Tilkynnt var um innbrot í heimahúsi og tilraun til innbrots í fjölbýlishúsi. Að auki voru fjórir handteknir í tengslum við þjófnaðarmál sem er í rannsókn hjá lögreglu.
Þá var aðili í annarlegu ástandi handtekinn fyrir utan slysadeild eftir að hafa ógnað starfsfólki með skærum. Hann var vistaður í fangaklefa. Lögregla var að auki kölluð á slysadeild vegna sjúklings sem gekk berserksgang. Ástandið róaðist fljótt.