Drónar bannaðir en ekki þyrlur: „Þarna leggurðu heilu hóteli inn í miðju friðlandi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2023 06:46 Margrét segir marga furða sig á því að drónaflug sé óheimilt í friðlandinu við Dynjanda vegna fuglalífs á meðan þyrluferðir á vegum skemmtiferðaskipa eru heimilar. Fornleifafræðingur furðar sig á því að skemmtiferðaskipum og þyrlum sé leyfilegt að ferja ferðamenn að Dynjanda í friðlandi í Arnarfirði á meðan drónaflug sé óheimilt á þeim forsendum að það raski friði fugla og manna í friðlandinu. „Þetta er ótrúlega flott skip og á því eru tvær þyrlur og einn kafbátur en við höfum pirrað okkur á því að það sé bannað að vera hér með dróna en allt í lagi að fljúga þyrlum hérna yfir allan Arnarfjörðinn,“ segir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur við Náttúrustofu Vestfjarða, um skemmtiferðarskip sem heimsótti Dynjanda í dag, í samtali við Vísi. Að sögn Margrétar er um að ræða skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse II. Á vef skipafélagsins kemur fram að skipinu sé ætlað að sameina lúxus og ævintýramennsku. Bryti er um borð. Viðskiptavinum er boðið upp á för hringinn í kringum eyjuna á tíu dögum og ef pöntuð væri ferð milli 5. og 14. ágúst kostar hún 8.120 bresk sterlingspund eða því sem nemur rúmum 1,3 milljónum íslenskra króna. Úr kynningarmyndbandi vegna Íslandsferðar með Scenic Eclipse II. Fuglarnir urluðust Margrét hefur ásamt kollegum verið við fornleifarannsóknir skammt frá Arnarfirði, einnig í fyrra og því orðið vitni að komu þó nokkurra skemmtiferðaskipa. „Við erum að grafa hérna og það var stanslaust fram á kvöld þyrluflug yfir fjörðinn í dag. Flugið er ekki mjög lágt en þú getur ímyndað þér áhrifin á fuglalífið þegar þær eru að lenda á skipinu. Þetta er þyrlupallur í miðju friðlendi.“ Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að flug dróna sé með öllu óheimilt við Dynjanda. Vísað er til rannsókna á drónaflugi sem sýna að það geti haft truflandi áhrif á fuglalíf. Fram kemur að í Dynjandisvogi hafi verið skráðar 35 tegundir fugla, þar á meðal nokkrar tegundir sem eru á lista yfir ábyrgðartegundir Íslands og/eða eru á válista. Í Dynjandisvogi hafa verið skráðar 35 tegundir fugla.Vísir/Vilhelm „Við urðum vitni að því þegar fuglarnir urluðust í fyrra, þá vorum við að grafa tölvuvert innar í firðinum. Það hlýtur að þurfa að taka á þessu,“ segir Margrét. „Í fyrra hringdi leiðsögumaður frá Ísafirði í stofnunina til að spyrjast fyrir um þetta þyrluflug í friðlandinu og hann fékk þau svör að það væri það ekki óheimilt. Fólk er alveg rasandi yfir því að þetta skuli vera leyfilegt, vegna þess að allir aðrir ferja ferðamenn frá Ísafirði. Þarna ertu að leggja hóteli inn í miðju friðlandi.“ Ísafjarðarbær Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Vesturbyggð Tengdar fréttir Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. 18. maí 2023 09:29 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Þetta er ótrúlega flott skip og á því eru tvær þyrlur og einn kafbátur en við höfum pirrað okkur á því að það sé bannað að vera hér með dróna en allt í lagi að fljúga þyrlum hérna yfir allan Arnarfjörðinn,“ segir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur við Náttúrustofu Vestfjarða, um skemmtiferðarskip sem heimsótti Dynjanda í dag, í samtali við Vísi. Að sögn Margrétar er um að ræða skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse II. Á vef skipafélagsins kemur fram að skipinu sé ætlað að sameina lúxus og ævintýramennsku. Bryti er um borð. Viðskiptavinum er boðið upp á för hringinn í kringum eyjuna á tíu dögum og ef pöntuð væri ferð milli 5. og 14. ágúst kostar hún 8.120 bresk sterlingspund eða því sem nemur rúmum 1,3 milljónum íslenskra króna. Úr kynningarmyndbandi vegna Íslandsferðar með Scenic Eclipse II. Fuglarnir urluðust Margrét hefur ásamt kollegum verið við fornleifarannsóknir skammt frá Arnarfirði, einnig í fyrra og því orðið vitni að komu þó nokkurra skemmtiferðaskipa. „Við erum að grafa hérna og það var stanslaust fram á kvöld þyrluflug yfir fjörðinn í dag. Flugið er ekki mjög lágt en þú getur ímyndað þér áhrifin á fuglalífið þegar þær eru að lenda á skipinu. Þetta er þyrlupallur í miðju friðlendi.“ Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að flug dróna sé með öllu óheimilt við Dynjanda. Vísað er til rannsókna á drónaflugi sem sýna að það geti haft truflandi áhrif á fuglalíf. Fram kemur að í Dynjandisvogi hafi verið skráðar 35 tegundir fugla, þar á meðal nokkrar tegundir sem eru á lista yfir ábyrgðartegundir Íslands og/eða eru á válista. Í Dynjandisvogi hafa verið skráðar 35 tegundir fugla.Vísir/Vilhelm „Við urðum vitni að því þegar fuglarnir urluðust í fyrra, þá vorum við að grafa tölvuvert innar í firðinum. Það hlýtur að þurfa að taka á þessu,“ segir Margrét. „Í fyrra hringdi leiðsögumaður frá Ísafirði í stofnunina til að spyrjast fyrir um þetta þyrluflug í friðlandinu og hann fékk þau svör að það væri það ekki óheimilt. Fólk er alveg rasandi yfir því að þetta skuli vera leyfilegt, vegna þess að allir aðrir ferja ferðamenn frá Ísafirði. Þarna ertu að leggja hóteli inn í miðju friðlandi.“
Ísafjarðarbær Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Vesturbyggð Tengdar fréttir Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. 18. maí 2023 09:29 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. 18. maí 2023 09:29