Minnst sex flóttamenn létust í Ermarsundi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. ágúst 2023 22:27 Börn voru meðal þeirra Afgana og Súdana sem bjargað var eftir slysið. EPA Sex manns létust þegar bátur með nærri sjötíu flóttamenn innanborðs sökk nærri borginni Calais í Frakklandi við Ermarsund í dag. Björgunaraðilar frá Bretlandi og Frakklandi björguðu að minnsta kosti 59 manns sem lifðu sjóslysið af. Flestir þeirra sem voru á bátnum eru frá Afganistan en einhverjir frá Súdan, kemur fram í frétt BBC. Tveggja er enn saknað en leit af þeim hefur verið aflýst. Ekki er vitað með vissu hversu mörgum var bjargað og hve margir eru slasaðir. Frönsk yfirvöld segja að oft séu flóttamannabátar svo yfirfullir að erfitt sé að telja hve margir eru innanborðs. Hinir látnu eru afganskir menn sem eru taldir vera á fertugsaldri, samkvæmt saksóknara frönsku borgarinnar Boulogne. Sjöunda atvik vikunnar Samkvæmt upplýsingum frá frönsku landhelgisgæslunni barst útkall um klukkan 4:20 að morgni að staðartíma um vandræði í yfirfullum bát sem staðsettur var út af ströndum Sangatte-sveitarfélagsins í Frakklandi. Þegar bátur landhelgisgæslunnar mætti á svæðið var báturinn þegar sokkinn og sumir farþegar kölluðu á hjálp. Björgunarfólk í Frakklandi segir þetta sjöunda skiptið í vikunni sem þau hafa þurft að bjarga flóttafólki upp úr sjónum eftir að bátur hefði sokkið. Líklegt sé að bátarnir sem smyglarar nota til þess að koma fólki milli heimsálfa séu gallaðir. Mikið hefur borið á málum nýlega þar sem flóttafólk hefur drukknað á sjó í Evrópu. Á dögunum lést 41 flóttamaður þegar bátur fórst út af ströndum eyjunnar Lampedusa. Í júní létust hátt í hundrað flóttamenn þegar bát hvolfdi út af ströndum Grikklands. Fimm hundruð er enn saknað. Frakkland Bretland Flóttamenn Tengdar fréttir Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. 17. júní 2023 12:24 Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför. 9. ágúst 2023 11:22 Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. 9. maí 2021 22:57 Bátur með rúmlega 200 innanborðs týndur við Kanaríeyjar Spænskt björgunarlið leitar nú að bát undan ströndum Kanaríeyja en talið er að 200 flóttamenn hið minnsta séu um borð. 10. júlí 2023 08:35 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Björgunaraðilar frá Bretlandi og Frakklandi björguðu að minnsta kosti 59 manns sem lifðu sjóslysið af. Flestir þeirra sem voru á bátnum eru frá Afganistan en einhverjir frá Súdan, kemur fram í frétt BBC. Tveggja er enn saknað en leit af þeim hefur verið aflýst. Ekki er vitað með vissu hversu mörgum var bjargað og hve margir eru slasaðir. Frönsk yfirvöld segja að oft séu flóttamannabátar svo yfirfullir að erfitt sé að telja hve margir eru innanborðs. Hinir látnu eru afganskir menn sem eru taldir vera á fertugsaldri, samkvæmt saksóknara frönsku borgarinnar Boulogne. Sjöunda atvik vikunnar Samkvæmt upplýsingum frá frönsku landhelgisgæslunni barst útkall um klukkan 4:20 að morgni að staðartíma um vandræði í yfirfullum bát sem staðsettur var út af ströndum Sangatte-sveitarfélagsins í Frakklandi. Þegar bátur landhelgisgæslunnar mætti á svæðið var báturinn þegar sokkinn og sumir farþegar kölluðu á hjálp. Björgunarfólk í Frakklandi segir þetta sjöunda skiptið í vikunni sem þau hafa þurft að bjarga flóttafólki upp úr sjónum eftir að bátur hefði sokkið. Líklegt sé að bátarnir sem smyglarar nota til þess að koma fólki milli heimsálfa séu gallaðir. Mikið hefur borið á málum nýlega þar sem flóttafólk hefur drukknað á sjó í Evrópu. Á dögunum lést 41 flóttamaður þegar bátur fórst út af ströndum eyjunnar Lampedusa. Í júní létust hátt í hundrað flóttamenn þegar bát hvolfdi út af ströndum Grikklands. Fimm hundruð er enn saknað.
Frakkland Bretland Flóttamenn Tengdar fréttir Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. 17. júní 2023 12:24 Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför. 9. ágúst 2023 11:22 Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. 9. maí 2021 22:57 Bátur með rúmlega 200 innanborðs týndur við Kanaríeyjar Spænskt björgunarlið leitar nú að bát undan ströndum Kanaríeyja en talið er að 200 flóttamenn hið minnsta séu um borð. 10. júlí 2023 08:35 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. 17. júní 2023 12:24
Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför. 9. ágúst 2023 11:22
Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. 9. maí 2021 22:57
Bátur með rúmlega 200 innanborðs týndur við Kanaríeyjar Spænskt björgunarlið leitar nú að bát undan ströndum Kanaríeyja en talið er að 200 flóttamenn hið minnsta séu um borð. 10. júlí 2023 08:35