Erlent

Festust í Eiffel-turninum í eina nótt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Venjulega er ekki boðið upp á gistingar í Eiffel-turninuim.
Venjulega er ekki boðið upp á gistingar í Eiffel-turninuim. EPA/Teresa Suarez

Tveimur bandarískum ferðamönnum var í gær bjargað úr Eiffel-turninum í París, höfuðborg Frakklands, eftir að hafa fests þar kvöldið áður. Talið er að mennirnir hafi villst er þeir skoðuðu turninn vegna þess hve drukknir þeir voru. 

BBC greinir frá. Mennirnir höfðu borgað fyrir aðgang að turninum rétt fyrir klukkan ellefu á sunnudagskvöld. Þeir hins vegar komust ekki niður fyrr en þegar turninn var opnaður morguninn eftir klukkan níu. 

Fundust mennirnir tveir á svæði milli annarrar og þriðju hæðar turnsins. Svæðið er venjulega lokað fyrir almenningi en talið er að mennirnir hafi óvart ráfað þangað inn vegna ástands þeirra en þeir voru verulega ölvaðir. Hins vegar hafi þeir ekki náð að koma sér út aftur. 

Mennirnir voru yfirheyrðir af lögreglu en var að lokum sleppt. Ekki er talið að þeir hafi ætlað að gera eitthvað af sér er þeir ráfuðu inn á svæðið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×