Rænd á afmælisdaginn og ræninginn gengur laus Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2023 11:10 Ránið var framið á bílastæði í Eddufelli. Stöð 2/Einar Berglind Ármannsdóttir átti heldur verri afmælisdag í gær en venjulega þar sem hún var rænd á bílaplani í Breiðholti. Hún er nokkuð lemstruð eftir að hafa dottið í jörðina þegar ræninginn sló til hennar og fór á bráðamóttöku í gær. Lögregla leitar ræningjans enn. „Ég er bara enn þá í sjokki. Ég var að labba og tala við barnabarn mitt og dóttur í símann, þær voru að syngja fyrir mig af því ég átti afmæli. Ég var á leið í bílinn úr lit og plokk á hárgreiðslustofunni og hélt á veskinu yfir öxlina. Þá kemur einhver aftan að mér, ég finn það, hélt að það væri einhver sem ég þekki að djóka í mér. Nei, nei, þá rífur hann veskið og ég flækist aðeins í bandið en næ að hlaupa á eftir honum. Þá slær hann til mín og ég náttúrulega dúndrast í jörðina, á háhæluðum skónum,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Ræninginn hlaupinn uppi af vegfaranda Berglind segir að hún hafi enn verið með dóttur sína á línunni þegar hún gaf frá sér mikið óp. Dóttirin hafi verið í næsta nágrenni og komið hið snarasta á vettvang ásamt eigin dóttur. Þá hafi mikill fjöldi fólks verið á svæðinu og margir verið mjög hjálplegir. Hún segir að ungur maður hafi tekið á rás á eftir ræningjanum þegar hann flúði af vettvangi. Við það hafi ræninginn fyrst misst hluti úr veskinu og síðan hent því frá sér þegar ungi maðurinn nálgaðist. Þá segir Berglind að ungi maðurinn hafi sagst hafa séð ræningjann munda hníf. Sérsveitin var í nágrenninu Þá þakkar Berglind lögreglu fyrir veitta aðstoð en hún var mjög fljót á vettvang, þar á meðal voru meðlimir sérsveitar ríkislögreglustjóra. Sigrún Jónasdóttir, staðgengill lögreglufulltrúa á lögreglustöð 3, sem sinnir meðal annars Breiðholti, segir að sérsveitin hafi verið nálægt og því hafi hún sinnt útkallinu. Hvorki henni né almennum lögregluþjónum hafi þó tekist að hafa hendur í hári ræningjans og hans sé nú leitað. Lögregla fari nú yfir upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Sigrún segir lögreglu ekki ganga út frá því að ræninginn hafi verið vopnaður. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
„Ég er bara enn þá í sjokki. Ég var að labba og tala við barnabarn mitt og dóttur í símann, þær voru að syngja fyrir mig af því ég átti afmæli. Ég var á leið í bílinn úr lit og plokk á hárgreiðslustofunni og hélt á veskinu yfir öxlina. Þá kemur einhver aftan að mér, ég finn það, hélt að það væri einhver sem ég þekki að djóka í mér. Nei, nei, þá rífur hann veskið og ég flækist aðeins í bandið en næ að hlaupa á eftir honum. Þá slær hann til mín og ég náttúrulega dúndrast í jörðina, á háhæluðum skónum,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Ræninginn hlaupinn uppi af vegfaranda Berglind segir að hún hafi enn verið með dóttur sína á línunni þegar hún gaf frá sér mikið óp. Dóttirin hafi verið í næsta nágrenni og komið hið snarasta á vettvang ásamt eigin dóttur. Þá hafi mikill fjöldi fólks verið á svæðinu og margir verið mjög hjálplegir. Hún segir að ungur maður hafi tekið á rás á eftir ræningjanum þegar hann flúði af vettvangi. Við það hafi ræninginn fyrst misst hluti úr veskinu og síðan hent því frá sér þegar ungi maðurinn nálgaðist. Þá segir Berglind að ungi maðurinn hafi sagst hafa séð ræningjann munda hníf. Sérsveitin var í nágrenninu Þá þakkar Berglind lögreglu fyrir veitta aðstoð en hún var mjög fljót á vettvang, þar á meðal voru meðlimir sérsveitar ríkislögreglustjóra. Sigrún Jónasdóttir, staðgengill lögreglufulltrúa á lögreglustöð 3, sem sinnir meðal annars Breiðholti, segir að sérsveitin hafi verið nálægt og því hafi hún sinnt útkallinu. Hvorki henni né almennum lögregluþjónum hafi þó tekist að hafa hendur í hári ræningjans og hans sé nú leitað. Lögregla fari nú yfir upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Sigrún segir lögreglu ekki ganga út frá því að ræninginn hafi verið vopnaður.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira