Að vera hrædd um líf sitt árið 2023 Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 11:01 Fólk sem fætt er upp úr miðri 20. öld man vel hættuna á kjarnorkustyrjöld sem spáð var í kalda stríðinu. Fólk átti að hafa matarbirgðir, vatn, teppi og annað í kjöllurum eða öðrum „öruggum“ stöðum sem duga ættu gegn kjarnorkugeislun. Þvílík firra sem borin var á borð fyrir okkur. Fólk vonaði að Bandaríkjamenn og Rússar myndu halda friðinn og að ekki kæmi til gereyðingar jarðarinnar. Í Kúbudeilunni í október 1962 stóð heimurinn síðan á öndinni en sem betur fer völdu ráðamenn heimsins friðinn. Geimferðir fyrir hina ríku Loftslagsvá hefur legið lengi fyrir. Fyrst kom baráttan við ósongatið, sem fór sífellt stækkandi, sérstaklega hér á norðurhveli jarðar. Næst komu meðal annars takmörkun á ýmsum matvælum, fatnaði, umbúðum, bílanotkun og ferðalögum. Síðan hafa ráðandi þjóðir fundið sér hvert landsvæðið af öðru víða um heim til að æfa vopnaburð og framleiða sífellt fullkomnari stríðstól með tilheyrandi losun eiturefna út í andrúmsloftið. Við förum einnig að nálgast geimferðir fyrir þá efnameiri sem munu bruna af jörðinni ef gereyðing jarðarinnar yrði að veruleika. Þorri mannkyns myndi farast og hinir „útvöldu“ eða peningaöflin myndu fljúga hraðbyri til nýrra vídda. Enginn árangur Þeir sem framleiða mesta losun koltvísýrings á jörðinni eru frekar ótrúverðugir til að leggja niður „vopnin“ til að bjarga hnettinum okkar. Þeir væru frekar tilbúnir til að forða sér út í geim í nokkur ár og virða fyrir sér framvindu mála á jörðunni þaðan. Margar alþjóðlegar ráðstefnur sýna á grátlegan hátt hve lítið þjóðir heims hafa gert í varnarmálum jarðarinnar frá ráðstefnunni í París árið 1995. Undanfarnar vikur höfum við séð skelfilegar afleiðingar af loftlagsbreytingum. Hvers kyns öfgar hafa aukist í veðurfari jarðarinnar. Manndrápshiti, söguleg úrhelli og flóð ásamt hnefastórum hagélum. Vísindafólkið er búið að vara okkur lengi við. Það er sem veruleikafirringin sé sú flóttaleið sem flestir stjórnmálamenn taka, í von um að allt reddist að venju eða þannig. En er það raunverulega þannig að þetta reddist? Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Fólk sem fætt er upp úr miðri 20. öld man vel hættuna á kjarnorkustyrjöld sem spáð var í kalda stríðinu. Fólk átti að hafa matarbirgðir, vatn, teppi og annað í kjöllurum eða öðrum „öruggum“ stöðum sem duga ættu gegn kjarnorkugeislun. Þvílík firra sem borin var á borð fyrir okkur. Fólk vonaði að Bandaríkjamenn og Rússar myndu halda friðinn og að ekki kæmi til gereyðingar jarðarinnar. Í Kúbudeilunni í október 1962 stóð heimurinn síðan á öndinni en sem betur fer völdu ráðamenn heimsins friðinn. Geimferðir fyrir hina ríku Loftslagsvá hefur legið lengi fyrir. Fyrst kom baráttan við ósongatið, sem fór sífellt stækkandi, sérstaklega hér á norðurhveli jarðar. Næst komu meðal annars takmörkun á ýmsum matvælum, fatnaði, umbúðum, bílanotkun og ferðalögum. Síðan hafa ráðandi þjóðir fundið sér hvert landsvæðið af öðru víða um heim til að æfa vopnaburð og framleiða sífellt fullkomnari stríðstól með tilheyrandi losun eiturefna út í andrúmsloftið. Við förum einnig að nálgast geimferðir fyrir þá efnameiri sem munu bruna af jörðinni ef gereyðing jarðarinnar yrði að veruleika. Þorri mannkyns myndi farast og hinir „útvöldu“ eða peningaöflin myndu fljúga hraðbyri til nýrra vídda. Enginn árangur Þeir sem framleiða mesta losun koltvísýrings á jörðinni eru frekar ótrúverðugir til að leggja niður „vopnin“ til að bjarga hnettinum okkar. Þeir væru frekar tilbúnir til að forða sér út í geim í nokkur ár og virða fyrir sér framvindu mála á jörðunni þaðan. Margar alþjóðlegar ráðstefnur sýna á grátlegan hátt hve lítið þjóðir heims hafa gert í varnarmálum jarðarinnar frá ráðstefnunni í París árið 1995. Undanfarnar vikur höfum við séð skelfilegar afleiðingar af loftlagsbreytingum. Hvers kyns öfgar hafa aukist í veðurfari jarðarinnar. Manndrápshiti, söguleg úrhelli og flóð ásamt hnefastórum hagélum. Vísindafólkið er búið að vara okkur lengi við. Það er sem veruleikafirringin sé sú flóttaleið sem flestir stjórnmálamenn taka, í von um að allt reddist að venju eða þannig. En er það raunverulega þannig að þetta reddist? Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar