Venjulegar vinkonur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 14. ágúst 2023 09:30 Vinkonuhópur úr grunnskóla hittist eftir aðskilnað í áravís. Þær eru 22 ára. Það eru fagnaðarfundir, margt á dagana drifið og frá mörgu að segja gleði og sorg – væntingar og vonbrigði. Eins og lífið er. Þegar hallar að kvöldi og trúnó tekur völdin stígur ein þeirra upp og segir frá ofbeldi sem þjálfarinn hennar beitti hana. Hún hafði verið efnileg í sinni íþrótt, metnaðarfull, sterk, hæfileikarík. Smásaman byrjaði hún að molna undan endalausi áreitni. Duldu hótanirnar, samfélagsmiðlaeineltið og óviðeigandi snertinganar báru hana ofurliði – og skömmin tók yfir – enginn að snúa sér til – hver myndi trúa henni? Hann hafði valdið og virðinguna og hver var hún? Hún hætti – gafst upp. Vinkonuhópurinn er sleginn – þögn slær á hópinn. Þar til næsta segir frá sinni sögu. Þær vissu allar að mamma hennar var í neyslu þegar hún var yngri, hún var sjö ára þegar kærasti mömmu hennar leitaði á hana sofandi. Hún sagði frá – enginn trúði henni. Seinna réðist kærasti hennar á hana og nauðgaði henni þar sem hún svaf. Svo kom sú þriðja – hún hitti strák á útihátíð – hann króaði hana af og nauðgaði á bak við klósett. Allar vinkonurnar höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Allir gerendurnir voru karlar. Ekkert samþykki, engin virðing, engin mörk – eingöngu yfirgangur, ofbeldi og fyrirlitning. Það sem vinkonuhópurinn átti sameignlegt eftir obeldið sem þær höfðu verið beittar, var að þær höfðu strögglað – harkað af sér – brutt jaxla – reynt að láta sem ekkert sé – og þjáðst – hvern dag. Í viðbót við kynferðisofbeldið – árásina á líkama þeirra og kynverund - þá hafði verið ráðst á sjálfsmynd þeirra, lífsgleði, hugarró og tengslamyndun. Hvernig gat einhver gert þeim þetta? Þær sitja saman í þögn. Hver og ein hugsar – er þetta virkilega það sem fylgir því að vera stelpa? Lenda allar konur í kynferðisofbeldi? Af hverju? Af hverju þær? Þær spyra sig. Hver og ein burðast með skömm og sjálfsásökun því þær eru allar meðvitaðar um hvernig er talað um þolendur kynferðisofbeldis í samfélaginu – drusluskammaðar, sakaðar um lygar og athygissýki í viðleitni sinni að leita réttlætis. Seiglan, styrkurinn og úthaldið í vinkonuhópnum er takmarkalaus – þrátt fyrir allt þá halda þær áfram með bakpokana að framan og aftan. Hefur þú lesandi góður svar fyrir þennan vinkvennahóp? Er einhver í þínum vinahóp sem þessar sögur eiga við? Við sem samfélag getum ekki haldið áfram að láta sem ekkert sé. Við sem samfélag þurfum að breyta því hvernig við tölum um þolendur kynferðisofbeldis. Við þurfum að trúa þeim, reyna að skilja afleiðingarnar og gera betur þegar við dettum í pytt drusluvæðingar og gerendameðvirkni. Við þurfum að eiga samtal við drengina okkar um mörk, samþykki, virðingu, kynlíf og klám. Við þurfum að byrja snemma, halda áfram og aldrei hætta fyrir en kynferðisofbeldi gegn stúlkum og konum er útrýmt. Foreldrar, skólakerfið og samfélagið allt ber ábyrgð – við þurfum að taka höndum saman og mennta drengina okkar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vinkonuhópur úr grunnskóla hittist eftir aðskilnað í áravís. Þær eru 22 ára. Það eru fagnaðarfundir, margt á dagana drifið og frá mörgu að segja gleði og sorg – væntingar og vonbrigði. Eins og lífið er. Þegar hallar að kvöldi og trúnó tekur völdin stígur ein þeirra upp og segir frá ofbeldi sem þjálfarinn hennar beitti hana. Hún hafði verið efnileg í sinni íþrótt, metnaðarfull, sterk, hæfileikarík. Smásaman byrjaði hún að molna undan endalausi áreitni. Duldu hótanirnar, samfélagsmiðlaeineltið og óviðeigandi snertinganar báru hana ofurliði – og skömmin tók yfir – enginn að snúa sér til – hver myndi trúa henni? Hann hafði valdið og virðinguna og hver var hún? Hún hætti – gafst upp. Vinkonuhópurinn er sleginn – þögn slær á hópinn. Þar til næsta segir frá sinni sögu. Þær vissu allar að mamma hennar var í neyslu þegar hún var yngri, hún var sjö ára þegar kærasti mömmu hennar leitaði á hana sofandi. Hún sagði frá – enginn trúði henni. Seinna réðist kærasti hennar á hana og nauðgaði henni þar sem hún svaf. Svo kom sú þriðja – hún hitti strák á útihátíð – hann króaði hana af og nauðgaði á bak við klósett. Allar vinkonurnar höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Allir gerendurnir voru karlar. Ekkert samþykki, engin virðing, engin mörk – eingöngu yfirgangur, ofbeldi og fyrirlitning. Það sem vinkonuhópurinn átti sameignlegt eftir obeldið sem þær höfðu verið beittar, var að þær höfðu strögglað – harkað af sér – brutt jaxla – reynt að láta sem ekkert sé – og þjáðst – hvern dag. Í viðbót við kynferðisofbeldið – árásina á líkama þeirra og kynverund - þá hafði verið ráðst á sjálfsmynd þeirra, lífsgleði, hugarró og tengslamyndun. Hvernig gat einhver gert þeim þetta? Þær sitja saman í þögn. Hver og ein hugsar – er þetta virkilega það sem fylgir því að vera stelpa? Lenda allar konur í kynferðisofbeldi? Af hverju? Af hverju þær? Þær spyra sig. Hver og ein burðast með skömm og sjálfsásökun því þær eru allar meðvitaðar um hvernig er talað um þolendur kynferðisofbeldis í samfélaginu – drusluskammaðar, sakaðar um lygar og athygissýki í viðleitni sinni að leita réttlætis. Seiglan, styrkurinn og úthaldið í vinkonuhópnum er takmarkalaus – þrátt fyrir allt þá halda þær áfram með bakpokana að framan og aftan. Hefur þú lesandi góður svar fyrir þennan vinkvennahóp? Er einhver í þínum vinahóp sem þessar sögur eiga við? Við sem samfélag getum ekki haldið áfram að láta sem ekkert sé. Við sem samfélag þurfum að breyta því hvernig við tölum um þolendur kynferðisofbeldis. Við þurfum að trúa þeim, reyna að skilja afleiðingarnar og gera betur þegar við dettum í pytt drusluvæðingar og gerendameðvirkni. Við þurfum að eiga samtal við drengina okkar um mörk, samþykki, virðingu, kynlíf og klám. Við þurfum að byrja snemma, halda áfram og aldrei hætta fyrir en kynferðisofbeldi gegn stúlkum og konum er útrýmt. Foreldrar, skólakerfið og samfélagið allt ber ábyrgð – við þurfum að taka höndum saman og mennta drengina okkar. Höfundur er kennari.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar