„Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. ágúst 2023 12:09 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur og aðrir í viðkvæmri stöðu gætu verið sviptar þjónustu í kjölfar nýrra útlendingalaga. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að útlendingalögin kveði á um að það megi almennt ekki. Ákvæði um að réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd falli úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað um vernd á tveimur stjórnsýslustigum tók í gildi þegar umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra var samþykkt 15 mars síðastliðinn. Samræmist ekki lögum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir aðgerðirnar nú ekki í samræmi við lögin. „Það var gert skýrt við meðferð frumvarpsins að þessir einstaklingar ættu að vera undanþegnir en eins og við bentum á þá er þetta ákvæði í lögunum óskýrt, það er loðið, það er flókið og það er algjörlega óútfært. Þessi lög eru mjög vanhugsuð og í rauninni ekki nógu vel unnin,“ segir Arndís Anna. Píratar hafi varað við að þessi staða gæti komið upp, sem er flókin og erfið fyrir kerfið auk þeirra sem finni fyrir áhrif laganna. Engar opnar undanþágur Arndís Anna segir margt fólk, í allskonar stöðu, nú vera að missa þjónustu. „Við bentum á það annars vegar að lögin væru óskýr, þau væru ósanngjörn. Það eru engar opnar undanþágur til dæmis fyrir einstaklinga í gríðarlega viðkvæmri stöðu,“ segir hún og bætir við: „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Sú undantekning er mjög víðtækt orðuð í lögunum þannig jú að einhverju leyti kemur að óvart að það sé engu að síður verið að vísa börnum á götuna. En við vöruðum samt við þessu vegna þess að lögin eru óskýr og þau eru illa ígrunduð.“ Óljóst hvað tekur við Misvísandi upplýsingar hafi komið fram í umræðu þingsins um frumvarpið um það hvort fólk í þessari stöðu ætti kost á neyðarþjónustu hjá sveitarfélögum í staðin. Það sé því óljóst hvað verður um fólkið. Arndís vonar að ríkisstjórnin sjái að sér. „Ég vona að þau sjái að sér og leiti betri lausna til þess að glíma við þessa áskorun en þetta var algjörlega viðbúið,“ segir hún jafnframt. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að útlendingalögin kveði á um að það megi almennt ekki. Ákvæði um að réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd falli úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað um vernd á tveimur stjórnsýslustigum tók í gildi þegar umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra var samþykkt 15 mars síðastliðinn. Samræmist ekki lögum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir aðgerðirnar nú ekki í samræmi við lögin. „Það var gert skýrt við meðferð frumvarpsins að þessir einstaklingar ættu að vera undanþegnir en eins og við bentum á þá er þetta ákvæði í lögunum óskýrt, það er loðið, það er flókið og það er algjörlega óútfært. Þessi lög eru mjög vanhugsuð og í rauninni ekki nógu vel unnin,“ segir Arndís Anna. Píratar hafi varað við að þessi staða gæti komið upp, sem er flókin og erfið fyrir kerfið auk þeirra sem finni fyrir áhrif laganna. Engar opnar undanþágur Arndís Anna segir margt fólk, í allskonar stöðu, nú vera að missa þjónustu. „Við bentum á það annars vegar að lögin væru óskýr, þau væru ósanngjörn. Það eru engar opnar undanþágur til dæmis fyrir einstaklinga í gríðarlega viðkvæmri stöðu,“ segir hún og bætir við: „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Sú undantekning er mjög víðtækt orðuð í lögunum þannig jú að einhverju leyti kemur að óvart að það sé engu að síður verið að vísa börnum á götuna. En við vöruðum samt við þessu vegna þess að lögin eru óskýr og þau eru illa ígrunduð.“ Óljóst hvað tekur við Misvísandi upplýsingar hafi komið fram í umræðu þingsins um frumvarpið um það hvort fólk í þessari stöðu ætti kost á neyðarþjónustu hjá sveitarfélögum í staðin. Það sé því óljóst hvað verður um fólkið. Arndís vonar að ríkisstjórnin sjái að sér. „Ég vona að þau sjái að sér og leiti betri lausna til þess að glíma við þessa áskorun en þetta var algjörlega viðbúið,“ segir hún jafnframt.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18
„Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02