Vísitala íbúðaverðs lækkar áfram og kaupsamningum fækkar Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. ágúst 2023 11:37 Kaupsamningum Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8 prósent milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölu hefur ekki mælst jafn lítil síðan 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í júní voru sautján prósentum færri en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðu Landsbankans undir liðnum efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi vísitala íbúðaverðs lækkað um 0,8 prósent milli mánaða í júlí og lækkað um 1,1 prósent í júní. Fyrir það hafi hún hækkað á milli mánaða fjóra mánuði í röð. Sérbýlishluti vísitölunnar lækkaði um 2,8 prósent, mun meira en fjölbýlishlutinn sem lækkaði um 0,2 prósent. Árshækkun vísitölunnar fór úr 2,7 prósentum niður í 0,8 prósent og hefur hún ekki verið svo lítil síðan í janúar 2011. Árshækkunin náði hámarki í júní í fyrra þegar hún mældist 25,5 prósent. Þessi mikla lækkun á tólf mánaða breytingunni er tilkomin vegna þess að vísitalan lækkaði milli mánaða og vegna þess að mælingin frá í júlí 2022 datt út úr ársbreytingunni. Ólíklegt að markaðurinn komist á skrið Á vef Landsbankans kemur einnig fram að 514 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í júní, samkvæmt tölum HMS. Um sautján prósentum færri en í júní í fyrra. Síðustu 23 mánuði hafa kaupsamningar verið færri en í sama mánuði árið á undan. Þeim fækkaði þó minna milli ára í júní heldur en í maí og apríl, þegar þeim fækkaði um 35 prósent og 26 prósent milli ára. Landsbankinn segir að vaxtahækkanir hafi komið skýrast fram á íbúðamarkaði og að markaðurinn fari enn kólnandi þó viðskipti séu langt frá því að stöðvast. Enn séu í gildi reglur um þrengri lánþegaskilyrði sem styðji við áhrif vaxtahækkana og torvelda ekki síst nýjum kaupendum að koma inn á markaðinn. Þá segir að frá því að fasteignamarkaðurinn fór að róast um mitt síðasta ár hafi mánaðarbreyting vísitölu verið breytileg og óútreiknanleg. Því sé ekki útséð um að íbúðaverð geti hækkað aftur lítillega á næstu mánuðum. Ólíklegt sé að markaðurinn komist á mikið skrið á meðan vextir eru eins háir og nú. Verðþróun velti því að miklu leyti á því hvenær verðbólgan hjaðnar nógu mikið til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferli. Verðbólgan skrifist nú að litlu leyti á íbúðamarkað og þessar nýju tölur gefi frekari ástæðu til að telja að peningastefnunefnd taki mun minna skref í næstu viku en á síðustu fundum. Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Þetta kemur fram á vefsíðu Landsbankans undir liðnum efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi vísitala íbúðaverðs lækkað um 0,8 prósent milli mánaða í júlí og lækkað um 1,1 prósent í júní. Fyrir það hafi hún hækkað á milli mánaða fjóra mánuði í röð. Sérbýlishluti vísitölunnar lækkaði um 2,8 prósent, mun meira en fjölbýlishlutinn sem lækkaði um 0,2 prósent. Árshækkun vísitölunnar fór úr 2,7 prósentum niður í 0,8 prósent og hefur hún ekki verið svo lítil síðan í janúar 2011. Árshækkunin náði hámarki í júní í fyrra þegar hún mældist 25,5 prósent. Þessi mikla lækkun á tólf mánaða breytingunni er tilkomin vegna þess að vísitalan lækkaði milli mánaða og vegna þess að mælingin frá í júlí 2022 datt út úr ársbreytingunni. Ólíklegt að markaðurinn komist á skrið Á vef Landsbankans kemur einnig fram að 514 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í júní, samkvæmt tölum HMS. Um sautján prósentum færri en í júní í fyrra. Síðustu 23 mánuði hafa kaupsamningar verið færri en í sama mánuði árið á undan. Þeim fækkaði þó minna milli ára í júní heldur en í maí og apríl, þegar þeim fækkaði um 35 prósent og 26 prósent milli ára. Landsbankinn segir að vaxtahækkanir hafi komið skýrast fram á íbúðamarkaði og að markaðurinn fari enn kólnandi þó viðskipti séu langt frá því að stöðvast. Enn séu í gildi reglur um þrengri lánþegaskilyrði sem styðji við áhrif vaxtahækkana og torvelda ekki síst nýjum kaupendum að koma inn á markaðinn. Þá segir að frá því að fasteignamarkaðurinn fór að róast um mitt síðasta ár hafi mánaðarbreyting vísitölu verið breytileg og óútreiknanleg. Því sé ekki útséð um að íbúðaverð geti hækkað aftur lítillega á næstu mánuðum. Ólíklegt sé að markaðurinn komist á mikið skrið á meðan vextir eru eins háir og nú. Verðþróun velti því að miklu leyti á því hvenær verðbólgan hjaðnar nógu mikið til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferli. Verðbólgan skrifist nú að litlu leyti á íbúðamarkað og þessar nýju tölur gefi frekari ástæðu til að telja að peningastefnunefnd taki mun minna skref í næstu viku en á síðustu fundum.
Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent