Jamie Roord braut ísinn fyrir hollenska liðið strax á 9. mínútu en það var eina mark fyrri hálfleiks.
Það var svo Lineth Beerensteyn sem skoraði seinna mark Hollendinga rúmum 20 mínútum fyrir leikslok. Suður-Afríka náði ekki að koma inn marki og gera leikinn spennandi.
Þetta þýðir að Holland mun spila við Spán í átta liða úrslitunum en sá leikur fer fram næstkomandi föstudag.