Ótrúleg úrslit þegar þýska stálið bráðnaði en draumur Marokkó rættist Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 12:06 Alexandra Popp fórnar höndum. Mark hennar gegn Suður-Kóreu dugði Þjóðverjum ekki til að halda áfram keppni. Getty/Chris Hyde Tvöfaldir heimsmeistarar Þýskalands þurfa í fyrsta sinn í sögunni að sætta sig við að komast ekki í útsláttarkeppni HM kvenna í fótbolta, eftir lokaleikina í riðlakeppni mótsins í Eyjaálfu í dag. Úrslitin réðust í H-riðli í dag þar sem Kólumbía og Marokkó fóru á endanum bæði áfram, eftir 1-0 sigur Marokkó gegn Kólumbíu. Þýskaland, sem er í 2. sæti heimslista FIFA, gerði aðeins 1-1 jafntefli við Suður-Kóreu en hefði með sigri unnið riðilinn. Suður-Kórea hóf leikinn af miklum krafti og átti stangarskot áður en að So-Hyun Cho skoraði svo á 6. mínútu, eftir að rangstöðutaktík Þjóðverja brást. En þegar leið að lokum fyrri hálfleiks náði Þýskaland að jafna og að sjálfsögðu var það Alexandra Popp sem skoraði með skalla. Marokkó áfram í fyrsta sinn Hins vegar náði Marokkó einnig að skora rétt fyrir hálfleik, og komast í 1-0 gegn Kólumbíu. Staðan í hálfleik var því þannig að Kólumbía og Marokkó voru á leið upp úr riðlinum, bæði með 6 stig, en Þýskaland (4 stig) og Suður-Kórea (1 stig) ekki. Það var Anissa Lahmari sem skoraði mark Marokkó eftir að vítaspyrna Ghizlane Chebbak var varin. Leikmenn Morokkó ærðust af gleði eftir að hafa þurft að bíða úti á velli eftir því að leikur Þýskalands og Suður-Kóreu kláraðist.Getty/Paul Kane Sama staða hélst út seinni hálfleikinn. Popp náði reyndar að koma boltanum aftur í markið fyrir Þjóðverja snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu, og hún átti sömuleiðis skalla í þverslá strax í kjölfarið. Niðurstaðan er hins vegar sú að Kólumbía og Marokkó fara í 16-liða úrslitin, þar sem Kólumbía mætir liði Jamaíku en Marokkó leikur gegn Frakklandi, og fara báðir leikirnir fram á þriðjudaginn. Marokkó er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en Kólumbía komst einnig í 16-liða úrslit árið 2015. Riðlakeppninni er nú lokið og hefjast 16-liða úrslitin á sunnudag. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Úrslitin réðust í H-riðli í dag þar sem Kólumbía og Marokkó fóru á endanum bæði áfram, eftir 1-0 sigur Marokkó gegn Kólumbíu. Þýskaland, sem er í 2. sæti heimslista FIFA, gerði aðeins 1-1 jafntefli við Suður-Kóreu en hefði með sigri unnið riðilinn. Suður-Kórea hóf leikinn af miklum krafti og átti stangarskot áður en að So-Hyun Cho skoraði svo á 6. mínútu, eftir að rangstöðutaktík Þjóðverja brást. En þegar leið að lokum fyrri hálfleiks náði Þýskaland að jafna og að sjálfsögðu var það Alexandra Popp sem skoraði með skalla. Marokkó áfram í fyrsta sinn Hins vegar náði Marokkó einnig að skora rétt fyrir hálfleik, og komast í 1-0 gegn Kólumbíu. Staðan í hálfleik var því þannig að Kólumbía og Marokkó voru á leið upp úr riðlinum, bæði með 6 stig, en Þýskaland (4 stig) og Suður-Kórea (1 stig) ekki. Það var Anissa Lahmari sem skoraði mark Marokkó eftir að vítaspyrna Ghizlane Chebbak var varin. Leikmenn Morokkó ærðust af gleði eftir að hafa þurft að bíða úti á velli eftir því að leikur Þýskalands og Suður-Kóreu kláraðist.Getty/Paul Kane Sama staða hélst út seinni hálfleikinn. Popp náði reyndar að koma boltanum aftur í markið fyrir Þjóðverja snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu, og hún átti sömuleiðis skalla í þverslá strax í kjölfarið. Niðurstaðan er hins vegar sú að Kólumbía og Marokkó fara í 16-liða úrslitin, þar sem Kólumbía mætir liði Jamaíku en Marokkó leikur gegn Frakklandi, og fara báðir leikirnir fram á þriðjudaginn. Marokkó er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en Kólumbía komst einnig í 16-liða úrslit árið 2015. Riðlakeppninni er nú lokið og hefjast 16-liða úrslitin á sunnudag.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira