„Þetta eru tvö lið sem bera virðingu hvort fyrir öðru“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2023 22:00 Kristján á hliðarlínunni fyrr í sumar Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með frammistöðu sinna kvenna í 1-1 jafntefli þeirra gegn Val. En hann gaf dómara leiksins einnig mikið hrós fyrir sína frammistöðu „Mér fannst hann bara ferlega vel dæmdur, gríðarlega góð dómgæsla. Leikurinn var þannig að þetta eru tvö lið sem bera virðingu fyrir hvort öðru, okkur tókst bara að spila nokkuð góðan leik, halda þeim frá markinu okkar mest allan tímann og sköpuðum nokkur hálffæri í hröðum sóknum. Svona heilt yfir held ég að þetta sé alveg fínn leikur.“ Stjörnuliðið lá langt til baka á vellinum og vörðust á mörgum leikmönnum, það bar fínan árangur, Valskonum tókst illa að skapa sér færi og gáfu oft frá sér boltann en Stjörnunni tókst illa að nýta sér mistök þeirra. „Það tókst ekki, við náðum ekki að skora úr þeim færum, en við áttum svona hálffæri eins og ég segi. Komumst aðeins af stað og svona en ekki í nógu góðar stöður, en heilt yfir er þetta bara allt í lagi, ég held að við séum með fleiri hálffæri en andstæðingurinn.“ Valur er í öðru sæti deildarinnar og Stjarnan mætir næst Breiðablik, sem situr í efsta sætinu. Kristján segir að það megi gera ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar líkt og í dag. „Við þurfum bara að undirbúa okkur gríðarlega vel fyrir þann leik, það er erfitt prógramm hjá okkur núna að vera að spila við toppliðin. Það verður hörkuleikur bara alveg eins og í dag, spilum við Val sem er búið að vera á toppnum og Breiðablik sem er núna á toppnum.“ Leikplan Stjörnunnar virkaði vel, flestar marktilraunir Vals voru langskot. Mun þjálfarinn leggja upp með svipað plan í næsta leik? „Það verður svipað en ekki eins, nei ég veit það ekki. Við eigum eftir að fara yfir hvernig við gerum það, við höfum spilað svona á móti Val undanfarið en ekki á móti öðrum liðum. En kannski var þetta hugmynd hjá þér, við kannski gerum það á móti Breiðablik“ sagði Kristján að lokum. Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Stjarnan 1-1 | Allt í járnum á Origo vellinum og toppi deildarinnar Valur og Stjarnan áttust við á Hlíðarenda í kvöld en Stjörnukonur eru annað af aðeins tveimur liðum sem náð hafa að vinna Íslandsmeistara Vals í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Þeim tókst ekki að endurtaka leikinn í kvöld. 9. ágúst 2023 21:40 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Sjá meira
„Mér fannst hann bara ferlega vel dæmdur, gríðarlega góð dómgæsla. Leikurinn var þannig að þetta eru tvö lið sem bera virðingu fyrir hvort öðru, okkur tókst bara að spila nokkuð góðan leik, halda þeim frá markinu okkar mest allan tímann og sköpuðum nokkur hálffæri í hröðum sóknum. Svona heilt yfir held ég að þetta sé alveg fínn leikur.“ Stjörnuliðið lá langt til baka á vellinum og vörðust á mörgum leikmönnum, það bar fínan árangur, Valskonum tókst illa að skapa sér færi og gáfu oft frá sér boltann en Stjörnunni tókst illa að nýta sér mistök þeirra. „Það tókst ekki, við náðum ekki að skora úr þeim færum, en við áttum svona hálffæri eins og ég segi. Komumst aðeins af stað og svona en ekki í nógu góðar stöður, en heilt yfir er þetta bara allt í lagi, ég held að við séum með fleiri hálffæri en andstæðingurinn.“ Valur er í öðru sæti deildarinnar og Stjarnan mætir næst Breiðablik, sem situr í efsta sætinu. Kristján segir að það megi gera ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar líkt og í dag. „Við þurfum bara að undirbúa okkur gríðarlega vel fyrir þann leik, það er erfitt prógramm hjá okkur núna að vera að spila við toppliðin. Það verður hörkuleikur bara alveg eins og í dag, spilum við Val sem er búið að vera á toppnum og Breiðablik sem er núna á toppnum.“ Leikplan Stjörnunnar virkaði vel, flestar marktilraunir Vals voru langskot. Mun þjálfarinn leggja upp með svipað plan í næsta leik? „Það verður svipað en ekki eins, nei ég veit það ekki. Við eigum eftir að fara yfir hvernig við gerum það, við höfum spilað svona á móti Val undanfarið en ekki á móti öðrum liðum. En kannski var þetta hugmynd hjá þér, við kannski gerum það á móti Breiðablik“ sagði Kristján að lokum.
Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Stjarnan 1-1 | Allt í járnum á Origo vellinum og toppi deildarinnar Valur og Stjarnan áttust við á Hlíðarenda í kvöld en Stjörnukonur eru annað af aðeins tveimur liðum sem náð hafa að vinna Íslandsmeistara Vals í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Þeim tókst ekki að endurtaka leikinn í kvöld. 9. ágúst 2023 21:40 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Stjarnan 1-1 | Allt í járnum á Origo vellinum og toppi deildarinnar Valur og Stjarnan áttust við á Hlíðarenda í kvöld en Stjörnukonur eru annað af aðeins tveimur liðum sem náð hafa að vinna Íslandsmeistara Vals í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Þeim tókst ekki að endurtaka leikinn í kvöld. 9. ágúst 2023 21:40