Elsti og minnsti bátur landsins með fiskveiðiheimild kominn heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. ágúst 2023 17:00 Hilmar Thorarensen með Hönnu ST-49. Vísir/Einar Elsti bátur landsins með fiskveiðiheimild, sem er jafnframt sá minnsti, er kominn aftur til Reykjavíkur eftir að hafa verið á Ströndum í meira en sex áratugi. Eigandinn hefur rakið sögu bátsins til 1899, en telur að hann gæti verið enn eldri. Hanna ST-49 á langa sögu. Hún á 60 ára sögu í Reykjavík og hátt í 65 ára sögu norður á Ströndum. Nú er báturinn kominn aftur heim til Reykjavíkur. Báturinn var byggður í Noregi, en eigandi hans hefur rakið sögu hans á Íslandi aftur til ársins 1899, og telur hann sennilega hafa verið byggðan einu til tveimur árum fyrr. Sá sem þá hafi átt bátinn hafi verið Guðmundur Jónsson frá Helgastöðum í Reykjavík. Í kringum 1950 hafi báturinn verið dreginn á land í Örfirisey. Nokkrum árum síðar hafi faðir Hilmars Thorarensen, eiganda bátsins, verið fenginn til að færa vélina úr bátnum og í annan, og fengið Hönnu að launum. Þá fór báturinn norður á Gjögur. „Pabbi gerði síðan bátinn upp, hækkaði hann um eitt borð og setti á hann hvalbak og húsið, og dró borðstokkana inn sem ekki var áður,“ segir Hilmar Frá Ströndum hafi reglulega verið róið til fiskjar, en Hanna er elsti og minnsti bátur landsins með fiskveiðiheimild. Hilmar hefur farið á strandveiðar frá Norðurfirði undanfarin ár, en hann erfði bátinn árið 1996. „Ég var á strandveiðum í sumar, reyndar svolítið stopult. Maður elskar sjálfan sig og fjölskyldu sína, og var þá ekkert að nýta alla dagana. En ég fékk 6,4 tonn. Ég hef verið að fá 10, 12 tonn á strandveiðunum þegar ég hef stundað þetta bærilega.“ „Það er nú eiginlega eingöngu þorskur þarna, sem maður fær. Maður fær í soðið af ýsu og stöku lok, en maður verður nú að sleppa þeim,“ segir Hilmar. Reynir að fá fisk í soðið Nú er báturinn hins vegar kominn til Reykjavíkur, og framhaldið er óráðið. „Svona gamlir menn geta nú ekki planað mikið, en ég hef hug á því að koma bátnum á flot hérna núna, og vita hvort ég fæ fisk í soðið.“ Ekki sé öruggt að báturinn haldist innan ættarinnar eftir daga Hilmars, en hann á tvo syni. „Þeir hafa nú verið með mér á sjónum en þeir eru bara í öðrum hlutverkum, og þeir hafa ekki sýnt neinn lit í því að ætla að taka við þessu. Það verður bara að segjast eins og er,“ segir Hilmar hlæjandi, og virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu öllu saman. Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hanna ST-49 á langa sögu. Hún á 60 ára sögu í Reykjavík og hátt í 65 ára sögu norður á Ströndum. Nú er báturinn kominn aftur heim til Reykjavíkur. Báturinn var byggður í Noregi, en eigandi hans hefur rakið sögu hans á Íslandi aftur til ársins 1899, og telur hann sennilega hafa verið byggðan einu til tveimur árum fyrr. Sá sem þá hafi átt bátinn hafi verið Guðmundur Jónsson frá Helgastöðum í Reykjavík. Í kringum 1950 hafi báturinn verið dreginn á land í Örfirisey. Nokkrum árum síðar hafi faðir Hilmars Thorarensen, eiganda bátsins, verið fenginn til að færa vélina úr bátnum og í annan, og fengið Hönnu að launum. Þá fór báturinn norður á Gjögur. „Pabbi gerði síðan bátinn upp, hækkaði hann um eitt borð og setti á hann hvalbak og húsið, og dró borðstokkana inn sem ekki var áður,“ segir Hilmar Frá Ströndum hafi reglulega verið róið til fiskjar, en Hanna er elsti og minnsti bátur landsins með fiskveiðiheimild. Hilmar hefur farið á strandveiðar frá Norðurfirði undanfarin ár, en hann erfði bátinn árið 1996. „Ég var á strandveiðum í sumar, reyndar svolítið stopult. Maður elskar sjálfan sig og fjölskyldu sína, og var þá ekkert að nýta alla dagana. En ég fékk 6,4 tonn. Ég hef verið að fá 10, 12 tonn á strandveiðunum þegar ég hef stundað þetta bærilega.“ „Það er nú eiginlega eingöngu þorskur þarna, sem maður fær. Maður fær í soðið af ýsu og stöku lok, en maður verður nú að sleppa þeim,“ segir Hilmar. Reynir að fá fisk í soðið Nú er báturinn hins vegar kominn til Reykjavíkur, og framhaldið er óráðið. „Svona gamlir menn geta nú ekki planað mikið, en ég hef hug á því að koma bátnum á flot hérna núna, og vita hvort ég fæ fisk í soðið.“ Ekki sé öruggt að báturinn haldist innan ættarinnar eftir daga Hilmars, en hann á tvo syni. „Þeir hafa nú verið með mér á sjónum en þeir eru bara í öðrum hlutverkum, og þeir hafa ekki sýnt neinn lit í því að ætla að taka við þessu. Það verður bara að segjast eins og er,“ segir Hilmar hlæjandi, og virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu öllu saman.
Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira