Erlent

Andrew Tate laus úr stofufangelsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Andrew Tate, fyrir utan dómshúsið í Búkarest á þriðjudaginn.
Andrew Tate, fyrir utan dómshúsið í Búkarest á þriðjudaginn. AP/Andreea Alexandru

Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi.

Bræðurnir, ásamt vitorðsmönnunum Georgianu Naghel og Luana Radu, voru handteknir undir lok síðasta árs í Rúmeníu og hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Þeir eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu.

Þeim var svo sleppt úr fangelsi í lok mars og úrskurðaðir í stofufangelsi.

Bræðurnir voru svo ákærðir í júní. Báðir eru grunaðir um mansal á sjö konum og Andrew Tate er grunaður um að hafa nauðgað einnig þeirra. Þá er Tristan einnig grunaður um að hafa hvatt til ofbeldis.

Sjá einnig: Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal

Þeim verður nú sleppt úr stofufangelsi en eru enn bundnir ákveðnum takmörkunum.

Meðal annars mega þeir ekki flytja sig um set án þess að láta lögreglu vita og þurfa að svara boðum lögreglu hvenær sem þau berast. Þá hefur þeim einnig verið bannað að tala við tvo Rúmena sem hafa einnig verið ákærðir í málinu, vitni og meint fórnarlömb þeirra eða fjölskyldur, samkvæmt frétt BBC.


Tengdar fréttir

Segja rannsóknina hafa undið upp á sig

Saksóknarar í Rúmeníu segja rannsókn þeirra á meintu mansali Andrew Tate og bróður hans Tristan hafa undið upp á sig. Þeir séu þar að auki sakaðir um að hafa brotið á sjö konum en ekki sex.

Tate-bræður úr­skurðaðir í stofu­fangelsi

Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda Andrew Tate, bróðir hans Tristan og tveir vitorðsmenn þeirra eru lausir úr gæsluvarðhaldi í Rúmeníu. Þeir hafa hins vegar verið úrskurðaðir í stofufangelsi.

Andrew Tate blæs á krabba­meins­orð­róm

Samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate segist ekki vera með krabbamein líkt og sögur sem ganga um á samfélagsmiðlum hafa kveðið um. Hann segist í raun vera með heilsu á við íþróttamann á Ólympíuleikunum. 

Nauðganir, „þræla­hald“ og falskt lof­orð um hjóna­band

Andrew Tate og bróðir hans, Tristan, eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu. Talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir miklar líkur á að bræðurnir verði ákærðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×