott að vera 3-1 yfir og ef KA spilar sinn leik ættu þeir að klára þetta. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Nökkvi. Leikur Dundalk og KA hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu KA Besta deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira