Táningurinn kom spænsku stelpunum í undanúrslitin í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2023 07:00 Salma Paralluelo fagnar hér sigurmarki sínu í nótt. Hún var sett út úr byrjunarliðinu fyrir leikinn en kom sterk inn og varð hetja síns liðs í framlengingu. Getty/Lars Baron Varamaðurinn Salma Paralluelo skoraði sigurmark Spánar í framlengingu þegar liðið varð fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum á HM kvenna í fótbolta. Spænska landsliðið hafði aldrei áður komust lengra en í sextán liða úrslitin á heimsmeistaramóti kvenna en mætir nú annað hvort Japan eða Svíþjóð í undanúrslitunum. Spánn vann Holland 2-1 eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en bæði mörkin í honum komu á síðustu tíu mínútunum. Spænska liðið var miklu betra liðið í leiknum, skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af, átt tvö stangarskot og var með yfirburði í skotum (26-9) og að vera með boltann (62%-38%). Xg var 2,98 hjá Spáni en aðeins 0,90 hjá Hollandi í leiknum. Mariona Caldentey kom Spáni í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 81. mínútu. Vítið var dæmt á Stefanie Van der Gragt fyrir að handleika boltann. Van der Gragt, sem var að spila sinn síðasta leik á HM á ferlinum, bætti fyrir mistökin með því að jafna metin í uppbótatíma og tryggja hollenska liðinu framlengingu. Hin nítján ára gamla Salma Paralluelo hafði komið inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok en varð hetja þjóðar sinnar þegar hún skoraði sigurmarkið á 111. mínútu eftir sendingu frá Jennifer Hermoso. Með þessu marki varð hún ekki aðeins hetja spænska liðsins heldur yngsti leikmaður landsliðsins til að skora á HM kvenna. Paralluelo er leikmaður Barcelona og hefur bæði orðið heimsmeistari með 17 ára (2018) og 20 ára landsliði Spánar (2022). Hún vann bæði Meistaradeildina og spænska meistaratitilinn með Barcelona í vor. View this post on Instagram A post shared by FIFA Women's World Cup (@fifawomensworldcup) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Spænska landsliðið hafði aldrei áður komust lengra en í sextán liða úrslitin á heimsmeistaramóti kvenna en mætir nú annað hvort Japan eða Svíþjóð í undanúrslitunum. Spánn vann Holland 2-1 eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en bæði mörkin í honum komu á síðustu tíu mínútunum. Spænska liðið var miklu betra liðið í leiknum, skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af, átt tvö stangarskot og var með yfirburði í skotum (26-9) og að vera með boltann (62%-38%). Xg var 2,98 hjá Spáni en aðeins 0,90 hjá Hollandi í leiknum. Mariona Caldentey kom Spáni í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 81. mínútu. Vítið var dæmt á Stefanie Van der Gragt fyrir að handleika boltann. Van der Gragt, sem var að spila sinn síðasta leik á HM á ferlinum, bætti fyrir mistökin með því að jafna metin í uppbótatíma og tryggja hollenska liðinu framlengingu. Hin nítján ára gamla Salma Paralluelo hafði komið inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok en varð hetja þjóðar sinnar þegar hún skoraði sigurmarkið á 111. mínútu eftir sendingu frá Jennifer Hermoso. Með þessu marki varð hún ekki aðeins hetja spænska liðsins heldur yngsti leikmaður landsliðsins til að skora á HM kvenna. Paralluelo er leikmaður Barcelona og hefur bæði orðið heimsmeistari með 17 ára (2018) og 20 ára landsliði Spánar (2022). Hún vann bæði Meistaradeildina og spænska meistaratitilinn með Barcelona í vor. View this post on Instagram A post shared by FIFA Women's World Cup (@fifawomensworldcup)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira