Réttur dagur til að láta svæfa hund vegna elli eða hægfara veikinda Hallgerður Hauksdóttir skrifar 4. ágúst 2023 15:01 Þegar hundar veikjast eða slasast illa þá leiðbeinir dýralæknir um hvenær óhjákvæmilegt er að svæfa. Málið vandast við hægvaxandi veikindi eða ellikvilla, þar er svigrúm fyrir hendi og ákvörðun hvílir meira á herðum eiganda. Þá er hægt að velja á milli tveggja rangra daga til að láta svæfa, rangra af ólíkum ástæðum en báðir rangir af því það er alltaf ömurlegt að missa elskaðan hund. Fólk sem er að reyna að ákveða rétta daginn þarf að átta sig á að réttur dagur er iðulega ekki í boði. Svæfing er framundan þegar meðhöndlun dugir hundi ekki sæmilega lengur. Fremur einföld viðmið gilda frá hundinum sjálfum séð, en hér er gefið að hann eigi góða eigendur, gott heimili og njóti þjónustu dýralæknis. Það er í sjálfu sér enginn glæpur að vera gamall eða lasinn hundur og lifa við það ef lífsgæðin eru ásættanleg. Ef hundurinn er að öðru leyti líkur sjálfum sér þá eru viðmiðin þrjú þessi: nærist eðlilega, skilar eðlilega og sýnir áhuga/vill vera með í því vanalega. Þegar eitt af þessu bregst eða þrengir að öllu þrennu þá stendur valið á milli tveggja rangra daga. Á þessum tíma er hætt við að fólk leiti logandi ljósi að rétta deginum til að láta svæfa og að fá jafnframt sem lengstan tíma með hundinum. Óhjákvæmilegt er að líkna hundunum okkar, við berum þessa ábygð. Leit að réttum degi fylgir gríðarmikið álag og betra er að miða við val um aðeins tvo ranga daga. Hér eru valkostirnir: annað hvort er staða hundsins þannig að það upplifist enn of snemmt að láta svæfa – eða það er dregið of lengi og því orðið aðeins of seint þegar að því kemur. Flest fólk sér það eftir á hvort það valdi seinni daginn. Það getur eftir á miðað nokkurn vegin út hversu löngu fyrr hefði verið rétt að panta hjá dýralækninum. En þá hefði það valið fyrri daginn og á þeim tíma án þess að geta miðað þetta út og því upplifast of snemmt. Hundsins vegna er betra að velja fyrri daginn, enda ekkert annað framundan en seinni og verri dagurinn fyrir hann. Þarna getur sú staða myndast að hundur tórir við engin lífsgæði af því eigandinn er að leita að rétta deginum, treystir sér ekki til að velja þann fyrri ranga og endar því á þeim síðari ranga. Það er mjög erfitt að veita hundi líkn á fyrri deginum því við veigrum okkur við hinu óumflýjanlega. Sú veigrun getur birst sem leit að „rétta“ deginum. Ég veit hvað þetta er ótrúlega erfið staða fyrir fólk sem elskar hundana sína sem fjölskyldumeðlimi. Greinin er skrifuð eftir veitta lexíu hundsins Lísu Lottu sem var með bilaðar hjartalokur og var svæfð seinni ranga daginn eftir langa leit að rétta deginum og veitta lexíu hundsins Jaka sem var með krabba í milta og var með átaki valinn fyrri rangi dagurinn. Bæði nutu frábærrar aðstoðar dýralækna og alls mögulegs atlætis heima við. Niðurstaðan er að fyrri rangi dagurinn er betri, erfiðari fyrir eigandann en betri fyrir bæði þegar upp er staðið og lexían er að það eru bara í boði dagurinn sem okkur fannst það aðeins of snemmt eða dagurinn sem við vitum að það var orðið aðeins of seint. Vonandi getur þessi hugleiðing orðið fleiri hundaeigendum að gagni í þessum erfiðu sporum. Við sem höfum einhvern tíma valið seinni ranga daginn skulum samt alls ekki álasa okkur, þetta blasir engan vegin við og mest áríðandi er að hundarnir okkar vissu hvað þau voru okkur innilega hjartfólgin og ómissandi. Höfundur er hundaeigandi, með einn öldung í heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þegar hundar veikjast eða slasast illa þá leiðbeinir dýralæknir um hvenær óhjákvæmilegt er að svæfa. Málið vandast við hægvaxandi veikindi eða ellikvilla, þar er svigrúm fyrir hendi og ákvörðun hvílir meira á herðum eiganda. Þá er hægt að velja á milli tveggja rangra daga til að láta svæfa, rangra af ólíkum ástæðum en báðir rangir af því það er alltaf ömurlegt að missa elskaðan hund. Fólk sem er að reyna að ákveða rétta daginn þarf að átta sig á að réttur dagur er iðulega ekki í boði. Svæfing er framundan þegar meðhöndlun dugir hundi ekki sæmilega lengur. Fremur einföld viðmið gilda frá hundinum sjálfum séð, en hér er gefið að hann eigi góða eigendur, gott heimili og njóti þjónustu dýralæknis. Það er í sjálfu sér enginn glæpur að vera gamall eða lasinn hundur og lifa við það ef lífsgæðin eru ásættanleg. Ef hundurinn er að öðru leyti líkur sjálfum sér þá eru viðmiðin þrjú þessi: nærist eðlilega, skilar eðlilega og sýnir áhuga/vill vera með í því vanalega. Þegar eitt af þessu bregst eða þrengir að öllu þrennu þá stendur valið á milli tveggja rangra daga. Á þessum tíma er hætt við að fólk leiti logandi ljósi að rétta deginum til að láta svæfa og að fá jafnframt sem lengstan tíma með hundinum. Óhjákvæmilegt er að líkna hundunum okkar, við berum þessa ábygð. Leit að réttum degi fylgir gríðarmikið álag og betra er að miða við val um aðeins tvo ranga daga. Hér eru valkostirnir: annað hvort er staða hundsins þannig að það upplifist enn of snemmt að láta svæfa – eða það er dregið of lengi og því orðið aðeins of seint þegar að því kemur. Flest fólk sér það eftir á hvort það valdi seinni daginn. Það getur eftir á miðað nokkurn vegin út hversu löngu fyrr hefði verið rétt að panta hjá dýralækninum. En þá hefði það valið fyrri daginn og á þeim tíma án þess að geta miðað þetta út og því upplifast of snemmt. Hundsins vegna er betra að velja fyrri daginn, enda ekkert annað framundan en seinni og verri dagurinn fyrir hann. Þarna getur sú staða myndast að hundur tórir við engin lífsgæði af því eigandinn er að leita að rétta deginum, treystir sér ekki til að velja þann fyrri ranga og endar því á þeim síðari ranga. Það er mjög erfitt að veita hundi líkn á fyrri deginum því við veigrum okkur við hinu óumflýjanlega. Sú veigrun getur birst sem leit að „rétta“ deginum. Ég veit hvað þetta er ótrúlega erfið staða fyrir fólk sem elskar hundana sína sem fjölskyldumeðlimi. Greinin er skrifuð eftir veitta lexíu hundsins Lísu Lottu sem var með bilaðar hjartalokur og var svæfð seinni ranga daginn eftir langa leit að rétta deginum og veitta lexíu hundsins Jaka sem var með krabba í milta og var með átaki valinn fyrri rangi dagurinn. Bæði nutu frábærrar aðstoðar dýralækna og alls mögulegs atlætis heima við. Niðurstaðan er að fyrri rangi dagurinn er betri, erfiðari fyrir eigandann en betri fyrir bæði þegar upp er staðið og lexían er að það eru bara í boði dagurinn sem okkur fannst það aðeins of snemmt eða dagurinn sem við vitum að það var orðið aðeins of seint. Vonandi getur þessi hugleiðing orðið fleiri hundaeigendum að gagni í þessum erfiðu sporum. Við sem höfum einhvern tíma valið seinni ranga daginn skulum samt alls ekki álasa okkur, þetta blasir engan vegin við og mest áríðandi er að hundarnir okkar vissu hvað þau voru okkur innilega hjartfólgin og ómissandi. Höfundur er hundaeigandi, með einn öldung í heimili.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun