Umfjöllun og viðtöl: KR - Fram 3-2 | KR náði í þrjú stig í baráttu sinni um að komast í Evrópukeppni Hjörvar Ólafsson skrifar 13. ágúst 2023 20:06 Benóný Breki Andrésson fagnar marki sínu með liðsfélögum sínum, Stefáni Árna Geirssyni og Theódór Elmari Bjarnasyni. Vísir/Anton Brink KR bar sigur úr býtum 3-2 þegar liðið fékk Fram í heimsókn í 19. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Meistaravelli í kvöld. KR komst upp í fjórða sæti deildarinnar með 28 stig með þessum sigri en FH og Stjarnan sem eru í sætunum fyrir neðan eiga bæði leik til góða á Vesturbæjarliðið. Fram er áfram í næstneðsta sæti með sín 15 stig. Það voru Ægir Jarl Jónasson og Benóný Breki Andrésson sem komu KR í 2-0 með tveimur mörkum með mínútu millibili eftir tæplega tíu mínútna leik. Aron Jóhannsson minnkaði svo muninn fyrir Fram með þrumufleyg upp í samskeytin í upphafi seinni hálfleiks. Það var síðan Kristján Flóki Finnbogason sem innsiglaði sigur KR með marki sínu um það bil tíu mínútum fyrir leikslok. Magnús Þórðarson strengdi líflínu fyrir Fram með því að skora snoturt mark í uppbótartíma leiksins en lengra komust gestirnir ekki og sigur Vesturbæinga staðreynd. Theódór Elmar Bjarnason reynir að skapa usla í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink Fyrstu tvö mörk KR-inga komu eftir fyrirgjafir frá Atla Sigurjónssyni. Leikurinn var mjög fjörugur framan af en Frammarar höfðu fengið tvö fín færi áður en KR tryggði stigin þrjú með mörkum sínum. Leikmenn Fram komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og Aron Jóhannsson minnkaði muninn með glæsilegu marki þegar seinni hálfleikurinn var rétt nýhafinn. Kristján Flóki kom KR í 3-1 þegar skammt var eftir af leiknum en Fram lagði ekki árar í bát og Magnús hleypti spennu í lokaandartök leiksins þegar hann klóraði í bakkann. Leikurinn var afar fjörugur og opinn í báða enda frá upphafi til enda. KR-ingar voru heilt yfir sterkari aðilinn og sigurinn þar af leiðandi sanngjarn. Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í leik hjá KR. Vísir/Hulda Margrét Rúnar: Aftur þarf ég að naga neglurnar að óþörfu „Við spiluðum vel í þessum leik einkum og sér í lagi í fyrri hálfleik. Þar sköpum við fullt af færum og hefðum getað gert út um leikinn mun fyrr. Þess í stað fáum við á okkur mark undir lokin eins og á móti Blikum. Aftur þarf ég því að naga neglurnar í nokkrar mínútur og óska þess að við fáum ekki á okkur jöfnnunarmkar,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að leik loknum. Rúnar þurfti að gera þrefalda skiptingu í hálfleik en hann segir þær breytingar hafa verið vegna meiðsla. „Finnur Tómas er tæpur aftan í læri, Atli Sigurjóns er stífur í bakinu og við þurfum að fara varlega með Stefán Árna þar sem hann er nýstiginn upp úr meiðslum. Það var mikilvægt fyrir Stefán Árna að fá 45 mínútur í þessum leik og hann var mjög skapandi þær mínútum sem hann spilaði. Við höfum saknað Stefáns Árna sárlega og vonandi getur hann byggt ofan á þetta og náð samfellu í því að spila leiki í framhaldinu,“ sagði Rúnar. „Það er jákvætt að við séum að halda áfram að hala inn stigum og markmiðið er að komast í Evrópukenni. Nú setjum við hins vegar kollinn í leikinn við Víking í Mjólkurbikarnum á miðvikudaginn. Við höfum tvö daga til þess að ná endurheimt og búa okkur undir þann stórleik,“ sagði hann um framhaldið. Ragnar Sigurðsson gefur skipanir í leiknum í kvöld.Vísir/Anton Brink Ragnar: Ánægður með andann en það gefur ekkert „Það var mjög svekkandi að vera allt í einu lentir 2-0 undir, sérstaklega þar sem við höfðum átt tvö góð færi áður en þeir skora. Mér sýndist þetta líka var frekar auðveld mörk sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Eftir það vorum við mjög góðir og hefðum átt stig skilið að mínu mati,“ sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram. „Við fórum vel yfir hlutina í hálfeik, breyttum í 4-4-2 og ég impraði á því að menn hefðu trú á verkefninu. Við komum gíraðir inn í seinni hálfleikinn og vorum mun betri. Það var því annað högg að fá þriðja markið á okkur eftir að hafa komið okkur inn í leikinn og spilað vel. Það var hins vegar áfram góður andi í liðinu og barátta sem skilaði því að við bjuggum til leik undir lokin. Það munaði ekki miklu að við næðum að jafna og ná í stig sem við hefðum svo sannarlega unnið okkur fyrir," sagði landsliðsmaðurinn fyrrverandi. „Þó svo að frammistaðan hafi verið góð erum við á þeim stað að við þurfum að fara að innbyrða stig en ekki pæla bara í spilamennsku. Það gefur ekkert að spila vel og leka svo inn mörkum sem fara með leikina. Það er hins vegar margt jákvætt sem ég tek héðan úr Vesturbænum,“ sagði hann um þá baráttu sem fram undan er. Ægir Jarl Jónasson skoraði eitt marka KR í rimmu liðanna. Vísir/Anton Brink Af hverju vann KR? Leikmenn KR sýndu oft og tíðum flotta spilkafla og sköpuðu fjölmörg færi. Frammarar voru aftur á móti ólseigir og sýndu karakter að minnka muninn í tvígang. KR-ingar fengu þó fleiri færi og nýttu þau þar að auki betur. Hverjir sköruðu fram úr? Stefán Árni var greinilega mjög spenntur að fá að byrja leik en hann var mikið í boltanum í þessum leik og var iðinn við að skapa usla í þær 45 mínútur plús sem hann spilaði. Atli Sigurjónsson lagði upp bæði mörk KR og var þar að auki mikið í spilinu. Theódór Elmar Bjarnason var afar góður inni á miðsvæðinu og Jóhannes Kristinn Bjarnason var öflugur í hægri bakvarðarstöðunni. Benóný Breki skoraði svo eitt og átti þátt í öðru. Aron Jóhannsson var góður sem sóknartengiliður í Framliðinu. Ólafur Íshólm Ólafsson varði nokkrum sinnum stórkostlega og Magnús Þórðarson hleypti lífi í sóknarlínu Fram þegar hann kom inná. Þá voru föst leikatriði Fred hættuleg. Hvað gekk illa? Áfram er varnarleikur Fram ekki nógu þéttur og það er erfitt fyrir liðið að næla í nauðsynlega sigra á meðan vörnin er míglek. Leikurinn var reyndar opinn í báða enda í þessum leik en með meiri festu í aðgerðum sínum inni í eigin vítateig hefðu varnarmenn Fram getað hindrað KR-inga í að skora mörkin þrjú. Hvað gerist næst? KR færir einbeitingu sína yfir í Mjólkurbikarinn en liðið mætir Víkingi í undanúrslitum keppninnar í Fossvoginum á miðvikudaginn kemur.Fram fær svo KA í heimsókn í Dal draumanna á sunnudaginn eftir slétta viku. Stefán Árni Geirsson var síógnandi í fyrri hálfleiknum. Vísir/Anton Brink Besta deild karla KR Fram
KR bar sigur úr býtum 3-2 þegar liðið fékk Fram í heimsókn í 19. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Meistaravelli í kvöld. KR komst upp í fjórða sæti deildarinnar með 28 stig með þessum sigri en FH og Stjarnan sem eru í sætunum fyrir neðan eiga bæði leik til góða á Vesturbæjarliðið. Fram er áfram í næstneðsta sæti með sín 15 stig. Það voru Ægir Jarl Jónasson og Benóný Breki Andrésson sem komu KR í 2-0 með tveimur mörkum með mínútu millibili eftir tæplega tíu mínútna leik. Aron Jóhannsson minnkaði svo muninn fyrir Fram með þrumufleyg upp í samskeytin í upphafi seinni hálfleiks. Það var síðan Kristján Flóki Finnbogason sem innsiglaði sigur KR með marki sínu um það bil tíu mínútum fyrir leikslok. Magnús Þórðarson strengdi líflínu fyrir Fram með því að skora snoturt mark í uppbótartíma leiksins en lengra komust gestirnir ekki og sigur Vesturbæinga staðreynd. Theódór Elmar Bjarnason reynir að skapa usla í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink Fyrstu tvö mörk KR-inga komu eftir fyrirgjafir frá Atla Sigurjónssyni. Leikurinn var mjög fjörugur framan af en Frammarar höfðu fengið tvö fín færi áður en KR tryggði stigin þrjú með mörkum sínum. Leikmenn Fram komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og Aron Jóhannsson minnkaði muninn með glæsilegu marki þegar seinni hálfleikurinn var rétt nýhafinn. Kristján Flóki kom KR í 3-1 þegar skammt var eftir af leiknum en Fram lagði ekki árar í bát og Magnús hleypti spennu í lokaandartök leiksins þegar hann klóraði í bakkann. Leikurinn var afar fjörugur og opinn í báða enda frá upphafi til enda. KR-ingar voru heilt yfir sterkari aðilinn og sigurinn þar af leiðandi sanngjarn. Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í leik hjá KR. Vísir/Hulda Margrét Rúnar: Aftur þarf ég að naga neglurnar að óþörfu „Við spiluðum vel í þessum leik einkum og sér í lagi í fyrri hálfleik. Þar sköpum við fullt af færum og hefðum getað gert út um leikinn mun fyrr. Þess í stað fáum við á okkur mark undir lokin eins og á móti Blikum. Aftur þarf ég því að naga neglurnar í nokkrar mínútur og óska þess að við fáum ekki á okkur jöfnnunarmkar,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að leik loknum. Rúnar þurfti að gera þrefalda skiptingu í hálfleik en hann segir þær breytingar hafa verið vegna meiðsla. „Finnur Tómas er tæpur aftan í læri, Atli Sigurjóns er stífur í bakinu og við þurfum að fara varlega með Stefán Árna þar sem hann er nýstiginn upp úr meiðslum. Það var mikilvægt fyrir Stefán Árna að fá 45 mínútur í þessum leik og hann var mjög skapandi þær mínútum sem hann spilaði. Við höfum saknað Stefáns Árna sárlega og vonandi getur hann byggt ofan á þetta og náð samfellu í því að spila leiki í framhaldinu,“ sagði Rúnar. „Það er jákvætt að við séum að halda áfram að hala inn stigum og markmiðið er að komast í Evrópukenni. Nú setjum við hins vegar kollinn í leikinn við Víking í Mjólkurbikarnum á miðvikudaginn. Við höfum tvö daga til þess að ná endurheimt og búa okkur undir þann stórleik,“ sagði hann um framhaldið. Ragnar Sigurðsson gefur skipanir í leiknum í kvöld.Vísir/Anton Brink Ragnar: Ánægður með andann en það gefur ekkert „Það var mjög svekkandi að vera allt í einu lentir 2-0 undir, sérstaklega þar sem við höfðum átt tvö góð færi áður en þeir skora. Mér sýndist þetta líka var frekar auðveld mörk sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Eftir það vorum við mjög góðir og hefðum átt stig skilið að mínu mati,“ sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram. „Við fórum vel yfir hlutina í hálfeik, breyttum í 4-4-2 og ég impraði á því að menn hefðu trú á verkefninu. Við komum gíraðir inn í seinni hálfleikinn og vorum mun betri. Það var því annað högg að fá þriðja markið á okkur eftir að hafa komið okkur inn í leikinn og spilað vel. Það var hins vegar áfram góður andi í liðinu og barátta sem skilaði því að við bjuggum til leik undir lokin. Það munaði ekki miklu að við næðum að jafna og ná í stig sem við hefðum svo sannarlega unnið okkur fyrir," sagði landsliðsmaðurinn fyrrverandi. „Þó svo að frammistaðan hafi verið góð erum við á þeim stað að við þurfum að fara að innbyrða stig en ekki pæla bara í spilamennsku. Það gefur ekkert að spila vel og leka svo inn mörkum sem fara með leikina. Það er hins vegar margt jákvætt sem ég tek héðan úr Vesturbænum,“ sagði hann um þá baráttu sem fram undan er. Ægir Jarl Jónasson skoraði eitt marka KR í rimmu liðanna. Vísir/Anton Brink Af hverju vann KR? Leikmenn KR sýndu oft og tíðum flotta spilkafla og sköpuðu fjölmörg færi. Frammarar voru aftur á móti ólseigir og sýndu karakter að minnka muninn í tvígang. KR-ingar fengu þó fleiri færi og nýttu þau þar að auki betur. Hverjir sköruðu fram úr? Stefán Árni var greinilega mjög spenntur að fá að byrja leik en hann var mikið í boltanum í þessum leik og var iðinn við að skapa usla í þær 45 mínútur plús sem hann spilaði. Atli Sigurjónsson lagði upp bæði mörk KR og var þar að auki mikið í spilinu. Theódór Elmar Bjarnason var afar góður inni á miðsvæðinu og Jóhannes Kristinn Bjarnason var öflugur í hægri bakvarðarstöðunni. Benóný Breki skoraði svo eitt og átti þátt í öðru. Aron Jóhannsson var góður sem sóknartengiliður í Framliðinu. Ólafur Íshólm Ólafsson varði nokkrum sinnum stórkostlega og Magnús Þórðarson hleypti lífi í sóknarlínu Fram þegar hann kom inná. Þá voru föst leikatriði Fred hættuleg. Hvað gekk illa? Áfram er varnarleikur Fram ekki nógu þéttur og það er erfitt fyrir liðið að næla í nauðsynlega sigra á meðan vörnin er míglek. Leikurinn var reyndar opinn í báða enda í þessum leik en með meiri festu í aðgerðum sínum inni í eigin vítateig hefðu varnarmenn Fram getað hindrað KR-inga í að skora mörkin þrjú. Hvað gerist næst? KR færir einbeitingu sína yfir í Mjólkurbikarinn en liðið mætir Víkingi í undanúrslitum keppninnar í Fossvoginum á miðvikudaginn kemur.Fram fær svo KA í heimsókn í Dal draumanna á sunnudaginn eftir slétta viku. Stefán Árni Geirsson var síógnandi í fyrri hálfleiknum. Vísir/Anton Brink
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti