Hylltar sem hetjur eftir eitt stig á HM Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 15:30 Írsaka liðið með stuðningsmennina í baksýn. Twitter/@IrelandFootball Um 8.000 stuðningsmenn mættu til að taka á móti og hylla leikmenn írska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir komu liðsins heim til Írlands af HM í Eyjaálfu. Írska liðið náði því sem því íslenska tókst ekki, með því að komast í fyrsta sinn á HM með sigri í umspili síðasta haust, gegn Skotlandi. Írar áttu svo í fullu tré við mótherja sína í B-riðlinum á HM en töpuðu 1-0 fyrir heimakonum í Ástralíu, og 2-1 gegn ólympíumeisturum Kanada eftir að hafa komist yfir. Írar náðu svo í sitt eina stig með markalausu jafntefli við Nígeríu í lokaleik. Þrátt fyrir að liðið hafi endað í neðsta sæti síns riðils er ljóst að það hefur heillað írsku þjóðina því móttökurnar líktust því að nýkrýndir heimsmeistarar væru að snúa heim til Írlands. Eins og fyrr segir mættu um 8.000 manns á O‘Connell Street í Dublin, þar sem glatt var á hjalla í grænni og góðri stemningu. Unbelievable Around 8,000 at the homecoming for our WNT O Connell Street, a brilliant venue for the event, was rocking #COYGIG | #OUTBELIEVE pic.twitter.com/tIpY1coyTa— Ireland Football (@IrelandFootball) August 3, 2023 FIFA hækkaði verulega verðlaunafé fyrir mótið og fær hver leikmaður sem fór á HM jafnvirði um fjögurra milljóna króna í sinn hlut. Þeir leikmenn sem komust áfram í 16-liða úrslitin fá hins vegar fjórar milljónir til viðbótar hver, og leikmenn heimsmeistaraliðsins fá 36 milljónir hver í sinn hlut. Leikmenn írska liðsins grétu hins vegar ekki glataðar milljónir heldur dönsuðu og sungu með stuðningsmönnum, og þjálfarinn Vera Pauw var ein sú glaðasta og hrópaði „næst stefnum við á verðlaun“. Markvörðurinn Courtney Brosnan sagði: „Mér finnst það algjörlega stórkostlegt að geta verið ungum stelpum hvatning til að láta drauma sína rætast. Sérstaklega næstu kynslóð markvarða.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Írska liðið náði því sem því íslenska tókst ekki, með því að komast í fyrsta sinn á HM með sigri í umspili síðasta haust, gegn Skotlandi. Írar áttu svo í fullu tré við mótherja sína í B-riðlinum á HM en töpuðu 1-0 fyrir heimakonum í Ástralíu, og 2-1 gegn ólympíumeisturum Kanada eftir að hafa komist yfir. Írar náðu svo í sitt eina stig með markalausu jafntefli við Nígeríu í lokaleik. Þrátt fyrir að liðið hafi endað í neðsta sæti síns riðils er ljóst að það hefur heillað írsku þjóðina því móttökurnar líktust því að nýkrýndir heimsmeistarar væru að snúa heim til Írlands. Eins og fyrr segir mættu um 8.000 manns á O‘Connell Street í Dublin, þar sem glatt var á hjalla í grænni og góðri stemningu. Unbelievable Around 8,000 at the homecoming for our WNT O Connell Street, a brilliant venue for the event, was rocking #COYGIG | #OUTBELIEVE pic.twitter.com/tIpY1coyTa— Ireland Football (@IrelandFootball) August 3, 2023 FIFA hækkaði verulega verðlaunafé fyrir mótið og fær hver leikmaður sem fór á HM jafnvirði um fjögurra milljóna króna í sinn hlut. Þeir leikmenn sem komust áfram í 16-liða úrslitin fá hins vegar fjórar milljónir til viðbótar hver, og leikmenn heimsmeistaraliðsins fá 36 milljónir hver í sinn hlut. Leikmenn írska liðsins grétu hins vegar ekki glataðar milljónir heldur dönsuðu og sungu með stuðningsmönnum, og þjálfarinn Vera Pauw var ein sú glaðasta og hrópaði „næst stefnum við á verðlaun“. Markvörðurinn Courtney Brosnan sagði: „Mér finnst það algjörlega stórkostlegt að geta verið ungum stelpum hvatning til að láta drauma sína rætast. Sérstaklega næstu kynslóð markvarða.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira