Vill að talibanar verði sóttir til saka fyrir brot á rétti stúlkna Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 11:13 Gordon Brown, sendifulltrí SÞ í menntamálum og fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. AP/Bebeto Matthews Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum segir að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir að banna stúlkum að mennta sig og stunda vinnu. Það telur hann glæp gegn mannkyninu. Talibanar hrifsuðu völdin í Afganistan fyrir tveimur árum. Þeir hafa síðan framfylgt strangri túlkun á íslömskum sjaríalögum, Samkvæmt henni er stúlkum bannað að mennta sig frekar eftir að grunnskólanámi lýkur. Konum er jafnframt bannað að vinna flest störf. Gordon Brown, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum, fordæmdi talibanastjórnina á blaðamannafundi í dag. Sakaði hann þá um að bera ábyrgð á „smánarlegustu, grimmdarlegustu og óverjandi brotum á réttindum kvenna og stúlkna í heiminum í dag“. Sagðist Brown hafa sent Karim Khan, saksóknara við Alþjóðlega sakamáladómstólinn, lögfræðiálit þess efnis að mannréttindabrotin á afgönskum konum og stúlkum ættu að teljast glæpur gegn mannkyninu. Dómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir þau. Þá hvatti Brown ríki þar sem múslimar eru í meirihluta til þess að senda sendinefnd klerka til Kandahar, heimaborgar Hibatullah Akhundzada, æðsta leiðtoga talibana, til þess að gera honum ljóst að bann við menntun kvenna og atvinnu eigi sér enga stoð í Kóraninum og íslam. Talibanar hafa þó látið gagnrýni á stöðu kvenna í Afganistan sér sem vind um eyru þjóta. Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, sagði AP-fréttastofunni að engar breytingar væru í vændum. Stjórn þeirra væri jafnframt komin til að vera. Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Trúmál Skóla - og menntamál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Talibanar hrifsuðu völdin í Afganistan fyrir tveimur árum. Þeir hafa síðan framfylgt strangri túlkun á íslömskum sjaríalögum, Samkvæmt henni er stúlkum bannað að mennta sig frekar eftir að grunnskólanámi lýkur. Konum er jafnframt bannað að vinna flest störf. Gordon Brown, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum, fordæmdi talibanastjórnina á blaðamannafundi í dag. Sakaði hann þá um að bera ábyrgð á „smánarlegustu, grimmdarlegustu og óverjandi brotum á réttindum kvenna og stúlkna í heiminum í dag“. Sagðist Brown hafa sent Karim Khan, saksóknara við Alþjóðlega sakamáladómstólinn, lögfræðiálit þess efnis að mannréttindabrotin á afgönskum konum og stúlkum ættu að teljast glæpur gegn mannkyninu. Dómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir þau. Þá hvatti Brown ríki þar sem múslimar eru í meirihluta til þess að senda sendinefnd klerka til Kandahar, heimaborgar Hibatullah Akhundzada, æðsta leiðtoga talibana, til þess að gera honum ljóst að bann við menntun kvenna og atvinnu eigi sér enga stoð í Kóraninum og íslam. Talibanar hafa þó látið gagnrýni á stöðu kvenna í Afganistan sér sem vind um eyru þjóta. Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, sagði AP-fréttastofunni að engar breytingar væru í vændum. Stjórn þeirra væri jafnframt komin til að vera.
Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Trúmál Skóla - og menntamál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira