Íþróttaiðkun geti ýtt undir illvígar hjartsláttatruflanir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2023 17:05 Davíð O. Arnar læknir. vísir Hjartastopp eru ekki algengari en áður, að sögn Davíðs O Arnar hjartalæknis. Fjallað hefur verið um hjartastopp íþróttamanna á undanförnum árum en Davíð segir íþróttaiðkun geta ýtt undiraðstæður þar sem illvígar hjartsláttartruflanir spretta fram. Það fór um marga í Grafarvogi á fimmtudagskvöld þegar leikmaður Álftaness fór í hjartastopp í leik Fjölnis og Álftaness í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Þjálfari Álftaness þakkaði skjótum viðbrögðum viðstaddra fyrir að ekki fór verr. Fleiri dæmi eru um knattspyrnumenn sem hafa farið í hjartastopp. Emil Pálsson knattspyrnumaður hefur farið tvisvar í hjartastopp á síðustu þremur árum og óhugnanlegt hjartastopp átti sér stað í beinni útsendingu á EM karla 2021 þegar Christian Eriksen leikmaður Danmerkur fór í hjartastopp og hneig niður. Í umfjölluninni hefur því verið velt upp hvort hjartastopp, sérstaklega hjá íþróttafólki, hafi orðið algengari á undanförnum árum. Hjartalæknir segir svo ekki vera. „Hjartastopp er tiltölulega algeng. Á Íslandi eru um 150 til 200 hjartastopp á ári, en lang flest verða hjá fólki sem er komið yfir fertugt. Hjartastopp hjá yngra fólki er frekar sjaldgæft, þetta eru fim mtil sjö tilvik á ári og þar af mögulega eitt í íþróttum. Þetta er ekki algengt en þetta vekur yfirleitt mikla athygli, sérstaklega þegar þetta gerist á íþróttavelli,“ segir Davíð O Arnar hjartalæknir sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Orsök ókunn í 30 prósent tilvika Hann segir sjúkdóma geta valdið hjartastoppi hjá ungu fólki og að kappleikir geti ýtt undir aðstæður þar sem það spretta fram illvígar hjartsláttartruflanir, oft út af undirliggjandi vanda. „Yfirleitt er streituhormónastig hátt, hjartsláttarhraðinn er mikill og það eru kringumstæður sem leiða stundum til þess að það komi fram aukaslög sem ýta undir alvarlegar hjartsláttartruflanir.“ Hann segir að í 60-70 prósent tilvika sé undirliggjandi vandi við hjartastopp sem ekki sé vitað af fyrir fram. Í 30 prósent tilfella finni læknar ekki orsök truflana. Spurður út í tengingu hjartastoppa við knattspyrnu segir Davíð að mögulegt sé að það að fá bolta í bringu geti valdið hjartsláttartruflunum. Hringja á hjálp, hnoða og nota rafstuðstæki Er hægt að koma í veg fyrir þetta? „Já það er hægt að gera það, skima fyrir þessu. Þeir sem spila í efstu deild í fótbolta fara í ítarlega skoðun en við gætum klárlega gert betur með skimun, leitað að ákveðnum sjúkdómum sem geta valdið hjartastoppi á ungaaldri. Vandamálið með skimun er að hún kostar og er umfangsmikil.“ Frávik geti fundist sem kalli á ítarlegri skoðun eða að fólki sé haldið frá keppni. „Það helgast af því að hjartalínur eru oft óeðlilegar vegna mikillar þjálfunar. Það gerir þær erfiðari í túlkun.“ Spurður út í það hvernig skuli bregðast við þegar fólk verður vitni að hjartastoppi, segir Davíð: „Í fyrsta lagi þarf að hringja í 112. Á meðan beðið skal hnoða á bringuna og í völdum tilfellum, þegar hjartarafstuðstæki eru nálægt þarf að fá það strax og tengja við sjúklinginn. Þetta eru þau þrjú viðbrögð sem skipta sköpum.“ Þetta hafi bjargað mörgum mannslífum, segir Davíð. „Mín skoðun er sú að þessi tæki þurfa að vera sem allra víðast.“ Heilbrigðismál Fótbolti Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Það fór um marga í Grafarvogi á fimmtudagskvöld þegar leikmaður Álftaness fór í hjartastopp í leik Fjölnis og Álftaness í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Þjálfari Álftaness þakkaði skjótum viðbrögðum viðstaddra fyrir að ekki fór verr. Fleiri dæmi eru um knattspyrnumenn sem hafa farið í hjartastopp. Emil Pálsson knattspyrnumaður hefur farið tvisvar í hjartastopp á síðustu þremur árum og óhugnanlegt hjartastopp átti sér stað í beinni útsendingu á EM karla 2021 þegar Christian Eriksen leikmaður Danmerkur fór í hjartastopp og hneig niður. Í umfjölluninni hefur því verið velt upp hvort hjartastopp, sérstaklega hjá íþróttafólki, hafi orðið algengari á undanförnum árum. Hjartalæknir segir svo ekki vera. „Hjartastopp er tiltölulega algeng. Á Íslandi eru um 150 til 200 hjartastopp á ári, en lang flest verða hjá fólki sem er komið yfir fertugt. Hjartastopp hjá yngra fólki er frekar sjaldgæft, þetta eru fim mtil sjö tilvik á ári og þar af mögulega eitt í íþróttum. Þetta er ekki algengt en þetta vekur yfirleitt mikla athygli, sérstaklega þegar þetta gerist á íþróttavelli,“ segir Davíð O Arnar hjartalæknir sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Orsök ókunn í 30 prósent tilvika Hann segir sjúkdóma geta valdið hjartastoppi hjá ungu fólki og að kappleikir geti ýtt undir aðstæður þar sem það spretta fram illvígar hjartsláttartruflanir, oft út af undirliggjandi vanda. „Yfirleitt er streituhormónastig hátt, hjartsláttarhraðinn er mikill og það eru kringumstæður sem leiða stundum til þess að það komi fram aukaslög sem ýta undir alvarlegar hjartsláttartruflanir.“ Hann segir að í 60-70 prósent tilvika sé undirliggjandi vandi við hjartastopp sem ekki sé vitað af fyrir fram. Í 30 prósent tilfella finni læknar ekki orsök truflana. Spurður út í tengingu hjartastoppa við knattspyrnu segir Davíð að mögulegt sé að það að fá bolta í bringu geti valdið hjartsláttartruflunum. Hringja á hjálp, hnoða og nota rafstuðstæki Er hægt að koma í veg fyrir þetta? „Já það er hægt að gera það, skima fyrir þessu. Þeir sem spila í efstu deild í fótbolta fara í ítarlega skoðun en við gætum klárlega gert betur með skimun, leitað að ákveðnum sjúkdómum sem geta valdið hjartastoppi á ungaaldri. Vandamálið með skimun er að hún kostar og er umfangsmikil.“ Frávik geti fundist sem kalli á ítarlegri skoðun eða að fólki sé haldið frá keppni. „Það helgast af því að hjartalínur eru oft óeðlilegar vegna mikillar þjálfunar. Það gerir þær erfiðari í túlkun.“ Spurður út í það hvernig skuli bregðast við þegar fólk verður vitni að hjartastoppi, segir Davíð: „Í fyrsta lagi þarf að hringja í 112. Á meðan beðið skal hnoða á bringuna og í völdum tilfellum, þegar hjartarafstuðstæki eru nálægt þarf að fá það strax og tengja við sjúklinginn. Þetta eru þau þrjú viðbrögð sem skipta sköpum.“ Þetta hafi bjargað mörgum mannslífum, segir Davíð. „Mín skoðun er sú að þessi tæki þurfa að vera sem allra víðast.“
Heilbrigðismál Fótbolti Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira