Minnst sex flóttamenn létust í Ermarsundi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. ágúst 2023 22:27 Börn voru meðal þeirra Afgana og Súdana sem bjargað var eftir slysið. EPA Sex manns létust þegar bátur með nærri sjötíu flóttamenn innanborðs sökk nærri borginni Calais í Frakklandi við Ermarsund í dag. Björgunaraðilar frá Bretlandi og Frakklandi björguðu að minnsta kosti 59 manns sem lifðu sjóslysið af. Flestir þeirra sem voru á bátnum eru frá Afganistan en einhverjir frá Súdan, kemur fram í frétt BBC. Tveggja er enn saknað en leit af þeim hefur verið aflýst. Ekki er vitað með vissu hversu mörgum var bjargað og hve margir eru slasaðir. Frönsk yfirvöld segja að oft séu flóttamannabátar svo yfirfullir að erfitt sé að telja hve margir eru innanborðs. Hinir látnu eru afganskir menn sem eru taldir vera á fertugsaldri, samkvæmt saksóknara frönsku borgarinnar Boulogne. Sjöunda atvik vikunnar Samkvæmt upplýsingum frá frönsku landhelgisgæslunni barst útkall um klukkan 4:20 að morgni að staðartíma um vandræði í yfirfullum bát sem staðsettur var út af ströndum Sangatte-sveitarfélagsins í Frakklandi. Þegar bátur landhelgisgæslunnar mætti á svæðið var báturinn þegar sokkinn og sumir farþegar kölluðu á hjálp. Björgunarfólk í Frakklandi segir þetta sjöunda skiptið í vikunni sem þau hafa þurft að bjarga flóttafólki upp úr sjónum eftir að bátur hefði sokkið. Líklegt sé að bátarnir sem smyglarar nota til þess að koma fólki milli heimsálfa séu gallaðir. Mikið hefur borið á málum nýlega þar sem flóttafólk hefur drukknað á sjó í Evrópu. Á dögunum lést 41 flóttamaður þegar bátur fórst út af ströndum eyjunnar Lampedusa. Í júní létust hátt í hundrað flóttamenn þegar bát hvolfdi út af ströndum Grikklands. Fimm hundruð er enn saknað. Frakkland Bretland Flóttamenn Tengdar fréttir Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. 17. júní 2023 12:24 Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför. 9. ágúst 2023 11:22 Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. 9. maí 2021 22:57 Bátur með rúmlega 200 innanborðs týndur við Kanaríeyjar Spænskt björgunarlið leitar nú að bát undan ströndum Kanaríeyja en talið er að 200 flóttamenn hið minnsta séu um borð. 10. júlí 2023 08:35 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Björgunaraðilar frá Bretlandi og Frakklandi björguðu að minnsta kosti 59 manns sem lifðu sjóslysið af. Flestir þeirra sem voru á bátnum eru frá Afganistan en einhverjir frá Súdan, kemur fram í frétt BBC. Tveggja er enn saknað en leit af þeim hefur verið aflýst. Ekki er vitað með vissu hversu mörgum var bjargað og hve margir eru slasaðir. Frönsk yfirvöld segja að oft séu flóttamannabátar svo yfirfullir að erfitt sé að telja hve margir eru innanborðs. Hinir látnu eru afganskir menn sem eru taldir vera á fertugsaldri, samkvæmt saksóknara frönsku borgarinnar Boulogne. Sjöunda atvik vikunnar Samkvæmt upplýsingum frá frönsku landhelgisgæslunni barst útkall um klukkan 4:20 að morgni að staðartíma um vandræði í yfirfullum bát sem staðsettur var út af ströndum Sangatte-sveitarfélagsins í Frakklandi. Þegar bátur landhelgisgæslunnar mætti á svæðið var báturinn þegar sokkinn og sumir farþegar kölluðu á hjálp. Björgunarfólk í Frakklandi segir þetta sjöunda skiptið í vikunni sem þau hafa þurft að bjarga flóttafólki upp úr sjónum eftir að bátur hefði sokkið. Líklegt sé að bátarnir sem smyglarar nota til þess að koma fólki milli heimsálfa séu gallaðir. Mikið hefur borið á málum nýlega þar sem flóttafólk hefur drukknað á sjó í Evrópu. Á dögunum lést 41 flóttamaður þegar bátur fórst út af ströndum eyjunnar Lampedusa. Í júní létust hátt í hundrað flóttamenn þegar bát hvolfdi út af ströndum Grikklands. Fimm hundruð er enn saknað.
Frakkland Bretland Flóttamenn Tengdar fréttir Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. 17. júní 2023 12:24 Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför. 9. ágúst 2023 11:22 Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. 9. maí 2021 22:57 Bátur með rúmlega 200 innanborðs týndur við Kanaríeyjar Spænskt björgunarlið leitar nú að bát undan ströndum Kanaríeyja en talið er að 200 flóttamenn hið minnsta séu um borð. 10. júlí 2023 08:35 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. 17. júní 2023 12:24
Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför. 9. ágúst 2023 11:22
Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. 9. maí 2021 22:57
Bátur með rúmlega 200 innanborðs týndur við Kanaríeyjar Spænskt björgunarlið leitar nú að bát undan ströndum Kanaríeyja en talið er að 200 flóttamenn hið minnsta séu um borð. 10. júlí 2023 08:35