„Við vinnum oft hérna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2023 17:49 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét „Mér er smá létt eftir þessa dramatík hérna í restina,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-3 sigur hans manna á Breiðabliki í eina leik dagsins í Bestu deild karla sem fram fór á Kópavogsvelli. „Ég er bara ofboðslega ánægður með að vinna. Það er erfitt að koma hérna í Kópavoginn en okkur líður vel hér og við vinnum oft hérna og búnir að gera það undanfarin ár,“ „Ég verð samt að segja að við vorum nokkuð heppnir að fá bara þessi þrjú mörk á okkur. Blikar voru mjög góðir og sköpuðu mikið. Lengi vel leit nú ekki út fyrir að við ættum að vera yfir. Við nýttum bara okkar sénsa og færi vel og skoruðum loksins einhver mörk,“ segir Rúnar en KR hafði aðeins skorað 17 mörk í 17 leikjum fyrir leik dagsins. „Við vörðumst ágætlega en ekki mikið meira en það,“ segir Rúnar um vörn sinna manna. „Þetta var skrýtinn leikur. Það var ekkert brjálæðislegur kraftur í þeim, það var mikið dúllerí með boltann – sérstaklega hjá Blikum – en við vorum á móti fljótir að missa hann. Aðstæðurnar eru kannski bara þannig, það er verslunarmannahelgi og Blikar búnir að vera í þungu prógrammi. Það vantaði gæði í okkar spil og aðeins kraft í liðið, en Blikarnir eru mjög færir með boltann og þú þarft að leggja mikla vinnu í að stöðva það að þeir búi til sénsa og við reyndum að pressa á þá. En þegar það klikkar eru löng hlaup til baka. Þannig að menn voru orðnir þreyttir en sem betur fer nýttum við færin okkar vel og skoruðum úr skyndisóknum,“ segir Rúnar sem er ósáttur við að sínir menn hafi hleypt spennu í leikinn í lokin og misst 4-1 stöðu niður í 4-3. „Mér fannst Blikar vera hættir í tíu mínútur þegar annað markið kemur og þess vegna er ég fúll að við höfum hleypt þeim inn í leikinn aftur.“ KR hafði aðeins skorað 17 mörk í jafnmörgum leikjum fyrir daginn en fjögur mörk í dag gefi liðinu sjálfstraust. „Það gefur okkur fullt. Við erum búnir að skora alltof lítið í sumar og staðan í töflunni er kannski ágætis vísir um það að þú þarft að skora mörk til að vinna fótboltaleiki og við erum ekki búnir að vinna nægilega marga. En þetta gefur okkur sjálfstraust og trú á að það sé hægt að skora fleira en eitt mark í leik. Fjögur mörk á móti mjög góðu Blikaliði gefur okkur trú á að við getum skorað meira af mörkum,“ Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Ég er bara ofboðslega ánægður með að vinna. Það er erfitt að koma hérna í Kópavoginn en okkur líður vel hér og við vinnum oft hérna og búnir að gera það undanfarin ár,“ „Ég verð samt að segja að við vorum nokkuð heppnir að fá bara þessi þrjú mörk á okkur. Blikar voru mjög góðir og sköpuðu mikið. Lengi vel leit nú ekki út fyrir að við ættum að vera yfir. Við nýttum bara okkar sénsa og færi vel og skoruðum loksins einhver mörk,“ segir Rúnar en KR hafði aðeins skorað 17 mörk í 17 leikjum fyrir leik dagsins. „Við vörðumst ágætlega en ekki mikið meira en það,“ segir Rúnar um vörn sinna manna. „Þetta var skrýtinn leikur. Það var ekkert brjálæðislegur kraftur í þeim, það var mikið dúllerí með boltann – sérstaklega hjá Blikum – en við vorum á móti fljótir að missa hann. Aðstæðurnar eru kannski bara þannig, það er verslunarmannahelgi og Blikar búnir að vera í þungu prógrammi. Það vantaði gæði í okkar spil og aðeins kraft í liðið, en Blikarnir eru mjög færir með boltann og þú þarft að leggja mikla vinnu í að stöðva það að þeir búi til sénsa og við reyndum að pressa á þá. En þegar það klikkar eru löng hlaup til baka. Þannig að menn voru orðnir þreyttir en sem betur fer nýttum við færin okkar vel og skoruðum úr skyndisóknum,“ segir Rúnar sem er ósáttur við að sínir menn hafi hleypt spennu í leikinn í lokin og misst 4-1 stöðu niður í 4-3. „Mér fannst Blikar vera hættir í tíu mínútur þegar annað markið kemur og þess vegna er ég fúll að við höfum hleypt þeim inn í leikinn aftur.“ KR hafði aðeins skorað 17 mörk í jafnmörgum leikjum fyrir daginn en fjögur mörk í dag gefi liðinu sjálfstraust. „Það gefur okkur fullt. Við erum búnir að skora alltof lítið í sumar og staðan í töflunni er kannski ágætis vísir um það að þú þarft að skora mörk til að vinna fótboltaleiki og við erum ekki búnir að vinna nægilega marga. En þetta gefur okkur sjálfstraust og trú á að það sé hægt að skora fleira en eitt mark í leik. Fjögur mörk á móti mjög góðu Blikaliði gefur okkur trú á að við getum skorað meira af mörkum,“
Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira