Eltir gulrót Arnars og þrífur húsið fyrir mömmu Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 12:31 John Andrews tók við liði Víkings haustið 2019 og var auðvitað kamkapátur eftir að hafa stýrt því alla leið í bikarúrslitaleikinn, með sigri á FH í undanúrslitum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT John Andrews er nýklipptur og klár í slaginn fyrir morgundaginn þegar hann verður fyrsti þjálfari sögunnar til að stýra kvennaliði Víkings í bikarúrslitaleik, gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli. John er Íri sem búið hefur á Íslandi í fimmtán ár og þjálfað kvennalið Aftureldingar, Völsungs og svo Víkings frá árinu 2019. Hann er á góðri leið með að stýra Víkingum upp úr Lengjudeildinni og í Bestu deildina, og á sama tíma er liðið búið að slá út FH og Selfoss í Mjólkurbikarnum til að komast í sjálfan úrslitaleikinn. „Við erum með frábæra gulrót til að elta í því sem Arnar [Gunnlaugsson] og karlalið Víkings hafa verið að gera. Þeir hafa verið ótrúlegir þessi 4-5 ár síðan ég kom hingað. Við höfum því litið til þeirra og sagt að við viljum komast á sama stað með kvennaliðið. Við höfum nálgast lokatakmarkið um að komast í Bestu deildina og þessi úrslitaleikur er önnur varða á þeirri leið. Við lítum bara á þetta sem skref á þessari vegferð,“ sagði John. Klippa: Þjálfarinn um fyrsta úrslitaleik Víkingskvenna „Kannski mjólkurglas“ Hann var laufléttur í bragði þegar hann ræddi við fjölmiðla á Laugardalsvelli í gær og glotti aðspurður hvernig hann myndi eiginlega fagna bikarmeistaratitli, ef svo færi að „Davíð“ legði „Golíat“ að velli á morgun. „Mamma mín og bróðir eru að koma í heimsókn svo ég þarf að drífa mig að þrífa húsið því ef það er drasl þegar mamma kemur þá drepur hún mig. En við mætum svo Aftureldingu 17. ágúst svo við getum nú ekki fagnað neitt of mikið. Kannski mjólkurglas. Við sjáum til. Við gerum alla vega okkar besta til að vinna leikinn,“ sagði John. Mikilvæg skilaboð frá meistaraflokki kvenna fyrir föstudaginn! https://t.co/DpZtlweqxW pic.twitter.com/JvCWnD5crz— Víkingur (@vikingurfc) August 9, 2023 Hann fagnar því að hafa haft nóg að gera með Víkingsliðinu í Lengjudeildinni undanfarið, til að dreifa huganum frá bikarævintýrinu mikla eftir að hafa unnið þar tvö lið úr Bestu deildinni. Verið hljóðari síðustu vikur „Ég hef reynt að vera aðeins hljóðari síðustu vikur því við hefðum alveg getað misst okkur aðeins eftir sigurinn gegn FH [í undanúrslitum]. Það var mitt hlutverk að róa leikmenn og starfsmenn niður, og byggja okkur svo aftur upp fyrir föstudaginn. Við þurfum að vera upp á okkar allra besta í þessum leik, og þegar við erum upp á okkar besta getum við veitt öllum keppni, þar á meðal Breiðabliki. Vonandi verðum við tilbúin og á fullri ferð,“ sagði John. Víkingskonur fögnuðu vel og innilega með fjölmörgum stuðningsmönnum sínum eftir sigurinn á FH sem tryggði þeim sæti í bikarúrslitaleiknum í fyrsta sinn.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina í síðustu viku og unnu svo 4-0 stórsigur gegn Augnabliki á Kópavogsvelli á mánudaginn, þar sem verðandi mótherjar þeirra í bikarúrslitaleiknum fylgdust með. „Í síðasta leik fyrir úrslitaleik þá eru leikmenn alltaf stressaðir, en svo stöndum við okkur svona! Þetta veldur mér hausverk því það voru allar frábærar í þessum leik. Núna þurfum við að velja liðið en það verður í góðu lagi með okkur,“ sagði John. Sama fólkið, æfingar og matur John segir að varðandi undirbúning fyrir leikinn á morgun verði í engu brugðið út af vananum. „Ég hef farið í nokkra úrslitaleiki sem þjálfari og sem leikmaður. Stöðugleiki er besta leiðin til að takast á við þá. Sama fólkið, sömu æfingarnar, sami undirbúningur, sami matur… Þetta er bara stærri leikvangur. Þessir leikmenn eru búnir að vera svo góðir síðustu þrjú ár að þetta mun ekki gera þá órólega en við verðum að halda okkur í góðu jafnvægi. Við erum tilbúin og verðum tilbúin þegar leikurinn hefst.“ Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir John Andrews: Þakklátur KSÍ fyrir leikjaálagið Breiðablik og Víkingur mætast í sögulegum bikarúrslitaleik á föstudaginn en þetta verður í fyrsta sinn sem lið Víkings nær alla leið í úrslitaleikinn í bikarkeppni kvenna. 9. ágúst 2023 22:57 Sextán ára hetjan: „Þetta er algjör draumur“ „Þetta er svo geggjað, að við séum í Lengjudeildinni og séum að fara á Laugardalsvöll. Þetta er æðislegt,“ segir Sigdís Eva Bárðardóttir, hin 16 ára hetja Víkinga sem skoraði bæði mörk liðsins þegar það tryggði sér sæti í bikarúrslitum í fyrsta sinn. 30. júní 2023 22:11 Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur 1-2 | Sextán ára Sigdís leiddi Víkinga í sinn fyrsta úrslitaleik Víkingskonur, sem spila í næstefstu deild, héldu bikarævintýri sínu áfram í Kaplakrika í kvöld þegar þær slógu sjóðheitt lið FH-inga út í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. 30. júní 2023 21:34 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
John er Íri sem búið hefur á Íslandi í fimmtán ár og þjálfað kvennalið Aftureldingar, Völsungs og svo Víkings frá árinu 2019. Hann er á góðri leið með að stýra Víkingum upp úr Lengjudeildinni og í Bestu deildina, og á sama tíma er liðið búið að slá út FH og Selfoss í Mjólkurbikarnum til að komast í sjálfan úrslitaleikinn. „Við erum með frábæra gulrót til að elta í því sem Arnar [Gunnlaugsson] og karlalið Víkings hafa verið að gera. Þeir hafa verið ótrúlegir þessi 4-5 ár síðan ég kom hingað. Við höfum því litið til þeirra og sagt að við viljum komast á sama stað með kvennaliðið. Við höfum nálgast lokatakmarkið um að komast í Bestu deildina og þessi úrslitaleikur er önnur varða á þeirri leið. Við lítum bara á þetta sem skref á þessari vegferð,“ sagði John. Klippa: Þjálfarinn um fyrsta úrslitaleik Víkingskvenna „Kannski mjólkurglas“ Hann var laufléttur í bragði þegar hann ræddi við fjölmiðla á Laugardalsvelli í gær og glotti aðspurður hvernig hann myndi eiginlega fagna bikarmeistaratitli, ef svo færi að „Davíð“ legði „Golíat“ að velli á morgun. „Mamma mín og bróðir eru að koma í heimsókn svo ég þarf að drífa mig að þrífa húsið því ef það er drasl þegar mamma kemur þá drepur hún mig. En við mætum svo Aftureldingu 17. ágúst svo við getum nú ekki fagnað neitt of mikið. Kannski mjólkurglas. Við sjáum til. Við gerum alla vega okkar besta til að vinna leikinn,“ sagði John. Mikilvæg skilaboð frá meistaraflokki kvenna fyrir föstudaginn! https://t.co/DpZtlweqxW pic.twitter.com/JvCWnD5crz— Víkingur (@vikingurfc) August 9, 2023 Hann fagnar því að hafa haft nóg að gera með Víkingsliðinu í Lengjudeildinni undanfarið, til að dreifa huganum frá bikarævintýrinu mikla eftir að hafa unnið þar tvö lið úr Bestu deildinni. Verið hljóðari síðustu vikur „Ég hef reynt að vera aðeins hljóðari síðustu vikur því við hefðum alveg getað misst okkur aðeins eftir sigurinn gegn FH [í undanúrslitum]. Það var mitt hlutverk að róa leikmenn og starfsmenn niður, og byggja okkur svo aftur upp fyrir föstudaginn. Við þurfum að vera upp á okkar allra besta í þessum leik, og þegar við erum upp á okkar besta getum við veitt öllum keppni, þar á meðal Breiðabliki. Vonandi verðum við tilbúin og á fullri ferð,“ sagði John. Víkingskonur fögnuðu vel og innilega með fjölmörgum stuðningsmönnum sínum eftir sigurinn á FH sem tryggði þeim sæti í bikarúrslitaleiknum í fyrsta sinn.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina í síðustu viku og unnu svo 4-0 stórsigur gegn Augnabliki á Kópavogsvelli á mánudaginn, þar sem verðandi mótherjar þeirra í bikarúrslitaleiknum fylgdust með. „Í síðasta leik fyrir úrslitaleik þá eru leikmenn alltaf stressaðir, en svo stöndum við okkur svona! Þetta veldur mér hausverk því það voru allar frábærar í þessum leik. Núna þurfum við að velja liðið en það verður í góðu lagi með okkur,“ sagði John. Sama fólkið, æfingar og matur John segir að varðandi undirbúning fyrir leikinn á morgun verði í engu brugðið út af vananum. „Ég hef farið í nokkra úrslitaleiki sem þjálfari og sem leikmaður. Stöðugleiki er besta leiðin til að takast á við þá. Sama fólkið, sömu æfingarnar, sami undirbúningur, sami matur… Þetta er bara stærri leikvangur. Þessir leikmenn eru búnir að vera svo góðir síðustu þrjú ár að þetta mun ekki gera þá órólega en við verðum að halda okkur í góðu jafnvægi. Við erum tilbúin og verðum tilbúin þegar leikurinn hefst.“ Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir John Andrews: Þakklátur KSÍ fyrir leikjaálagið Breiðablik og Víkingur mætast í sögulegum bikarúrslitaleik á föstudaginn en þetta verður í fyrsta sinn sem lið Víkings nær alla leið í úrslitaleikinn í bikarkeppni kvenna. 9. ágúst 2023 22:57 Sextán ára hetjan: „Þetta er algjör draumur“ „Þetta er svo geggjað, að við séum í Lengjudeildinni og séum að fara á Laugardalsvöll. Þetta er æðislegt,“ segir Sigdís Eva Bárðardóttir, hin 16 ára hetja Víkinga sem skoraði bæði mörk liðsins þegar það tryggði sér sæti í bikarúrslitum í fyrsta sinn. 30. júní 2023 22:11 Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur 1-2 | Sextán ára Sigdís leiddi Víkinga í sinn fyrsta úrslitaleik Víkingskonur, sem spila í næstefstu deild, héldu bikarævintýri sínu áfram í Kaplakrika í kvöld þegar þær slógu sjóðheitt lið FH-inga út í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. 30. júní 2023 21:34 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
John Andrews: Þakklátur KSÍ fyrir leikjaálagið Breiðablik og Víkingur mætast í sögulegum bikarúrslitaleik á föstudaginn en þetta verður í fyrsta sinn sem lið Víkings nær alla leið í úrslitaleikinn í bikarkeppni kvenna. 9. ágúst 2023 22:57
Sextán ára hetjan: „Þetta er algjör draumur“ „Þetta er svo geggjað, að við séum í Lengjudeildinni og séum að fara á Laugardalsvöll. Þetta er æðislegt,“ segir Sigdís Eva Bárðardóttir, hin 16 ára hetja Víkinga sem skoraði bæði mörk liðsins þegar það tryggði sér sæti í bikarúrslitum í fyrsta sinn. 30. júní 2023 22:11
Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur 1-2 | Sextán ára Sigdís leiddi Víkinga í sinn fyrsta úrslitaleik Víkingskonur, sem spila í næstefstu deild, héldu bikarævintýri sínu áfram í Kaplakrika í kvöld þegar þær slógu sjóðheitt lið FH-inga út í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. 30. júní 2023 21:34