„Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 11. ágúst 2023 13:34 Tilfinningarnar báru flóttakonurnar ofurliði þegar þær voru bornar út í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. „Þeir sögðu okkur að klukkan 11 yrðum við á götunni. Við héldum að þeir væru kannski að grínast,“ segir Blessing í samtali við fréttastofu. Flóttafólkið hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi og hefur samkvæmt nýjum útlendingalögum verið tilkynnt um lok á þjónustu. Samkvæmt nýju lögunum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir að þau fá endanlega synjun. Undanskilin eru börn og fjölskyldur þeirra. Meðan þess er beðið að mál þeirra fari í gegnum ferli hjá Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála má fólkið ekki vinna. „Við erum þrjár konur og næstum tuttugu menn saman í herbergi. Í dag sögðu þeir okkur að við hefðum tvo tíma til að koma okkur út.“ Hún segist hafa þráspurt lögreglumennina hvert hún og hinir flóttamennirnir eigi nú að leita. Hún segist eiga í engin hús að venda. „Þau svöruðu því að þeim væri sama og endurtóku sig, að við þyrftum að fara. Ég sagðist hafa flúið mansal og vændi og spurði hvert ég ætti að fara. Þau sögðu að sér væri sama og ég er því á götunni. Þau vita það.“ Hvernig líður þér? „Mér líður svo illa. Ég er ekki með sjálfri mér. Ég er ringluð og veit ekkert.“ Veistu hvert þú ferð núna? „Nei ég veit það ekki. Ég hef ekkert að fara og veit ekki hvert ég gæti farið. Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum.“ Fengu tvo tíma Esther, flóttakona frá Nígeríu sem kom til Íslands frá Ítalíu þar sem hún var þolandi mansals í um fjögur ár, segist ringluð vegna atburðarásarinnar í dag. „Lögreglan kom og sagði okkur að við yrðum að fara innan tveggja tíma. Við sögðum þeim að við hefðum ekkert að fara, þau sögðu að það kæmi sér ekki við, við þyrftum að fara“ Hafið þið rætt við lögmann ykkar? „Ég reyndi. Ég reyndi að tala við hann. Ég skil þetta ekki,“ segir Esther grátandi. Tilfinningarnar báru fólkið ofurliði.Vísir/Vilhelm Konurnar lýstu því allar að þær væru ráðalausar.Vísir/Vilhelm Konurnar segjast hafa fengið fálát svör frá lögreglu.Vísir/Vilhelm Um er að ræða þó nokkurn fjölda flóttafólks sem fengið hefur synjun.Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýjum lögum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir endanlega synjun.Vísir/Vilhelm Mary og Esther grátandi í Bæjarhrauni. Þær voru fluttar af svæðinu í sjúkrabíl.Vísir/Vilhelm Mary með hluta af glerflösku sem hún braut í uppnámi í hádeginu.Vísir/Vilhelm Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, aðstoðar Mary upp í sjúkrabíl.Vísir/Vilhelm Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Hvað verður um Blessing á föstudag? Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. 9. ágúst 2023 13:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Þeir sögðu okkur að klukkan 11 yrðum við á götunni. Við héldum að þeir væru kannski að grínast,“ segir Blessing í samtali við fréttastofu. Flóttafólkið hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi og hefur samkvæmt nýjum útlendingalögum verið tilkynnt um lok á þjónustu. Samkvæmt nýju lögunum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir að þau fá endanlega synjun. Undanskilin eru börn og fjölskyldur þeirra. Meðan þess er beðið að mál þeirra fari í gegnum ferli hjá Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála má fólkið ekki vinna. „Við erum þrjár konur og næstum tuttugu menn saman í herbergi. Í dag sögðu þeir okkur að við hefðum tvo tíma til að koma okkur út.“ Hún segist hafa þráspurt lögreglumennina hvert hún og hinir flóttamennirnir eigi nú að leita. Hún segist eiga í engin hús að venda. „Þau svöruðu því að þeim væri sama og endurtóku sig, að við þyrftum að fara. Ég sagðist hafa flúið mansal og vændi og spurði hvert ég ætti að fara. Þau sögðu að sér væri sama og ég er því á götunni. Þau vita það.“ Hvernig líður þér? „Mér líður svo illa. Ég er ekki með sjálfri mér. Ég er ringluð og veit ekkert.“ Veistu hvert þú ferð núna? „Nei ég veit það ekki. Ég hef ekkert að fara og veit ekki hvert ég gæti farið. Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum.“ Fengu tvo tíma Esther, flóttakona frá Nígeríu sem kom til Íslands frá Ítalíu þar sem hún var þolandi mansals í um fjögur ár, segist ringluð vegna atburðarásarinnar í dag. „Lögreglan kom og sagði okkur að við yrðum að fara innan tveggja tíma. Við sögðum þeim að við hefðum ekkert að fara, þau sögðu að það kæmi sér ekki við, við þyrftum að fara“ Hafið þið rætt við lögmann ykkar? „Ég reyndi. Ég reyndi að tala við hann. Ég skil þetta ekki,“ segir Esther grátandi. Tilfinningarnar báru fólkið ofurliði.Vísir/Vilhelm Konurnar lýstu því allar að þær væru ráðalausar.Vísir/Vilhelm Konurnar segjast hafa fengið fálát svör frá lögreglu.Vísir/Vilhelm Um er að ræða þó nokkurn fjölda flóttafólks sem fengið hefur synjun.Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýjum lögum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir endanlega synjun.Vísir/Vilhelm Mary og Esther grátandi í Bæjarhrauni. Þær voru fluttar af svæðinu í sjúkrabíl.Vísir/Vilhelm Mary með hluta af glerflösku sem hún braut í uppnámi í hádeginu.Vísir/Vilhelm Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, aðstoðar Mary upp í sjúkrabíl.Vísir/Vilhelm
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Hvað verður um Blessing á föstudag? Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. 9. ágúst 2023 13:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17
Hvað verður um Blessing á föstudag? Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. 9. ágúst 2023 13:00