Erlent

Kramdist undir osti í tonna­vís og lést

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hjólin vógu um fjörutíu kíló hvert og féllu til jarðar út allt að tíu metra hæð.
Hjólin vógu um fjörutíu kíló hvert og féllu til jarðar út allt að tíu metra hæð. EPA

Ítalskur maður lét lífið á sunnudag eftir að hafa lent undir fjalli af fjörutíu kílóa þungum hjólum af grana padano osti þegar hilla í vöruhúsi í bænum Romano di Lombardia gaf eftir.

Ítalinn Giacomo Chiapparini lét lífið þegar ostahjólin féllu á hann í þúsundatali. Keðjuverkandi áhrif urðu til þess að hjólin féllu til jarðar hvert á fætur öðru, segir í frétt BBC.

Samkvæmt slökkviliðsmanni í Lombardy-héraði tók björgunaraðila tólf klukkustundir að finna lík mannsins undir ostinum. Íbúi sagði hljóðið sem kom þegar ostarnir hrundu til jarðar hafa minnt á þrumur. Þá hafi sum hjólin fallið úr allt að tíu metra hæð.

Áætlað er að fjárhagslega tjónið sem fylgdi slysinu nemi rúmum milljarði króna en um 25 þúsund hjól af grana padano osti, sem svipar til parmesan osts, voru að finna í vöruhúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×