Viðskipti innlent

Úti­líf og Alparnir sam­einast undir merkjum Úti­lífs

Atli Ísleifsson skrifar
Útilíf rekur í dag þrjár verslanir á Íslandi.
Útilíf rekur í dag þrjár verslanir á Íslandi. Vísir/Atli

Útilíf hefur fest kaup á verslun Ölpunum og munu útivistarverslanirnar sameinast undir merkum Útilífs í næsta mánuði.

Í tilkynningu frá Útilífi segir að með kaupunum styrki fyrirtækið stöðu sína enn frekar á markaðinum með auknu úrvali af fremstu útivistar- og skíðavörumerkjum heims auk þess að fá til liðs við sig starfsfólk með mikla þekkingu og reynslu frá Ölpunum.

„Útilíf á sér sterka sögu og fagnar 50 ára afmæli á næsta ári og við sjáum mikil tækifæri í því að byggja á þeirri sterku arfleifð sem Útilíf býr yfir með nýjum og nútímalegum áherslum og kaupin á Ölpunum eru spennandi hluti af þeirri vegferð,” er haft eftir Elínu Tinnu Logadóttur, framkvæmdastjóra Útilífs. 

Með kaupunum fylgir meðal annars umboðið á Íslandi fyrir merkin Salomon og Atomic.

Þá er haft eftir Brynjari Hafþórssyni, framkvæmdastjóra Alpanna, að hann sé fullur tilhlökkunar að sameinast Útilífi. Alparnir hafa rekið verslun í Faxafeni í Reykjavík. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×