Eini réttarmeinafræðingur landsins fræðir rithöfunda um dauðann Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2023 08:00 Pétur hefur oft verið spurður að því, á námskeiðunum og utan þeirra, hvernig það sé að vera í starfi sem gangi út á óhugnanlega hluti, dauðann og lík. Vísir/Vilhelm Hvernig lítur líkami út sem hefur verið geymdur ofan í ferðatösku í þrjú ár? Vaxa neglur eftir dauðann? Hvað tekur langan tíma fyrir lík að verða að beinagrind? Allt eru þetta spurningar sem Pétur Guðmann Guðmannsson hefur fengið. Og hann kippir sér lítið upp við það. Pétur er eini réttarmeinafræðingurinn í fullu starfi á Íslandi en hann hóf störf á Landspítalanum árið 2019. Undanfarin þrjú ár hefur hann staðið fyrir námskeiðum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar hann fræðir áhugasama um hvað gerist raunverulega í dauðaferlinu og í krufningarsalnum. „Það er svo mikill skuggi yfir þessum starfsvettvangi, og kannski er það þess vegna sem að glæpasögur – og þættir hafa náð svona miklum vinsældum. Þetta er heimur sem svo fáir þekkja,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Á námskeiðunum skýrir Pétur meðal annars frá helstu viðfangsefnum réttarlæknisfræðinnar og hlutverki réttarlækna í rannsókn dauðsfalla, þar á meðal manndrápa. Þá fjallar hann um dauðann frá sjónarhóli læknisfræðinnar, hvernig lík eru rannsökuð og hvernig þau koma fyrir. Hann fer líka yfir grunnhugtök í áverkafræði; hvernig áverkar verða til, eru greindir og meðhöndlaðir, og kemur jafnframt inn á dauðaferlið, það sem á sér stað í líkamanum við andlát. Þá segir hann einnig frá öðrum hlutum starfsins, þeim hluta sem á sér ekki stað í krufningaherberginu, heldur á sjálfum vettvangi glæpsins. Aðstæður sem fólk kannast við úr bandarískum sakamálaþáttum eins og CSI og Law and Order. Allskonar spurningar sem koma upp Stór hluti þeirra sem sótt hafa námskeiðin hjá Pétri undanfarin misseri eru rithöfundar og handritshöfundar. Pétur segir rithöfundana sem sótt hafa námskeiðin oft vera með nokkuð sérstæðar spurningar. „Viðkomandi er þá kannski búin að setja upp einhverja senu, einhverskonar tilteknar aðstæður og er þá tilbúnn með einhverja mjög sértæka spurningu sem tengist því, til dæmis hversu langan tíma það taki mann að deyja sem er hangandi á öðrum fæti í ljósastaur. Eða hversu langan tíma það taki fyrir lík að rotna. Eða hversu mikið þurfi af eitri til bana einhverjum og hversu langan tíma það muni taka. Það eru allskonar spurningar sem koma upp,“ segir Pétur og bætir við að auðvitað hafi komið upp spurningar sem hann hafi ekki getað svarað. Hann hefur til dæmis oftar en einu sinni fengið þá spurningu hvernig best sé að komast upp með morð. Spurning sem hann kýs að svara ekki, af siðferðislegum ástæðum. Pétur segist hafa tekið eftir því í gegnum tíðina að glæpasagnahöfundar eigi það til að einblína mjög mikið á raunsæi í ritverkum sínum. Á námskeiðunum skýrir Pétur meðal annars frá helstu viðfangsefnum réttarlæknisfræðinnar og hlutverki réttarlækna í rannsókn dauðsfalla, þar á meðal manndrápa.Vísir/Vilhelm „Ég lít svolítið á þetta þannig að ég sé að gefa rithöfundunum hráefni á þessum námskeiðum, sem þeir geta síðan notað og unnið úr að vild. Maður hefur svona tekið eftir því að rithöfundanir eru að stressa sig mikið á því að halda sig í þessum realisma og hafa öll smáatriði alveg hundrað prósent rétt. Þeir vilja þá vita hvernig allt er alveg nákvæmlega, og apa það svo eftir. En af hverju vilja rithöfundar endilega skrifa alveg nákvæmlega eins og þeir eru í raunveruleikanum? Mér finnst þetta svolítið heillandi vandamál. Þegar þú ert að skrifa um eitthvað efni sem þú hefur kynnt þér og lesið þér til um þá er held ég í fínu lagi að þú leyfir aðeins að fikta til í því og gefir þér smá svigrúm. Rithöfundar eiga að hafa leyfi til þess að vera skapandi og skálda upp hluti sem eru furðulegir. Pétur nefnir sem dæmi sjónvarpþættina X Files, sem nutu gífurlega vinsælda á tíunda áratugnum og lifa góðu lífi enn í dag. „Þar er Scully alltaf að kryfja lík og skoða dauðsföll og kemur fram með allskonar fræðilegar útleggingar og útskýringar sem hljóma rosalega vel og eru sniðugar en eru samt algjört rugl. Einhvern veginn gengur þetta samt allt upp, þetta er sniðugur skáldskapur.“ Áttu þá við að höfundar þurfi ekki endilega að koma með hundrað prósent nákvæma eftirlíkingu af raunveruleikanum? „Já ég held að stundum séu skálduð vísindi miklu áhugaverðari og meira spennandi en þessi raunverulegu.“ Líkt og Pétur bendir á þá er réttarmeinafræðin myndrænt fag.Vísir/Vilhelm Anatómían er heillandi Pétur er stundum spurður hvernig það sé fyrir hann sjálfan að horfa á glæpaþætti- og kvikmyndir, þar sem oft er farið ansi frjálslega með ýmis læknisfræðileg hugtök og kenningar. Hvernig það sé að horfa á slíkt með augum réttarlæknisins. „Ég held nú að þegar öllu er á botninn hvolft, þá er þetta eins hjá öllum, maður er sækjast eftir dramanu fyrst og fremst, og mannlega þættinum og sniðugum og vel útfærðum söguþræði. Þó svo að það sé kannski komið inn á einhverjar réttarlæknisfræðilegar staðreyndir sem eru ekki alveg réttar þá er það líka bara gaman.“ Líkt og Pétur bendir á þá er réttarmeinafræðin myndrænt fag. „Þetta er formfræði í grunninn. Þegar ég var í læknisfræðinni þá fannst mér anatómían alltaf svo skemmtileg, og anatómían er auðvitað formfræði og ekkert annað. Þetta gengur svo mikið út á að skoða allt þetta myndræna, form og lögun, og fara síðan þaðan yfir í túlkun og ákvarðanir. En við vinnum svo vissulega líka með til dæmis áferð og lykt og þess háttar.“ En hvað er það sem heillar þig við fagið? „Það heillar mig að vinna með staðreyndirnar í höndunum. Í hverju tilfelli höfum við einn ákveðinn atburð sem við einblínum á, og svo erum við með öll þessi púsl sem við þurfum að raða upp til að fá heildarmyndina. Þú ert kannski með lík fyrir framan þig, sem er með yfirþanin lungu og sár sem er þrjátíu sentimetra langt og tveggja metra djúpt. Hvernig ætlaru að púsla þessu saman og fá út einhvern atburð? Sum er hægt að útskýra, annað ekki. Frásögn eins og sér, til dæmis bara að einhver eigi að hafa verið sleginn, það hefur enga þýðingu fyrir okkur. Það sem við getum ekki séð, það getum við ekki nýtt okkur.“ Líkt og Pétur bendir á þá eru réttarmeinafræðingar í raun málsvarar hinna látnu.Vísir/Vilhelm Pétur hefur oft verið spurður að því, á námskeiðunum og utan þeirra, hvernig það sé að vera í starfi sem gangi út á óhugnanlega hluti, dauðann og lík. „Staðreyndin er sú að þó að sé mikil sorg sem fylgir þessum atburðum, þá er sorgin ekki inni í þessu frá okkar vinkli. Við einblínum ekki á mannlega þáttinn, tilfinningalega þáttinn, heldur einungis þetta fýsíska. Fókusinn er á ögrunina í verkefninu, praktísku hlutina, rétt eins og í hverri annarri vinnu. Og það skyggir á allt dramað.“ Líkt og Pétur bendir á þá eru réttarmeinafræðingar í raun málsvarar hinna látnu. „Og við erum líka, mjög meðvitað, að þjóna þeim sem eru ásakaðir um glæp. Hinir látnu eiga heldur ekki að njóta vafans. Þetta snýst allt um faglegt hlutleysi. Og leitina að sannleikanum. En það má segja að við séum í forsvari fyrir þann látna, við erum hans seinasta rödd og hans seinasta von þegar kemur að því að ná fram réttmæti.“ Skóla - og menntamál Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Pétur er eini réttarmeinafræðingurinn í fullu starfi á Íslandi en hann hóf störf á Landspítalanum árið 2019. Undanfarin þrjú ár hefur hann staðið fyrir námskeiðum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar hann fræðir áhugasama um hvað gerist raunverulega í dauðaferlinu og í krufningarsalnum. „Það er svo mikill skuggi yfir þessum starfsvettvangi, og kannski er það þess vegna sem að glæpasögur – og þættir hafa náð svona miklum vinsældum. Þetta er heimur sem svo fáir þekkja,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Á námskeiðunum skýrir Pétur meðal annars frá helstu viðfangsefnum réttarlæknisfræðinnar og hlutverki réttarlækna í rannsókn dauðsfalla, þar á meðal manndrápa. Þá fjallar hann um dauðann frá sjónarhóli læknisfræðinnar, hvernig lík eru rannsökuð og hvernig þau koma fyrir. Hann fer líka yfir grunnhugtök í áverkafræði; hvernig áverkar verða til, eru greindir og meðhöndlaðir, og kemur jafnframt inn á dauðaferlið, það sem á sér stað í líkamanum við andlát. Þá segir hann einnig frá öðrum hlutum starfsins, þeim hluta sem á sér ekki stað í krufningaherberginu, heldur á sjálfum vettvangi glæpsins. Aðstæður sem fólk kannast við úr bandarískum sakamálaþáttum eins og CSI og Law and Order. Allskonar spurningar sem koma upp Stór hluti þeirra sem sótt hafa námskeiðin hjá Pétri undanfarin misseri eru rithöfundar og handritshöfundar. Pétur segir rithöfundana sem sótt hafa námskeiðin oft vera með nokkuð sérstæðar spurningar. „Viðkomandi er þá kannski búin að setja upp einhverja senu, einhverskonar tilteknar aðstæður og er þá tilbúnn með einhverja mjög sértæka spurningu sem tengist því, til dæmis hversu langan tíma það taki mann að deyja sem er hangandi á öðrum fæti í ljósastaur. Eða hversu langan tíma það taki fyrir lík að rotna. Eða hversu mikið þurfi af eitri til bana einhverjum og hversu langan tíma það muni taka. Það eru allskonar spurningar sem koma upp,“ segir Pétur og bætir við að auðvitað hafi komið upp spurningar sem hann hafi ekki getað svarað. Hann hefur til dæmis oftar en einu sinni fengið þá spurningu hvernig best sé að komast upp með morð. Spurning sem hann kýs að svara ekki, af siðferðislegum ástæðum. Pétur segist hafa tekið eftir því í gegnum tíðina að glæpasagnahöfundar eigi það til að einblína mjög mikið á raunsæi í ritverkum sínum. Á námskeiðunum skýrir Pétur meðal annars frá helstu viðfangsefnum réttarlæknisfræðinnar og hlutverki réttarlækna í rannsókn dauðsfalla, þar á meðal manndrápa.Vísir/Vilhelm „Ég lít svolítið á þetta þannig að ég sé að gefa rithöfundunum hráefni á þessum námskeiðum, sem þeir geta síðan notað og unnið úr að vild. Maður hefur svona tekið eftir því að rithöfundanir eru að stressa sig mikið á því að halda sig í þessum realisma og hafa öll smáatriði alveg hundrað prósent rétt. Þeir vilja þá vita hvernig allt er alveg nákvæmlega, og apa það svo eftir. En af hverju vilja rithöfundar endilega skrifa alveg nákvæmlega eins og þeir eru í raunveruleikanum? Mér finnst þetta svolítið heillandi vandamál. Þegar þú ert að skrifa um eitthvað efni sem þú hefur kynnt þér og lesið þér til um þá er held ég í fínu lagi að þú leyfir aðeins að fikta til í því og gefir þér smá svigrúm. Rithöfundar eiga að hafa leyfi til þess að vera skapandi og skálda upp hluti sem eru furðulegir. Pétur nefnir sem dæmi sjónvarpþættina X Files, sem nutu gífurlega vinsælda á tíunda áratugnum og lifa góðu lífi enn í dag. „Þar er Scully alltaf að kryfja lík og skoða dauðsföll og kemur fram með allskonar fræðilegar útleggingar og útskýringar sem hljóma rosalega vel og eru sniðugar en eru samt algjört rugl. Einhvern veginn gengur þetta samt allt upp, þetta er sniðugur skáldskapur.“ Áttu þá við að höfundar þurfi ekki endilega að koma með hundrað prósent nákvæma eftirlíkingu af raunveruleikanum? „Já ég held að stundum séu skálduð vísindi miklu áhugaverðari og meira spennandi en þessi raunverulegu.“ Líkt og Pétur bendir á þá er réttarmeinafræðin myndrænt fag.Vísir/Vilhelm Anatómían er heillandi Pétur er stundum spurður hvernig það sé fyrir hann sjálfan að horfa á glæpaþætti- og kvikmyndir, þar sem oft er farið ansi frjálslega með ýmis læknisfræðileg hugtök og kenningar. Hvernig það sé að horfa á slíkt með augum réttarlæknisins. „Ég held nú að þegar öllu er á botninn hvolft, þá er þetta eins hjá öllum, maður er sækjast eftir dramanu fyrst og fremst, og mannlega þættinum og sniðugum og vel útfærðum söguþræði. Þó svo að það sé kannski komið inn á einhverjar réttarlæknisfræðilegar staðreyndir sem eru ekki alveg réttar þá er það líka bara gaman.“ Líkt og Pétur bendir á þá er réttarmeinafræðin myndrænt fag. „Þetta er formfræði í grunninn. Þegar ég var í læknisfræðinni þá fannst mér anatómían alltaf svo skemmtileg, og anatómían er auðvitað formfræði og ekkert annað. Þetta gengur svo mikið út á að skoða allt þetta myndræna, form og lögun, og fara síðan þaðan yfir í túlkun og ákvarðanir. En við vinnum svo vissulega líka með til dæmis áferð og lykt og þess háttar.“ En hvað er það sem heillar þig við fagið? „Það heillar mig að vinna með staðreyndirnar í höndunum. Í hverju tilfelli höfum við einn ákveðinn atburð sem við einblínum á, og svo erum við með öll þessi púsl sem við þurfum að raða upp til að fá heildarmyndina. Þú ert kannski með lík fyrir framan þig, sem er með yfirþanin lungu og sár sem er þrjátíu sentimetra langt og tveggja metra djúpt. Hvernig ætlaru að púsla þessu saman og fá út einhvern atburð? Sum er hægt að útskýra, annað ekki. Frásögn eins og sér, til dæmis bara að einhver eigi að hafa verið sleginn, það hefur enga þýðingu fyrir okkur. Það sem við getum ekki séð, það getum við ekki nýtt okkur.“ Líkt og Pétur bendir á þá eru réttarmeinafræðingar í raun málsvarar hinna látnu.Vísir/Vilhelm Pétur hefur oft verið spurður að því, á námskeiðunum og utan þeirra, hvernig það sé að vera í starfi sem gangi út á óhugnanlega hluti, dauðann og lík. „Staðreyndin er sú að þó að sé mikil sorg sem fylgir þessum atburðum, þá er sorgin ekki inni í þessu frá okkar vinkli. Við einblínum ekki á mannlega þáttinn, tilfinningalega þáttinn, heldur einungis þetta fýsíska. Fókusinn er á ögrunina í verkefninu, praktísku hlutina, rétt eins og í hverri annarri vinnu. Og það skyggir á allt dramað.“ Líkt og Pétur bendir á þá eru réttarmeinafræðingar í raun málsvarar hinna látnu. „Og við erum líka, mjög meðvitað, að þjóna þeim sem eru ásakaðir um glæp. Hinir látnu eiga heldur ekki að njóta vafans. Þetta snýst allt um faglegt hlutleysi. Og leitina að sannleikanum. En það má segja að við séum í forsvari fyrir þann látna, við erum hans seinasta rödd og hans seinasta von þegar kemur að því að ná fram réttmæti.“
Skóla - og menntamál Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira