Er núverandi ríkisstjórn að fífla þig? Tómas Ellert Tómasson skrifar 13. ágúst 2023 09:01 Ríkisstjórnin sem mynduð var í kjölfar kosninganna haustið 2017 hefur nú lifað í sex ár. Í upphafi var hún sögð sett á til að koma á pólitískum stöðugleika. Hinn pólitíski óstöðugleiki á þeim tíma sem hún var mynduð umhverfðist um það að tiltölulega nýstofnaður þingflokkur Bjartrar framtíðar sætti sig ekki við að þáverandi dómsmálaráðherra og þáverandi forsætisráðherra héldu upplýsingum leyndum frá samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Þáverandi, félags- og jafnréttismálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórninni, sagði ekkert tilefni hafa verið til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þessa. Sá ráðherra hafði á sínum snærum réttindi barna. Til upprifjunar fyrir lesendur að þá snerust stjórnarslitin árið 2017 um barnaníðsmál og uppreisn æru barnaníðinga. Nýstofnaði þingflokkurinn sem tók þátt í stjórnarsamstarfinu stóð ekki í lappirnar að mati þeirra sem eldri og yngri voru. Og því fór sem fór. Stjórnin sprakk. Ríkisstjórn stóla, bílstjóra og matarboða „Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fjallar um sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar. Í honum birtast leiðarstef um efnahagslegar og félagslegar framfarir, vernd umhverfis, kraftmikla verðmætasköpun, jafnrétti kynjanna og jafnvægi byggða og kynslóða“. Svo segir stjórnarsáttmálinn frá 2021. Stjórnarsáttmálinn frá 2017 sagði það sama nema að hann var með hvítan bakgrunn, 2021 sáttmálinn var með fjólubláan bakgrunn. Kæru íslendingar, það er verið að hafa ykkur að fíflum og ekki í fyrsta sinn. Ríkisstjórnin sem nú er við völd er ekki að gæta að hagsmunum þínum. Þessi ríkisstjórn snýst um stóla, bílstjóra og að halda rándýr matarboð á þinn kostnað. Ekkert annað. Jú, nema kannski „að ef þú ert ekki að misnota aðstöðu þína, að þá ertu að misnota aðstöðu þína“. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin sem mynduð var í kjölfar kosninganna haustið 2017 hefur nú lifað í sex ár. Í upphafi var hún sögð sett á til að koma á pólitískum stöðugleika. Hinn pólitíski óstöðugleiki á þeim tíma sem hún var mynduð umhverfðist um það að tiltölulega nýstofnaður þingflokkur Bjartrar framtíðar sætti sig ekki við að þáverandi dómsmálaráðherra og þáverandi forsætisráðherra héldu upplýsingum leyndum frá samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Þáverandi, félags- og jafnréttismálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórninni, sagði ekkert tilefni hafa verið til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þessa. Sá ráðherra hafði á sínum snærum réttindi barna. Til upprifjunar fyrir lesendur að þá snerust stjórnarslitin árið 2017 um barnaníðsmál og uppreisn æru barnaníðinga. Nýstofnaði þingflokkurinn sem tók þátt í stjórnarsamstarfinu stóð ekki í lappirnar að mati þeirra sem eldri og yngri voru. Og því fór sem fór. Stjórnin sprakk. Ríkisstjórn stóla, bílstjóra og matarboða „Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fjallar um sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar. Í honum birtast leiðarstef um efnahagslegar og félagslegar framfarir, vernd umhverfis, kraftmikla verðmætasköpun, jafnrétti kynjanna og jafnvægi byggða og kynslóða“. Svo segir stjórnarsáttmálinn frá 2021. Stjórnarsáttmálinn frá 2017 sagði það sama nema að hann var með hvítan bakgrunn, 2021 sáttmálinn var með fjólubláan bakgrunn. Kæru íslendingar, það er verið að hafa ykkur að fíflum og ekki í fyrsta sinn. Ríkisstjórnin sem nú er við völd er ekki að gæta að hagsmunum þínum. Þessi ríkisstjórn snýst um stóla, bílstjóra og að halda rándýr matarboð á þinn kostnað. Ekkert annað. Jú, nema kannski „að ef þú ert ekki að misnota aðstöðu þína, að þá ertu að misnota aðstöðu þína“. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í í Svf. Árborg.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar