Aaron Ramsdale opnar sig um fósturlát eiginkonu sinnar og fordóma í garð bróður síns Siggeir Ævarsson skrifar 3. ágúst 2023 23:45 Aaron Ramsdale átti ekki góða daga í janúar Vísir/Getty Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, opnaði sig um persónuleg málefni í aðsendri grein í Players Tribune í dag, þar sem hann greindi m.a. frá því að konan hans hafi misst fóstur í janúar. Ramsdale og eiginkona hans, Georgina, voru á heimleið til Lundúna eftir stutt frí í kjölfar heimsmeistaramótsins þegar ósköpin dundu yfir í flugferðinni heim. Ramsdale segir að það sé engin leið að lýsa sársaukanum sem þau upplifðu í þessu sex tíma flugi. Hann sagði aðeins örfáum nánum ættingjum og vinum frá því sem gerðist, sem og liðsfélögum sínum og stjóra liðsins, Mikel Arteta. Hann segir að álit hans á stjóranum hafi vaxið mikið, sem bauð honum að taka lengra frí, þrátt fyrir að liðið væri í erfiðri toppbaráttu og leikur framundan við Tottenham. Ramsdale afþakkaði fríið og spilaði leikinn gegn Tottenham þremur dögum síðar þar sem hann hélt hreinu og Arsenal fór með 2-0 sigur af hólmi. Stuðningsmenn Tottenham létu frammistöðu Ramsdale greinilega fara í taugarnar á sér en einn þeirra óð úr stúkunni og sparkaði í bakið á Ramsdale. Árásarmaðurinn fékk í kjölfarið fjögurra ára bann frá leikjum. Í greininni nefnir Ramsdale einnig að Oliver bróðir hans sé samkynhneigður. Hann hafi ekki talað um það opinberlega áður en honum þyki ástæða til þess núna vegna þess hvernig andrúmsloftið er oft og tíðum í fótboltanum. Hann hafi alltof oft bitið í tunguna á sér þegar einhver einhver segir eitthvað hómófóbískt í klefanum eða á samfélagsmiðlum en hann sé hættur því núna. Hann segir að það muni örugglega einhverjir segja: „Æji þegiðu Ramsdale og einbeittu þér að því að spila fótbolta.“ En í hans huga er þetta um fótbolta. Fótboltinn sé fyrir alla Pistil Ramsdale má lesa í heild sinni hér Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Ramsdale og eiginkona hans, Georgina, voru á heimleið til Lundúna eftir stutt frí í kjölfar heimsmeistaramótsins þegar ósköpin dundu yfir í flugferðinni heim. Ramsdale segir að það sé engin leið að lýsa sársaukanum sem þau upplifðu í þessu sex tíma flugi. Hann sagði aðeins örfáum nánum ættingjum og vinum frá því sem gerðist, sem og liðsfélögum sínum og stjóra liðsins, Mikel Arteta. Hann segir að álit hans á stjóranum hafi vaxið mikið, sem bauð honum að taka lengra frí, þrátt fyrir að liðið væri í erfiðri toppbaráttu og leikur framundan við Tottenham. Ramsdale afþakkaði fríið og spilaði leikinn gegn Tottenham þremur dögum síðar þar sem hann hélt hreinu og Arsenal fór með 2-0 sigur af hólmi. Stuðningsmenn Tottenham létu frammistöðu Ramsdale greinilega fara í taugarnar á sér en einn þeirra óð úr stúkunni og sparkaði í bakið á Ramsdale. Árásarmaðurinn fékk í kjölfarið fjögurra ára bann frá leikjum. Í greininni nefnir Ramsdale einnig að Oliver bróðir hans sé samkynhneigður. Hann hafi ekki talað um það opinberlega áður en honum þyki ástæða til þess núna vegna þess hvernig andrúmsloftið er oft og tíðum í fótboltanum. Hann hafi alltof oft bitið í tunguna á sér þegar einhver einhver segir eitthvað hómófóbískt í klefanum eða á samfélagsmiðlum en hann sé hættur því núna. Hann segir að það muni örugglega einhverjir segja: „Æji þegiðu Ramsdale og einbeittu þér að því að spila fótbolta.“ En í hans huga er þetta um fótbolta. Fótboltinn sé fyrir alla Pistil Ramsdale má lesa í heild sinni hér
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira