Hvað er planið Guðmundur? Askur Hrafn Hannesson, Aníta Sóley Scheving og Íris Björk Ágústsdóttir skrifa 14. ágúst 2023 11:00 Opið bréf til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félagsmálaráðherra Frá 1. júlí hafa 53 einstaklingar fengið tilkynningu um niðurfellingu á lágmarksþjónustu samkvæmt ríkislögreglustjóra. Ástæðan fyrir niðurfellingunni er að þau hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta eru afleiðingar nýrra útlendingalaga sem þú hjálpaðir við að innleiða með atkvæði þínu. Þrátt fyrir að kjósa með frumvarpinu þá tókstu ekki þátt í efnislegri umræðu þess á Alþingi. Samt var ítrekað kallað eftir því að þú mættir í salinn til að standa fyrir máli þínu, en aldrei mættir þú. Þú kaust með því þrátt fyrir að varað hefði verið við þessum afleiðingum útlendingafrumvarpsins úr mörgum áttum, bæði af félagasamtökum, mannréttindasamtökum og stjórnarandstæðingum. Þar á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem hafði þetta að segja í umsögn sinni um frumvarpið: ,,Þá er það sérstaklega áminnisvert að hvergi er minnst á konur í viðkvæmri stöðu og hunsar frumvarpið því með öllu þá hættu sem stafar af konum t.d. að lenda í mansali.” Það er því miður einmitt um þessar mundir sem að alvarlegar áhyggjur Kvenréttindafélagsins hafa orðið að veruleika. Nýlega kom fram í fréttum að þrjár konur voru þvingaðar út úr félagslegu húsnæði af lögreglu. Þessar konur (og önnur í sömu stöðu) hafa misst alla félagslega aðstoð. Í þeirra tilfelli þá geta þær hvergi leitað. Þú varst með staðhæfingar um að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga myndu tryggja að sveitarfélög tækju við ábyrgðinni á fólki í þessari stöðu. „…Við höfum verið að huga að stöðu þeirra sem minna mega sín í hópi þeirra sem eru að sækja um vernd hér á landi frá mörgum stöðum í heiminum. En varðandi þau orð hv. þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk…” Þessi orð mæltir þú í atkvæðagreiðslu annarar umræðu útlendingafrumvarpsins. Þessi orð vöktu reiði hjá þingmönnum, sveitarstjórnum og almenningi vegna skorts á samráði við sveitarfélögin. Hvar er sú viðbragðsáætlun? Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fjölmennasta sveitarfélags Íslands, sagði að ekkert hafði verið rætt við borgina um þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í viðtali við RÚV segirðu svo: „Það er eitthvað sem þarf að ræða við dómsmálaráðherra eða ríkislögreglustjóra sem bera ábyrgð á stöðu hælisleitenda sem eru búnir að fá endanlega synjun.“ Hver þarf að ræða það? Ert það ekki einmitt þú sjálfur, sem talaðir eins og þetta væri allt klappað og klárt þegar þú afgreiddir útlendingalögin? Eigum við að trúa því að þér finnist þú bera svo litla ábyrgð á stöðunni, að þú hafir ekki einu sinni gengið eftir því að einhverstaðar væri einhver að vinna í samræmi við það sem þú sagðir í atkvæðagreiðslunni? Ríkið hefur hafnað ábyrgðinni. Ekkert samráð hefur verið við sveitarfélög. Hjálparsamtök og einstaklingar eru að gera sitt besta en hafa ekki tök á að aðstoða alla. Það ríkir mannúðarkrísa. Þú og samstarfsfólk þitt í ríkisstjórn ykkar hafið nú dæmt þetta fólk til heimilisleysis og aukinnar hættu á misnotkun og ofbeldi. Þetta er fólk sem í nánast öllum tilvikum á ekkert stuðningsnet eða í nein önnur hús að venda. Því er gatan þeirra eini möguleiki. Heimilisleysi er nú þegar grafalvarlegt vandamál sem þarf að takast á við. Það að auka heimilisleysi hjálpar engum. Svo nú spyrjum við þig, hvað er planið, Guðmundur? Höfundar eru meðlimir Andófs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félagsmálaráðherra Frá 1. júlí hafa 53 einstaklingar fengið tilkynningu um niðurfellingu á lágmarksþjónustu samkvæmt ríkislögreglustjóra. Ástæðan fyrir niðurfellingunni er að þau hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta eru afleiðingar nýrra útlendingalaga sem þú hjálpaðir við að innleiða með atkvæði þínu. Þrátt fyrir að kjósa með frumvarpinu þá tókstu ekki þátt í efnislegri umræðu þess á Alþingi. Samt var ítrekað kallað eftir því að þú mættir í salinn til að standa fyrir máli þínu, en aldrei mættir þú. Þú kaust með því þrátt fyrir að varað hefði verið við þessum afleiðingum útlendingafrumvarpsins úr mörgum áttum, bæði af félagasamtökum, mannréttindasamtökum og stjórnarandstæðingum. Þar á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem hafði þetta að segja í umsögn sinni um frumvarpið: ,,Þá er það sérstaklega áminnisvert að hvergi er minnst á konur í viðkvæmri stöðu og hunsar frumvarpið því með öllu þá hættu sem stafar af konum t.d. að lenda í mansali.” Það er því miður einmitt um þessar mundir sem að alvarlegar áhyggjur Kvenréttindafélagsins hafa orðið að veruleika. Nýlega kom fram í fréttum að þrjár konur voru þvingaðar út úr félagslegu húsnæði af lögreglu. Þessar konur (og önnur í sömu stöðu) hafa misst alla félagslega aðstoð. Í þeirra tilfelli þá geta þær hvergi leitað. Þú varst með staðhæfingar um að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga myndu tryggja að sveitarfélög tækju við ábyrgðinni á fólki í þessari stöðu. „…Við höfum verið að huga að stöðu þeirra sem minna mega sín í hópi þeirra sem eru að sækja um vernd hér á landi frá mörgum stöðum í heiminum. En varðandi þau orð hv. þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk…” Þessi orð mæltir þú í atkvæðagreiðslu annarar umræðu útlendingafrumvarpsins. Þessi orð vöktu reiði hjá þingmönnum, sveitarstjórnum og almenningi vegna skorts á samráði við sveitarfélögin. Hvar er sú viðbragðsáætlun? Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fjölmennasta sveitarfélags Íslands, sagði að ekkert hafði verið rætt við borgina um þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í viðtali við RÚV segirðu svo: „Það er eitthvað sem þarf að ræða við dómsmálaráðherra eða ríkislögreglustjóra sem bera ábyrgð á stöðu hælisleitenda sem eru búnir að fá endanlega synjun.“ Hver þarf að ræða það? Ert það ekki einmitt þú sjálfur, sem talaðir eins og þetta væri allt klappað og klárt þegar þú afgreiddir útlendingalögin? Eigum við að trúa því að þér finnist þú bera svo litla ábyrgð á stöðunni, að þú hafir ekki einu sinni gengið eftir því að einhverstaðar væri einhver að vinna í samræmi við það sem þú sagðir í atkvæðagreiðslunni? Ríkið hefur hafnað ábyrgðinni. Ekkert samráð hefur verið við sveitarfélög. Hjálparsamtök og einstaklingar eru að gera sitt besta en hafa ekki tök á að aðstoða alla. Það ríkir mannúðarkrísa. Þú og samstarfsfólk þitt í ríkisstjórn ykkar hafið nú dæmt þetta fólk til heimilisleysis og aukinnar hættu á misnotkun og ofbeldi. Þetta er fólk sem í nánast öllum tilvikum á ekkert stuðningsnet eða í nein önnur hús að venda. Því er gatan þeirra eini möguleiki. Heimilisleysi er nú þegar grafalvarlegt vandamál sem þarf að takast á við. Það að auka heimilisleysi hjálpar engum. Svo nú spyrjum við þig, hvað er planið, Guðmundur? Höfundar eru meðlimir Andófs.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun