„Man ekki hvort helvítis fylgdi með eða ekki“ Hjörvar Ólafsson skrifar 8. ágúst 2023 21:53 Arnari Gunnlaugssyni var vísað af varamannabekknum í Kaplakrika í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Bergmann Gunnlaugsson missti stjórn á skapi sínu í eitt augnablik þegar lið hans, Víkingur, vann 3-1 sigur gegn FH í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í kvöld. Arnar Bergmann þurfti þar af leiðandi að horfa á lærisveina sína úr stúkunni frá því um miðbik fyrri hálfleiks. „Ég missti mig aðeins í örskamma stund þegar ég taldi hafa verið brotið á Niko inni í teig. Ég sagði annað hvort þið eruð meiri jólasveinarnir eða helvítis jólasveinarnir. Ég bara man ekki hvort helvítis fylgdi með en það getur vel verið. Eftir að hafa séð þetta aftur þá sé ég að ég hafði rangt fyrir en ég var viss í minni sök í mómentinu,“ sagði Arnar Bergmann um ástæðu þess að hann fékk að líta rauða spjaldið. „Það var hins vegar bara fínt að sjá leikinn frá öðru sjónarhorni þó að það hafi vissulega verið erfitt að horfa á hann úr fjarlægð og geta ekki stýrt liðinu af hliðarlínunni. Við náðum að landa sigri í erfiðum leik sem er það mikilvægasta. Úrslit leiksins gefa ekki endilega rétta mynd af leiknum þar sem þetta var stál í stál frá upphafi til enda,“ sagði þjálfarinn enn fremur. „Við vorum í smá vandræðum með að finna glufur á vörn þeirra framan af leik en við breyttum svo aðeins áherslum í uppspilinu og þá gekk okkur betur að skapa færi. Það var gaman að sjá Birni Snæ halda áfram að spila vel og skila mörkum eins og hann hefur verið að gera í sumar. FH hefur náð að skapa vígi hér í Krikanum á þessari leiktíð og það er sterkt að fara með stigin þrjú héðan,“ sagði hann. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
„Ég missti mig aðeins í örskamma stund þegar ég taldi hafa verið brotið á Niko inni í teig. Ég sagði annað hvort þið eruð meiri jólasveinarnir eða helvítis jólasveinarnir. Ég bara man ekki hvort helvítis fylgdi með en það getur vel verið. Eftir að hafa séð þetta aftur þá sé ég að ég hafði rangt fyrir en ég var viss í minni sök í mómentinu,“ sagði Arnar Bergmann um ástæðu þess að hann fékk að líta rauða spjaldið. „Það var hins vegar bara fínt að sjá leikinn frá öðru sjónarhorni þó að það hafi vissulega verið erfitt að horfa á hann úr fjarlægð og geta ekki stýrt liðinu af hliðarlínunni. Við náðum að landa sigri í erfiðum leik sem er það mikilvægasta. Úrslit leiksins gefa ekki endilega rétta mynd af leiknum þar sem þetta var stál í stál frá upphafi til enda,“ sagði þjálfarinn enn fremur. „Við vorum í smá vandræðum með að finna glufur á vörn þeirra framan af leik en við breyttum svo aðeins áherslum í uppspilinu og þá gekk okkur betur að skapa færi. Það var gaman að sjá Birni Snæ halda áfram að spila vel og skila mörkum eins og hann hefur verið að gera í sumar. FH hefur náð að skapa vígi hér í Krikanum á þessari leiktíð og það er sterkt að fara með stigin þrjú héðan,“ sagði hann.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira