Er núverandi ríkisstjórn að fífla þig? Tómas Ellert Tómasson skrifar 13. ágúst 2023 09:01 Ríkisstjórnin sem mynduð var í kjölfar kosninganna haustið 2017 hefur nú lifað í sex ár. Í upphafi var hún sögð sett á til að koma á pólitískum stöðugleika. Hinn pólitíski óstöðugleiki á þeim tíma sem hún var mynduð umhverfðist um það að tiltölulega nýstofnaður þingflokkur Bjartrar framtíðar sætti sig ekki við að þáverandi dómsmálaráðherra og þáverandi forsætisráðherra héldu upplýsingum leyndum frá samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Þáverandi, félags- og jafnréttismálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórninni, sagði ekkert tilefni hafa verið til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þessa. Sá ráðherra hafði á sínum snærum réttindi barna. Til upprifjunar fyrir lesendur að þá snerust stjórnarslitin árið 2017 um barnaníðsmál og uppreisn æru barnaníðinga. Nýstofnaði þingflokkurinn sem tók þátt í stjórnarsamstarfinu stóð ekki í lappirnar að mati þeirra sem eldri og yngri voru. Og því fór sem fór. Stjórnin sprakk. Ríkisstjórn stóla, bílstjóra og matarboða „Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fjallar um sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar. Í honum birtast leiðarstef um efnahagslegar og félagslegar framfarir, vernd umhverfis, kraftmikla verðmætasköpun, jafnrétti kynjanna og jafnvægi byggða og kynslóða“. Svo segir stjórnarsáttmálinn frá 2021. Stjórnarsáttmálinn frá 2017 sagði það sama nema að hann var með hvítan bakgrunn, 2021 sáttmálinn var með fjólubláan bakgrunn. Kæru íslendingar, það er verið að hafa ykkur að fíflum og ekki í fyrsta sinn. Ríkisstjórnin sem nú er við völd er ekki að gæta að hagsmunum þínum. Þessi ríkisstjórn snýst um stóla, bílstjóra og að halda rándýr matarboð á þinn kostnað. Ekkert annað. Jú, nema kannski „að ef þú ert ekki að misnota aðstöðu þína, að þá ertu að misnota aðstöðu þína“. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin sem mynduð var í kjölfar kosninganna haustið 2017 hefur nú lifað í sex ár. Í upphafi var hún sögð sett á til að koma á pólitískum stöðugleika. Hinn pólitíski óstöðugleiki á þeim tíma sem hún var mynduð umhverfðist um það að tiltölulega nýstofnaður þingflokkur Bjartrar framtíðar sætti sig ekki við að þáverandi dómsmálaráðherra og þáverandi forsætisráðherra héldu upplýsingum leyndum frá samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Þáverandi, félags- og jafnréttismálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórninni, sagði ekkert tilefni hafa verið til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þessa. Sá ráðherra hafði á sínum snærum réttindi barna. Til upprifjunar fyrir lesendur að þá snerust stjórnarslitin árið 2017 um barnaníðsmál og uppreisn æru barnaníðinga. Nýstofnaði þingflokkurinn sem tók þátt í stjórnarsamstarfinu stóð ekki í lappirnar að mati þeirra sem eldri og yngri voru. Og því fór sem fór. Stjórnin sprakk. Ríkisstjórn stóla, bílstjóra og matarboða „Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fjallar um sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar. Í honum birtast leiðarstef um efnahagslegar og félagslegar framfarir, vernd umhverfis, kraftmikla verðmætasköpun, jafnrétti kynjanna og jafnvægi byggða og kynslóða“. Svo segir stjórnarsáttmálinn frá 2021. Stjórnarsáttmálinn frá 2017 sagði það sama nema að hann var með hvítan bakgrunn, 2021 sáttmálinn var með fjólubláan bakgrunn. Kæru íslendingar, það er verið að hafa ykkur að fíflum og ekki í fyrsta sinn. Ríkisstjórnin sem nú er við völd er ekki að gæta að hagsmunum þínum. Þessi ríkisstjórn snýst um stóla, bílstjóra og að halda rándýr matarboð á þinn kostnað. Ekkert annað. Jú, nema kannski „að ef þú ert ekki að misnota aðstöðu þína, að þá ertu að misnota aðstöðu þína“. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í í Svf. Árborg.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar