„Ein versta tilfinning sem ég hef fundið á ferlinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2023 21:31 Ernir Bjarnason var svekktur eftir leik kvöldsins. Vísir „Tilfinningin er bara hræðileg. Þetta er ein versta tilfinning sem ég hef fundið á ferlinum. Þetta er bara ömurlegt,“ sagði Ernir Bjarnason, leikmaður Keflavíkur, eftir 1-1 jafntefli við Val í Bestu deild karla í kvöld. Keflvíkingar héldu að sigurinn væri vís með marki í uppbótartíma en Valur svaraði í blálokin. „Þetta voru miklar tilfinningasveiflur. Það var mikil gleði, við héldum að við værum búnir að vinna þetta og svo kemur þetta bara, eins og að vera kýldur í magann,“ segir Ernir. Keflvíkingar geti þó tekið eitthvað jákvætt út úr jafntefli við eitt sterkasta lið landsins. „Við verðum að taka eitthvað með okkur. Við höfum gert þetta áður, gerðum líka jafntefli við þá í fyrri leiknum. Við vitum alveg að við eigum að geta unnið þessi lið en það er eitthvað að stoppa það. Við tökum fullt jákvætt og fínt út úr þessu í dag.“ Klippa: Ernir eftir Val Leikur kvöldsins var sá fyrsti undir stjórn Haraldar Freys Guðmundssonar sem tók við af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni í vikunni. Keflavík hafði gefið út fyrr í vikunni að Sigurði yrði sagt upp eftir leiktíðina en því var breytt eftir tap fyrir HK í Kórnum og Sigurður látinn fara þá þegar. „Þetta var mjög skrýtið hvernig þetta fór. En þeir breyttu ákvörðuninni og ætli það hafi ekki verið rétt ákvörðun. Það finnst mér, að fá eitthvað nýtt inn fyrst þeir ætluðu að breyta. Það tengist ekkert Sigga eða leikmönnunum, en það hjálpar oft að fá eitthvað nýtt inn og breyta einhverju og við sjáum hvað það endist,“ Ernir segir leikmönnum þá lítast vel á að starfa með Haraldi. Þeir séu ákveðnir í að halda liðinu uppi. „Það líst öllum mjög vel á Halla, þetta er bara Keflvíkingur í húð og hár og veit hvað það þýðir að spila fyrir félagið. Það er létt yfir þessu, við höldum áfram og björgum félaginu frá falli,“ segir Ernir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Önnur viðtöl eftir leikinn í Reykjanesbæ má sjá að neðan. Klippa: Haraldur eftir Val Klippa: Arnar eftir Keflavík Klippa: Birkir Már eftir Keflavík Keflavík ÍF Besta deild karla Valur Mest lesið Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
„Þetta voru miklar tilfinningasveiflur. Það var mikil gleði, við héldum að við værum búnir að vinna þetta og svo kemur þetta bara, eins og að vera kýldur í magann,“ segir Ernir. Keflvíkingar geti þó tekið eitthvað jákvætt út úr jafntefli við eitt sterkasta lið landsins. „Við verðum að taka eitthvað með okkur. Við höfum gert þetta áður, gerðum líka jafntefli við þá í fyrri leiknum. Við vitum alveg að við eigum að geta unnið þessi lið en það er eitthvað að stoppa það. Við tökum fullt jákvætt og fínt út úr þessu í dag.“ Klippa: Ernir eftir Val Leikur kvöldsins var sá fyrsti undir stjórn Haraldar Freys Guðmundssonar sem tók við af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni í vikunni. Keflavík hafði gefið út fyrr í vikunni að Sigurði yrði sagt upp eftir leiktíðina en því var breytt eftir tap fyrir HK í Kórnum og Sigurður látinn fara þá þegar. „Þetta var mjög skrýtið hvernig þetta fór. En þeir breyttu ákvörðuninni og ætli það hafi ekki verið rétt ákvörðun. Það finnst mér, að fá eitthvað nýtt inn fyrst þeir ætluðu að breyta. Það tengist ekkert Sigga eða leikmönnunum, en það hjálpar oft að fá eitthvað nýtt inn og breyta einhverju og við sjáum hvað það endist,“ Ernir segir leikmönnum þá lítast vel á að starfa með Haraldi. Þeir séu ákveðnir í að halda liðinu uppi. „Það líst öllum mjög vel á Halla, þetta er bara Keflvíkingur í húð og hár og veit hvað það þýðir að spila fyrir félagið. Það er létt yfir þessu, við höldum áfram og björgum félaginu frá falli,“ segir Ernir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Önnur viðtöl eftir leikinn í Reykjanesbæ má sjá að neðan. Klippa: Haraldur eftir Val Klippa: Arnar eftir Keflavík Klippa: Birkir Már eftir Keflavík
Keflavík ÍF Besta deild karla Valur Mest lesið Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti