Börn send í gin úlfsins Helgi Guðnason skrifar 9. ágúst 2023 08:01 Talið er að frá árinu 2016 hafi ríkisstjórn Nicolas Maduro staðið fyrir hátt í 20.000 aftökum án dóms og laga. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að því árið 2022 að ríkisstjórn Maduro væri sek um glæpi gegn mannkyni, vegna mannshvarfa, pyntinga, bælingu á málfrelsi og spillingar. Í mars á þessu ári héldu Evrópusambandið og Kanada ráðstefnu um ástandið í Venesúela og þær 7 milljónir flóttamanna þaðan sem eru dreifð um heiminn. Þar kom fram að 90% íbúa landsins búa við fátækt og að jafnmargir hafa ekki aðgang að vatni, 70% barna fá ekki menntun og morðtíðni er ein sú hæsta í heimi vegna óaldar sem þar ríkir. Vegna vöruskorts og óðaverðbólgu duga meðal mánaðarlaun (85 evrur) engan vegin fyrir grunnmatvælum, en mánaðarlegur kostnaður við grunnfæði er metin á 460 evrur. Stór hluti landsmanna hefur enga atvinnu og fá því ekki einu sinni lágmarkslaun sem eru 26 evrur á mánuði. Nú í ágúst voru 6 leiðtogar verkalýðsfélaga dæmdir í fangelsi í Venesúela fyrir hryðjuverk og samsæri, en þeir höfðu gagnrýnt ríkisstjórnina. Maduro og félagar halda áfram skoðanakúgun og misbeitingu valds síns. Í mars á þessu ári kom út skýrsla á vegum flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, þar var fjallað um áskoranirnar sem stafa af þessum gríðarlega straumi flóttamanna. Í skýrslunni kemur fram mikilvægi þess að flóttamönnum séu tryggð mannúðleg kjör, sanngjörn málsmeðferð og öryggi þeirra sé tryggt. Ekkert í skýrslunni gefur til kynna að ástandið í landinu hafi lagast eða að flóttamenn geti brátt snúið heim. Í skýrslunni kemur fram að hópur þeirra sem snúi aftur fari vaxandi, það stafi af útlendingahatri sem þau hafi mætt, bágum kjörum eða álíka. Einnig kemur fram að þeirra bíði erfið kjör í heimalandinu og jafnvel afleiðingar vegna þess að hafa flúið. Í sama mánuði gaf útlendingastofnun á Íslandi út yfirlýsingu vegna nýs mats á ástandinu í Venesúela. Mat stofnunarinnar væri að ástandið hefði batnað svo mikið að ekki væri lengur sjálfgefið að flóttamenn þaðan fengju hæli. Breytingin sem boðuð var átti að felast í því að hver umsókn væri metin á sjálfstæðum grunni. Frá janúar og út júní á þessu ári fengu 389 umsóknir Venesúelamanna um hæli afgreiðslu, 93% fengu neitun. Alveg eins og það væri bara engin neyð í landinu. Í þessum hópi eru börn. Í þessum hópi eru fjölskyldur sem könnuðu stefnu yfirvalda á Íslandi áður en þau lögðu allt undir. Staðan var sú að allir í þeirra stöðu fengu hæli. Í dag eru þeim boðið að þiggja á bilinu 1.200 til 3.200 evrur fyrir að snúa aftur sjálfviljug, til lands sem er í rúst, þar sem ríkir óöld, skortur og mannréttindi þverbrotin. Stofnanir Evrópusambandsins, Sameinuðu Þjóðanna, Bandaríkjanna og Kanada virðast ekki hafa sömu upplýsingar og útlendingastofnun á Íslandi. Trúir einhver því að 93% þeirra sem leggja allt undir til þess að flýja land, geri það að ástæðulausu? Er eitthvað réttlæti í því, að fólk sem kom hingað, þegar stefna stjórnvalda var að samþykkja allar umsóknir, fái núna neitun þegar þau hafa selt allt sitt til að fjármagna flótta hingað? Ekkert land getur tekið við ótakmörkuðum fjölda flóttamanna. Það er eðlilegt að setja þurfi mörk og ekki sé hægt að taka við öllum. En það er óréttlæti að kúvenda viðmiðum og stefnu svo fólk sem kom til landsins á öðrum forsendum, sem er í ferli að bíða, fái neitun vegna breyttra leikreglna. Það leggur enginn allt í sölurnar og flýr með fjölskyldu sína út í óvissuna nema eitthvað mikið knýji á. Flest okkar myndum reyna að kanna aðstæður eins vel og við gætum áður en við leggðum upp. Það á við um flest þeirra sem hingað hafa komið frá Venesúela. Það er ekkert réttlæti að breyta reglum þegar fólk er komið í ferli. Fyrir utan að það er enginn sannleikur í því að Venesúela sé öruggt land eða ástandið orðið mun betra. Maduro er enn harðstjóri, stjórnvöld beita enn ofbeldi og vopnaðir glæpahópar sem stunda fjárkúganir og rán vaða enn uppi í skjóli stjórnvalda. Eru Íslendingar í alvöru sáttir við að íslensk stjórnvöld ætli að senda barnafjölskyldur í þessar aðstæður? Ætlum við bara að þvo hendur okkar og segja að þetta komi okkur ekki við? Ég hvet alla að láta málið sig varða og að láta heyra í sér. Ég skora á útlendingastofnun að breyta um stefnu og á kærunefnd útlendingamála að beita öðrum viðmiðum en ÚTL virðist gera. Höfundur er prestur og hefur starfað meðal innflytjenda síðan 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Venesúela Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Talið er að frá árinu 2016 hafi ríkisstjórn Nicolas Maduro staðið fyrir hátt í 20.000 aftökum án dóms og laga. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að því árið 2022 að ríkisstjórn Maduro væri sek um glæpi gegn mannkyni, vegna mannshvarfa, pyntinga, bælingu á málfrelsi og spillingar. Í mars á þessu ári héldu Evrópusambandið og Kanada ráðstefnu um ástandið í Venesúela og þær 7 milljónir flóttamanna þaðan sem eru dreifð um heiminn. Þar kom fram að 90% íbúa landsins búa við fátækt og að jafnmargir hafa ekki aðgang að vatni, 70% barna fá ekki menntun og morðtíðni er ein sú hæsta í heimi vegna óaldar sem þar ríkir. Vegna vöruskorts og óðaverðbólgu duga meðal mánaðarlaun (85 evrur) engan vegin fyrir grunnmatvælum, en mánaðarlegur kostnaður við grunnfæði er metin á 460 evrur. Stór hluti landsmanna hefur enga atvinnu og fá því ekki einu sinni lágmarkslaun sem eru 26 evrur á mánuði. Nú í ágúst voru 6 leiðtogar verkalýðsfélaga dæmdir í fangelsi í Venesúela fyrir hryðjuverk og samsæri, en þeir höfðu gagnrýnt ríkisstjórnina. Maduro og félagar halda áfram skoðanakúgun og misbeitingu valds síns. Í mars á þessu ári kom út skýrsla á vegum flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, þar var fjallað um áskoranirnar sem stafa af þessum gríðarlega straumi flóttamanna. Í skýrslunni kemur fram mikilvægi þess að flóttamönnum séu tryggð mannúðleg kjör, sanngjörn málsmeðferð og öryggi þeirra sé tryggt. Ekkert í skýrslunni gefur til kynna að ástandið í landinu hafi lagast eða að flóttamenn geti brátt snúið heim. Í skýrslunni kemur fram að hópur þeirra sem snúi aftur fari vaxandi, það stafi af útlendingahatri sem þau hafi mætt, bágum kjörum eða álíka. Einnig kemur fram að þeirra bíði erfið kjör í heimalandinu og jafnvel afleiðingar vegna þess að hafa flúið. Í sama mánuði gaf útlendingastofnun á Íslandi út yfirlýsingu vegna nýs mats á ástandinu í Venesúela. Mat stofnunarinnar væri að ástandið hefði batnað svo mikið að ekki væri lengur sjálfgefið að flóttamenn þaðan fengju hæli. Breytingin sem boðuð var átti að felast í því að hver umsókn væri metin á sjálfstæðum grunni. Frá janúar og út júní á þessu ári fengu 389 umsóknir Venesúelamanna um hæli afgreiðslu, 93% fengu neitun. Alveg eins og það væri bara engin neyð í landinu. Í þessum hópi eru börn. Í þessum hópi eru fjölskyldur sem könnuðu stefnu yfirvalda á Íslandi áður en þau lögðu allt undir. Staðan var sú að allir í þeirra stöðu fengu hæli. Í dag eru þeim boðið að þiggja á bilinu 1.200 til 3.200 evrur fyrir að snúa aftur sjálfviljug, til lands sem er í rúst, þar sem ríkir óöld, skortur og mannréttindi þverbrotin. Stofnanir Evrópusambandsins, Sameinuðu Þjóðanna, Bandaríkjanna og Kanada virðast ekki hafa sömu upplýsingar og útlendingastofnun á Íslandi. Trúir einhver því að 93% þeirra sem leggja allt undir til þess að flýja land, geri það að ástæðulausu? Er eitthvað réttlæti í því, að fólk sem kom hingað, þegar stefna stjórnvalda var að samþykkja allar umsóknir, fái núna neitun þegar þau hafa selt allt sitt til að fjármagna flótta hingað? Ekkert land getur tekið við ótakmörkuðum fjölda flóttamanna. Það er eðlilegt að setja þurfi mörk og ekki sé hægt að taka við öllum. En það er óréttlæti að kúvenda viðmiðum og stefnu svo fólk sem kom til landsins á öðrum forsendum, sem er í ferli að bíða, fái neitun vegna breyttra leikreglna. Það leggur enginn allt í sölurnar og flýr með fjölskyldu sína út í óvissuna nema eitthvað mikið knýji á. Flest okkar myndum reyna að kanna aðstæður eins vel og við gætum áður en við leggðum upp. Það á við um flest þeirra sem hingað hafa komið frá Venesúela. Það er ekkert réttlæti að breyta reglum þegar fólk er komið í ferli. Fyrir utan að það er enginn sannleikur í því að Venesúela sé öruggt land eða ástandið orðið mun betra. Maduro er enn harðstjóri, stjórnvöld beita enn ofbeldi og vopnaðir glæpahópar sem stunda fjárkúganir og rán vaða enn uppi í skjóli stjórnvalda. Eru Íslendingar í alvöru sáttir við að íslensk stjórnvöld ætli að senda barnafjölskyldur í þessar aðstæður? Ætlum við bara að þvo hendur okkar og segja að þetta komi okkur ekki við? Ég hvet alla að láta málið sig varða og að láta heyra í sér. Ég skora á útlendingastofnun að breyta um stefnu og á kærunefnd útlendingamála að beita öðrum viðmiðum en ÚTL virðist gera. Höfundur er prestur og hefur starfað meðal innflytjenda síðan 2008.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun