Hverjir eru flóttamenn? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. ágúst 2023 09:02 - Til upplýsinga fyrir fjölmiðlamenn og aðra vegna ónákvæmrar hugtakanotkunar - Hugtakið flóttamaður er lagalegt hugtak og vel skilgreint í íslenskum lögum sem eru, vel að merkja, í fullu samræmi við alþjóðasamninga. Þannig telst útlendingur vera flóttamaður ef hann er á flótta undan ofsóknum vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. Útlendingur telst einnig flóttamaður ef raunhæf ástæða er til að ætla að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða að hann verði fyrir alvarlegum skaða af völdum handahófskennds ofbeldis í vopnuðum átökum þar sem ekki er greint á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka verði hann sendur aftur til heimalands síns. Sama gildir um ríkisfangslausa einstaklinga. Þessi skilgreining byggir sem áður segir á alþjóðasamningum sem Ísland hefur undirgengist um réttarstöðu flóttamanna. Hún er sömuleiðis í samræmi við þá útbreiddu skoðun hér á landi að okkur beri siðferðileg skylda til að leggja okkar af mörkum til lausnar á vanda flóttafólks. Ísland er enda ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Þótt fámennið setji okkur skorður viljum við standa okkur vel við að taka eftir mætti á móti fólki sem flýr stríðsátök og ofsóknir. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en í dag, eða yfir 100 milljónir manna, og þeim fer fjölgandi. En engum er greiði gerður með því að við förum fram úr getu okkar. Það mun ekki enda vel. Samkvæmt framangreindum lögum eiga einstaklingar sem hingað leita og fullnægja skilyrðum laganna rétt á vernd hér á landi. Á meðan íslensk stjórnvöld kanna hvort þeir uppfylli skilyrðin, teljast þeir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Uppfylli einstaklingar ekki skilyrði íslenskra laga til þess að fá vernd, ber þeim að yfirgefa landið að lokinni málsmeðferð stjórnvalda. Þeir hafa þá dvalið hér, sumir hverjir langtímum saman, á framfæri íslenskra skattgreiðenda, enda gera lögin ráð fyrir því. Það er mikilvægt að hér ríki sátt um að Ísland uppfylli áfram skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og taki vel á móti fólki á flótta undan raunverulegum ógnum. Um það höfum við skapað lagaumgjörð, enda er mikilvægt að neyðarkerfið þjóni þeim sem á þurfa að halda. Enda var til þess stofnað í þeim eina tilgangi. Þá ber öllum á íslensku yfirráðasvæði auðvitað að hlíta lögmætum niðurstöðum stjórnvalda og að fara að fyrirmælum lögreglu – fara sem sé eftir íslenskum lögum í einu og öllu. Það er sömuleiðis mikilvægt að við ræðum áfram og opinskátt þann vanda sem við blasir í þessum málaflokki og notum okkur eins og jafnan annars þróun og reynslu nágrannalanda okkar í þeim efnum. Þá er mikilvægt að við vöndum umræðuna. Þar gerum við misríkar kröfur til þeirra sem leggja til hennar. Við hljótum t.a.m. að gera ríkar kröfur til fjölmiðlafólks um að það viðhafi fagleg vinnubrögð, m.a. með því að nota hugtök eins og flóttafólk ekki á rangan hátt. Enda er það mikilvægt fyrir almenning sem treystir á réttar og sannar upplýsingar og heiðarlega framsetningu úr þeim ranni, sem er í samræmi við siðareglur blaðamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
- Til upplýsinga fyrir fjölmiðlamenn og aðra vegna ónákvæmrar hugtakanotkunar - Hugtakið flóttamaður er lagalegt hugtak og vel skilgreint í íslenskum lögum sem eru, vel að merkja, í fullu samræmi við alþjóðasamninga. Þannig telst útlendingur vera flóttamaður ef hann er á flótta undan ofsóknum vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. Útlendingur telst einnig flóttamaður ef raunhæf ástæða er til að ætla að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða að hann verði fyrir alvarlegum skaða af völdum handahófskennds ofbeldis í vopnuðum átökum þar sem ekki er greint á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka verði hann sendur aftur til heimalands síns. Sama gildir um ríkisfangslausa einstaklinga. Þessi skilgreining byggir sem áður segir á alþjóðasamningum sem Ísland hefur undirgengist um réttarstöðu flóttamanna. Hún er sömuleiðis í samræmi við þá útbreiddu skoðun hér á landi að okkur beri siðferðileg skylda til að leggja okkar af mörkum til lausnar á vanda flóttafólks. Ísland er enda ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Þótt fámennið setji okkur skorður viljum við standa okkur vel við að taka eftir mætti á móti fólki sem flýr stríðsátök og ofsóknir. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en í dag, eða yfir 100 milljónir manna, og þeim fer fjölgandi. En engum er greiði gerður með því að við förum fram úr getu okkar. Það mun ekki enda vel. Samkvæmt framangreindum lögum eiga einstaklingar sem hingað leita og fullnægja skilyrðum laganna rétt á vernd hér á landi. Á meðan íslensk stjórnvöld kanna hvort þeir uppfylli skilyrðin, teljast þeir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Uppfylli einstaklingar ekki skilyrði íslenskra laga til þess að fá vernd, ber þeim að yfirgefa landið að lokinni málsmeðferð stjórnvalda. Þeir hafa þá dvalið hér, sumir hverjir langtímum saman, á framfæri íslenskra skattgreiðenda, enda gera lögin ráð fyrir því. Það er mikilvægt að hér ríki sátt um að Ísland uppfylli áfram skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og taki vel á móti fólki á flótta undan raunverulegum ógnum. Um það höfum við skapað lagaumgjörð, enda er mikilvægt að neyðarkerfið þjóni þeim sem á þurfa að halda. Enda var til þess stofnað í þeim eina tilgangi. Þá ber öllum á íslensku yfirráðasvæði auðvitað að hlíta lögmætum niðurstöðum stjórnvalda og að fara að fyrirmælum lögreglu – fara sem sé eftir íslenskum lögum í einu og öllu. Það er sömuleiðis mikilvægt að við ræðum áfram og opinskátt þann vanda sem við blasir í þessum málaflokki og notum okkur eins og jafnan annars þróun og reynslu nágrannalanda okkar í þeim efnum. Þá er mikilvægt að við vöndum umræðuna. Þar gerum við misríkar kröfur til þeirra sem leggja til hennar. Við hljótum t.a.m. að gera ríkar kröfur til fjölmiðlafólks um að það viðhafi fagleg vinnubrögð, m.a. með því að nota hugtök eins og flóttafólk ekki á rangan hátt. Enda er það mikilvægt fyrir almenning sem treystir á réttar og sannar upplýsingar og heiðarlega framsetningu úr þeim ranni, sem er í samræmi við siðareglur blaðamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar