Þyngri sekt eftir ummæli Davíðs um dómara Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 14:31 Davíð Smári Lamude og Daníel Badu aðstoðarmaður hans þjálfa Vestra. vestri.is Vestramenn hafa verið sektaðir af KSÍ í þriðja sinn á þessu ári, og í annað sinn vegna ummæla sem tengjast dómgæslu, eftir að aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir ummæli þjálfarans Davíðs Smára Lamude. Nefndin sektaði knattspyrnudeild Vestra um 100.000 krónur vegna ummæla Davíðs í viðtali við Fótbolta.net eftir, 1-1 jafntefli við ÍA í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í júlí. Á meðal þeirra ummæla sem úrskurðurinn byggði á var þegar Davíð gaf í skyn að dómarar leiksins hefðu verið í liði með ÍA, þegar hann sagði: „Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það.“ Sektin er þyngri en ella vegna þess að knattspyrnudeild Vestra hafði fyrr á leiktíðinni einnig verið sektuð vegna ummæla um dómara. Það var í maí þegar Vestramenn þurftu að greiða 75.000 krónur vegna ummæla formanns meistaraflokks karla hjá félaginu, Samúels Samúelssonar, sem birti mynd af dómara úr leik Þórs og Vestra og skrifaði á Twitter: „Gott að eiga góða að“. Þau ummæli, líkt og ummæli Davíðs, þóttu skaða ímynd knattspyrnunnar. Til viðbótar við þessar 175.000 krónur sem Vestramenn hafa þurft að greiða bætist svo 60.000 króna sekt sem félagið fékk í febrúar fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í leik við ÍA í Lengjubikarnum. „Fleiri í gula liðinu í dag“ Hér að neðan má sjá í heild sinni þau ummæli Davíðs Smára sem framkvæmdastjóri KSÍ vísaði til aga- og úrskurðarnefndar: „Ég held að allir sem horfðu á þennan leik sjá það að viðbrögð mín eru náttúrulega alls ekki góð. Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það. Ég er bara gríðarlega vonsvikinn það er bara eitt lið á vellinum eitt lið sem spilaði fótbolta í dag eitt lið sem sparkaði boltanum upp í vindinn og vonaði það besta og mér fannst við vera með alla stjórn á þessum leik frá fyrstu mínútu til 90 mínútu. Þetta er bara pjúra brot, það sjá það allir að þetta er brot þú sérð það á spjöldunum sem voru hérna í dag að hann dæmdi bara í eina átt hvað sem veldur ég veit það ekki. Eina ógnin sem Skagamenn gáfu okkur þeir var að reyna fiska okkur út af með rautt spjald það var eina sem þeir gerðu hér í dag. Við gátum alveg klárað þennan leik hérna miklu fyrr og þurftum ekki að leyfa þessu að fara í þessa vitleysu sem þetta fór í að setja þetta í hendurnar í dómaranum, dómara leiksins það var það sem kostaði okkur í dag. Hefðum getað klárað þennan leik miklu miklu fyrr.“ Lengjudeild karla Vestri Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Nefndin sektaði knattspyrnudeild Vestra um 100.000 krónur vegna ummæla Davíðs í viðtali við Fótbolta.net eftir, 1-1 jafntefli við ÍA í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í júlí. Á meðal þeirra ummæla sem úrskurðurinn byggði á var þegar Davíð gaf í skyn að dómarar leiksins hefðu verið í liði með ÍA, þegar hann sagði: „Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það.“ Sektin er þyngri en ella vegna þess að knattspyrnudeild Vestra hafði fyrr á leiktíðinni einnig verið sektuð vegna ummæla um dómara. Það var í maí þegar Vestramenn þurftu að greiða 75.000 krónur vegna ummæla formanns meistaraflokks karla hjá félaginu, Samúels Samúelssonar, sem birti mynd af dómara úr leik Þórs og Vestra og skrifaði á Twitter: „Gott að eiga góða að“. Þau ummæli, líkt og ummæli Davíðs, þóttu skaða ímynd knattspyrnunnar. Til viðbótar við þessar 175.000 krónur sem Vestramenn hafa þurft að greiða bætist svo 60.000 króna sekt sem félagið fékk í febrúar fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í leik við ÍA í Lengjubikarnum. „Fleiri í gula liðinu í dag“ Hér að neðan má sjá í heild sinni þau ummæli Davíðs Smára sem framkvæmdastjóri KSÍ vísaði til aga- og úrskurðarnefndar: „Ég held að allir sem horfðu á þennan leik sjá það að viðbrögð mín eru náttúrulega alls ekki góð. Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það. Ég er bara gríðarlega vonsvikinn það er bara eitt lið á vellinum eitt lið sem spilaði fótbolta í dag eitt lið sem sparkaði boltanum upp í vindinn og vonaði það besta og mér fannst við vera með alla stjórn á þessum leik frá fyrstu mínútu til 90 mínútu. Þetta er bara pjúra brot, það sjá það allir að þetta er brot þú sérð það á spjöldunum sem voru hérna í dag að hann dæmdi bara í eina átt hvað sem veldur ég veit það ekki. Eina ógnin sem Skagamenn gáfu okkur þeir var að reyna fiska okkur út af með rautt spjald það var eina sem þeir gerðu hér í dag. Við gátum alveg klárað þennan leik hérna miklu fyrr og þurftum ekki að leyfa þessu að fara í þessa vitleysu sem þetta fór í að setja þetta í hendurnar í dómaranum, dómara leiksins það var það sem kostaði okkur í dag. Hefðum getað klárað þennan leik miklu miklu fyrr.“
Lengjudeild karla Vestri Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti