„Vonandi bara hanga þeir uppi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. ágúst 2023 07:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson var látinn taka poka sinn í gær. Vísir/Diego Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir það best fyrir alla aðila að hann stígi frá borði sem þjálfari Keflavíkur í Bestu-deild karla. Sigurður samdi um starfslok við félagið í gær. „Manni líður auðvitað ekkert vel með að vera hættur. Mér þykir vænt um strákana og liðið og ég var þarna í fjögur ár,“ sagði Sigurður Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er alltaf erfitt að skilja við, en ég vona bara að þeim gangi rosa vel. Þeir fá flottan þjálfara núna í Halla [Haraldi Frey Guðmundssyni] og vonandi bara hanga þeir uppi.“ Keflavík hafði áður tilkynnt að Sigurður myndi klára leiktíðina, en hætta eftir tímabilið. En hvað breyttist? „31. júlí þá var mér sagt upp störfum en ég var með þriggja mánaða uppsagnarfrest og það var vilji stjórnarinnar að ég myndi vinna út uppsagnarfrestinn og klára tímabilið með liðið. Eftir á að hyggja er það ekkert frábær ákvörðun fyrir neinn og síðan eftir HK-leikinn er haldinn stjórnarfundur og tekin ný ákvörðun um að ég stígi frá og Halli taki við. Ég held að það sé bara best fyrir alla aðila. Við vorum sammála því strax frá byrjun í raun og veru.“ Sigurður kveðst þó stoltur af sínum fjórum árum hjá félaginu. „Ég held að það hafi mjög flott uppbygging átt sér stað. Ég kom inn í félagið fyrir fjórum árum og þá var það í fimmta sæti í Lengjudeildinni og við náðum að koma liðinu upp og halda því þar. Við enduðum í sjöunda sæti í fyrra og það er besti árangur liðsins í tólf ár. Við bjuggum til leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og vour valdir í A-landsliðið.“ Hann segir þó lítið vera framundan, í það minnsta í bili. „Ég ætla bara að fara í golf í vikunni og stefni á það með haustinu að finna mér annað starf. Annað hvort hér heima eða erlendis. Þetta starf er þannig að maður þarf að vera tilbúinn að vera atvinnulaus í einhvern tíma, kíkja í kringum sig og nýta þau sambönd sem ma'ur hefur,“ sagði Sigurður, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sigurður Ragnar Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
„Manni líður auðvitað ekkert vel með að vera hættur. Mér þykir vænt um strákana og liðið og ég var þarna í fjögur ár,“ sagði Sigurður Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er alltaf erfitt að skilja við, en ég vona bara að þeim gangi rosa vel. Þeir fá flottan þjálfara núna í Halla [Haraldi Frey Guðmundssyni] og vonandi bara hanga þeir uppi.“ Keflavík hafði áður tilkynnt að Sigurður myndi klára leiktíðina, en hætta eftir tímabilið. En hvað breyttist? „31. júlí þá var mér sagt upp störfum en ég var með þriggja mánaða uppsagnarfrest og það var vilji stjórnarinnar að ég myndi vinna út uppsagnarfrestinn og klára tímabilið með liðið. Eftir á að hyggja er það ekkert frábær ákvörðun fyrir neinn og síðan eftir HK-leikinn er haldinn stjórnarfundur og tekin ný ákvörðun um að ég stígi frá og Halli taki við. Ég held að það sé bara best fyrir alla aðila. Við vorum sammála því strax frá byrjun í raun og veru.“ Sigurður kveðst þó stoltur af sínum fjórum árum hjá félaginu. „Ég held að það hafi mjög flott uppbygging átt sér stað. Ég kom inn í félagið fyrir fjórum árum og þá var það í fimmta sæti í Lengjudeildinni og við náðum að koma liðinu upp og halda því þar. Við enduðum í sjöunda sæti í fyrra og það er besti árangur liðsins í tólf ár. Við bjuggum til leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og vour valdir í A-landsliðið.“ Hann segir þó lítið vera framundan, í það minnsta í bili. „Ég ætla bara að fara í golf í vikunni og stefni á það með haustinu að finna mér annað starf. Annað hvort hér heima eða erlendis. Þetta starf er þannig að maður þarf að vera tilbúinn að vera atvinnulaus í einhvern tíma, kíkja í kringum sig og nýta þau sambönd sem ma'ur hefur,“ sagði Sigurður, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sigurður Ragnar
Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira