Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2023 08:22 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Chuck Burton Verjendur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja nýjustu ákæruna gegn honum fara gegn rétti hans til tjáningarfrelsis. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. Þá segja þeir að Trump hafi klárlega vitað að hann væri að dreifa lygum um að kosningasvindl hefði átt sér stað, enda hafi hans helstu ráðgjafar, ráðherrar, dómsmálaráðuneytið og aðrir sagt honum að svo væri. John Lauro, einn verjenda Trumps, sakaði í gærkvöldi Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að vopnvæða fyrsta ákvæði stjórnarskrár ríkisins sem snýr að tjáningarfrelsi og sagði að Trump hefði reitt sig á ráð þáverandi lögmanna hans. Lauro gaf einnig til kynna að hann myndi reyna að tefja málaferlin, þó Jack Smith, sérstakur rannsakandi ráðuneytisins, hafi sagt að hann vilji að réttarhöldin hefjist sem fyrst. Trump sækist aftur eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninanna í nóvember á næsta ári og er lang líklegastur til að hljóta hana, miðað við kannanir. Í færslu sem Trump birti á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, í nótt sagði hann að „öfgavinstrið“ væri að reyna að glæpavæða tjáningarfrelsi. Hann sagði einnig að hann fengi aldrei réttlát réttarhöld í Washington DC, þar sem meirihluti íbúa sé andvígur honum. Í sömu færslu segir hann að borgin smáni Bandaríkin og heiminn allan. Snýr ekki eingöngu að orðum Trumps Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við efast um að tjáningarfrelsisvörn Trumps muni duga til og þá sérstaklega vegna þeirra skrefa sem hann og bandamenn hans tóku til að reyna að breyta úrslitum kosninganna. Í ákærunni sjálfri segir að Trump hafi rétt til þess að tala um kosningarnar og jafnvel til að segja ósatt og halda því fram að hann hafi unnið. Þá hafi hann einnig haft rétt á því að beita löglegum leiðum til að krefjast endurtalninga og rannsókna eftir kosningarnar og það hafi hann gert. Þar segir að hann hafi þó ekki rétt til að beita ólöglegum leiðum og bellibrögðum til að snúa úrslitunum. Saksóknarar segja einnig að viðleitni Trumps hafi brotið gegn grunni lýðveldis í Bandaríkjunum. Ákæran snýr ekki eingöngu að lygum hans um úrslit kosninganna heldur einnig tilraunir hans og bandamanna hans til að skipta út réttkjörnum kjörmönnum í sjö ríkjum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, en sá fjöldi tekur mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Eastman og aðrir Trump-liðar reyndu að skipta út kjörmönnum í nokkrum ríkjum svo þeir gætu valið Trump en ekki Biden. Þrýstu á Pence til að samþykkja ranga kjörmenn Trump-liðar fengu menn sem voru ekki kjörnir kjörmenn til að fylla út eyðublöð eins og þeir hefðu verið kjörnir og reyndu að fá Mike Pence, varaforseta Trumps, til að samþykkja þá en Pence hafði formlegt hlutverk við staðfestingu úrslita kosninganna. Ríkin sem um ræðir eru Arisóna, Georgía, Michigan, Nevada, Nýja Mexíkó, Pennsylvanía og Wisconsin. Pence neitaði en þann 6. janúar 2021 réðust stuðningsmenn Trumps inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Á meðan árásin átti sér stað, tísti Trump og gagnrýndi Pence harðlega. Skömmu síðar þurftu lífverðir varaforsetans að flytja hann á brott úr þinghúsinu á meðan stuðningsmenn Trumps inn í húsinu og fyrir utan kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. Pence tjáði sig við Fox News í gær þar sem hann sagði að Trump og „klikkaðir“ lögmenn hans hefðu ekki verið að biðja hann um neitt annað en að hafna réttmætum atkvæðum Bandaríkjamanna. Margir af þessum lögmönnum eru nefndir í ákærunni og þykir sérfræðingum líklegt að Smith muni einnig ákæra þá á næstunni eða nota mögulegar ákærur gegn þeim til að fá þá til að bera vitni gegn Trump. Pence: Let s be clear on this point. It wasn't that they asked for a pause. The president specifically asked me and his gaggle of crackpot lawyers asked me to literally reject votes which would have resulted in the issue of being turned over to the house of representatives pic.twitter.com/QTyw99l8sc— Acyn (@Acyn) August 2, 2023 Lauro hefur einnig gefið í skyn að vörn Trumps muni snúast um að hann hafi í raun trúað þessum lögmönnum sínum. Í ákærunni eru þó nefnd fjölmörg dæmi þar sem forsetanum var sagt að hann væri að segja ósatt og er þar að auki nefnt að nokkrum dögum fyrir árásina á þinghúsið, sakaði Trump Mike Pence um að vera „of heiðarlegur“. Það var eftir að Pence neitaði að samþykkja hina röngu kjörmenn og gefur það sterklega til kynna að Trump hafi vitað að hann væri að biðja Pence um að gera eitthvað sem hann vissi að væri ólöglegt. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Mætir fyrir dómara í kvöld Trump mun mæta fyrir dómara klukkan átta í kvöld í Washington DC og verður hann formlega ákærður þar fyrir að reyna að breyta úrslitum kosninganna, sem hann tapaði fyrir Joe Biden. Öryggisgæsla í Washington hefur verið stóraukin vegna komu Trumps í réttarsalinn en hann hefur aðeins komið einu sinni til Washington frá því hann flutti úr Hvíta Húsinu. Trump gagnrýnir málareksturinn harðlega og sakar núverandi stjórnvöld um spillingu og hneykslismál. Auk þess að gagnrýna Joe Biden harðlega hefur Trump líka hellt úr skálum reiði sinnar yfir mótherja sína innan Repúblikanaflokksins, eins og Mike Pence fyrrverandi varaforseta og Ron DeSantis ríkisstjóra Flórída. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump ákærður fyrir að reyna að hnekkja úrslitum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður í fjórum liðum vegna tilrauna sinna til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum árið 2020. 1. ágúst 2023 22:47 Bað eigin sjóð um sextíu milljóna endurgreiðslu Kosningasjóður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save Amcerica, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum. 31. júlí 2023 08:38 Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. 30. júlí 2023 08:24 Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Ákæra sextán Repúblikana í Michigan Ríkissaksóknari Michigan í Bandaríkjunum ákærði í gær sextán Repúblikana sem reyndu að gera sjálfa sig að kjörmönnum í forsetakosningunum 2020. Þannig vildu þeir snúa tapi Donalds Trump í Michigan í sigur. 19. júlí 2023 14:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þá segja þeir að Trump hafi klárlega vitað að hann væri að dreifa lygum um að kosningasvindl hefði átt sér stað, enda hafi hans helstu ráðgjafar, ráðherrar, dómsmálaráðuneytið og aðrir sagt honum að svo væri. John Lauro, einn verjenda Trumps, sakaði í gærkvöldi Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að vopnvæða fyrsta ákvæði stjórnarskrár ríkisins sem snýr að tjáningarfrelsi og sagði að Trump hefði reitt sig á ráð þáverandi lögmanna hans. Lauro gaf einnig til kynna að hann myndi reyna að tefja málaferlin, þó Jack Smith, sérstakur rannsakandi ráðuneytisins, hafi sagt að hann vilji að réttarhöldin hefjist sem fyrst. Trump sækist aftur eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninanna í nóvember á næsta ári og er lang líklegastur til að hljóta hana, miðað við kannanir. Í færslu sem Trump birti á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, í nótt sagði hann að „öfgavinstrið“ væri að reyna að glæpavæða tjáningarfrelsi. Hann sagði einnig að hann fengi aldrei réttlát réttarhöld í Washington DC, þar sem meirihluti íbúa sé andvígur honum. Í sömu færslu segir hann að borgin smáni Bandaríkin og heiminn allan. Snýr ekki eingöngu að orðum Trumps Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við efast um að tjáningarfrelsisvörn Trumps muni duga til og þá sérstaklega vegna þeirra skrefa sem hann og bandamenn hans tóku til að reyna að breyta úrslitum kosninganna. Í ákærunni sjálfri segir að Trump hafi rétt til þess að tala um kosningarnar og jafnvel til að segja ósatt og halda því fram að hann hafi unnið. Þá hafi hann einnig haft rétt á því að beita löglegum leiðum til að krefjast endurtalninga og rannsókna eftir kosningarnar og það hafi hann gert. Þar segir að hann hafi þó ekki rétt til að beita ólöglegum leiðum og bellibrögðum til að snúa úrslitunum. Saksóknarar segja einnig að viðleitni Trumps hafi brotið gegn grunni lýðveldis í Bandaríkjunum. Ákæran snýr ekki eingöngu að lygum hans um úrslit kosninganna heldur einnig tilraunir hans og bandamanna hans til að skipta út réttkjörnum kjörmönnum í sjö ríkjum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, en sá fjöldi tekur mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Eastman og aðrir Trump-liðar reyndu að skipta út kjörmönnum í nokkrum ríkjum svo þeir gætu valið Trump en ekki Biden. Þrýstu á Pence til að samþykkja ranga kjörmenn Trump-liðar fengu menn sem voru ekki kjörnir kjörmenn til að fylla út eyðublöð eins og þeir hefðu verið kjörnir og reyndu að fá Mike Pence, varaforseta Trumps, til að samþykkja þá en Pence hafði formlegt hlutverk við staðfestingu úrslita kosninganna. Ríkin sem um ræðir eru Arisóna, Georgía, Michigan, Nevada, Nýja Mexíkó, Pennsylvanía og Wisconsin. Pence neitaði en þann 6. janúar 2021 réðust stuðningsmenn Trumps inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Á meðan árásin átti sér stað, tísti Trump og gagnrýndi Pence harðlega. Skömmu síðar þurftu lífverðir varaforsetans að flytja hann á brott úr þinghúsinu á meðan stuðningsmenn Trumps inn í húsinu og fyrir utan kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. Pence tjáði sig við Fox News í gær þar sem hann sagði að Trump og „klikkaðir“ lögmenn hans hefðu ekki verið að biðja hann um neitt annað en að hafna réttmætum atkvæðum Bandaríkjamanna. Margir af þessum lögmönnum eru nefndir í ákærunni og þykir sérfræðingum líklegt að Smith muni einnig ákæra þá á næstunni eða nota mögulegar ákærur gegn þeim til að fá þá til að bera vitni gegn Trump. Pence: Let s be clear on this point. It wasn't that they asked for a pause. The president specifically asked me and his gaggle of crackpot lawyers asked me to literally reject votes which would have resulted in the issue of being turned over to the house of representatives pic.twitter.com/QTyw99l8sc— Acyn (@Acyn) August 2, 2023 Lauro hefur einnig gefið í skyn að vörn Trumps muni snúast um að hann hafi í raun trúað þessum lögmönnum sínum. Í ákærunni eru þó nefnd fjölmörg dæmi þar sem forsetanum var sagt að hann væri að segja ósatt og er þar að auki nefnt að nokkrum dögum fyrir árásina á þinghúsið, sakaði Trump Mike Pence um að vera „of heiðarlegur“. Það var eftir að Pence neitaði að samþykkja hina röngu kjörmenn og gefur það sterklega til kynna að Trump hafi vitað að hann væri að biðja Pence um að gera eitthvað sem hann vissi að væri ólöglegt. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Mætir fyrir dómara í kvöld Trump mun mæta fyrir dómara klukkan átta í kvöld í Washington DC og verður hann formlega ákærður þar fyrir að reyna að breyta úrslitum kosninganna, sem hann tapaði fyrir Joe Biden. Öryggisgæsla í Washington hefur verið stóraukin vegna komu Trumps í réttarsalinn en hann hefur aðeins komið einu sinni til Washington frá því hann flutti úr Hvíta Húsinu. Trump gagnrýnir málareksturinn harðlega og sakar núverandi stjórnvöld um spillingu og hneykslismál. Auk þess að gagnrýna Joe Biden harðlega hefur Trump líka hellt úr skálum reiði sinnar yfir mótherja sína innan Repúblikanaflokksins, eins og Mike Pence fyrrverandi varaforseta og Ron DeSantis ríkisstjóra Flórída.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump ákærður fyrir að reyna að hnekkja úrslitum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður í fjórum liðum vegna tilrauna sinna til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum árið 2020. 1. ágúst 2023 22:47 Bað eigin sjóð um sextíu milljóna endurgreiðslu Kosningasjóður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save Amcerica, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum. 31. júlí 2023 08:38 Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. 30. júlí 2023 08:24 Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Ákæra sextán Repúblikana í Michigan Ríkissaksóknari Michigan í Bandaríkjunum ákærði í gær sextán Repúblikana sem reyndu að gera sjálfa sig að kjörmönnum í forsetakosningunum 2020. Þannig vildu þeir snúa tapi Donalds Trump í Michigan í sigur. 19. júlí 2023 14:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Trump ákærður fyrir að reyna að hnekkja úrslitum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður í fjórum liðum vegna tilrauna sinna til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum árið 2020. 1. ágúst 2023 22:47
Bað eigin sjóð um sextíu milljóna endurgreiðslu Kosningasjóður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save Amcerica, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum. 31. júlí 2023 08:38
Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. 30. júlí 2023 08:24
Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46
Ákæra sextán Repúblikana í Michigan Ríkissaksóknari Michigan í Bandaríkjunum ákærði í gær sextán Repúblikana sem reyndu að gera sjálfa sig að kjörmönnum í forsetakosningunum 2020. Þannig vildu þeir snúa tapi Donalds Trump í Michigan í sigur. 19. júlí 2023 14:25