„Besta skotið mitt á ævinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 15:16 Ella Toone fagnar marki sínu í undanúrslitaleiknum. Getty/Brendon Thorne Manchester United konan Ella Toone skoraði fyrsta mark enska landsliðsins í 3-1 sigri á Ástralíu í undanúrslitaleik HM kvenna í fótbolta í dag. Markið var glæsilegt og hún var líka ánægð með það í leikslok. Þetta var fyrsta mark Toone á heimsmeistaramótinu en hún kom inn í byrjunarliðið þegar Lauren James var dæmt í tveggja leikja bann. Toone fékk boltann út í teiginn frá Alessia Russo og skoraði með stórglæsilegu skoti upp í fjærhornið. QF - vs Spain at Euro 2022 SF - vs Australia at 2023 WWC Final - vs Germany at Euro 2022 Ella Toone has become the first England player (men & women) to score in a major tournament quarter-final, semi-final and final #FIFAWWC pic.twitter.com/BDO2u6QF49— BBC Sport (@BBCSport) August 16, 2023 „Boltinn féll fyrir mig í teignum og ég hugsaði bara: Af hverju ekki að láta bara vaða?. Ef ég segi alveg eins og er þá er þetta besta skotið mitt á ævinni,“ sagði Ella Toone. Hún varð fyrsti landsliðmaður Englands, karl eða kona, til að skora í átta liða úrslitum, undanúrslitum og í úrslitaleik á stórmóti. „Stundum þegar þú hittir boltann þá veistu að þú hefur hitt hann fullkomlega. Ég vissi um leið og ég hitti hann að hann væri að fara að syngja í netinu,“ sagði Toone. Ástralar fengu frábæran stuðning og enska liðið var svo sannarlega á útivelli í þessum leik. What a finish from Ella Toone to give England the lead in the WWC semifinals pic.twitter.com/ztYlgrdpAn— ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2023 „Áhorfendurnir voru á móti okkur í síðasta leik líka og í næstum því öllum leikjum okkar á mótinu hafa þeir verið á móti okkur. Við látum það ekki trufla okkur og hugsum bara um að landa sigrinum,“ sagði Toone. „Við nærumst á þessu mótlæti. Það var okkar markmið að lækka í áhorfendunum þeirra og við gerðum það með þremur góðum mörkum. Eftir það heyrðist ekki mikið í þeim,“ sagði Toone. 1 - Ella Toone has become the first England player (inclusive of men+women) to score in a quarter-final, semi-final and final of major international tournaments (Euros/World Cup).QF - vs Spain at Euro 2022SF - vs Australia at 2023 WWCFinal - vs Germany at Euro 2022Clutch. pic.twitter.com/CSECOCZdLA— OptaJoe (@OptaJoe) August 16, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Þetta var fyrsta mark Toone á heimsmeistaramótinu en hún kom inn í byrjunarliðið þegar Lauren James var dæmt í tveggja leikja bann. Toone fékk boltann út í teiginn frá Alessia Russo og skoraði með stórglæsilegu skoti upp í fjærhornið. QF - vs Spain at Euro 2022 SF - vs Australia at 2023 WWC Final - vs Germany at Euro 2022 Ella Toone has become the first England player (men & women) to score in a major tournament quarter-final, semi-final and final #FIFAWWC pic.twitter.com/BDO2u6QF49— BBC Sport (@BBCSport) August 16, 2023 „Boltinn féll fyrir mig í teignum og ég hugsaði bara: Af hverju ekki að láta bara vaða?. Ef ég segi alveg eins og er þá er þetta besta skotið mitt á ævinni,“ sagði Ella Toone. Hún varð fyrsti landsliðmaður Englands, karl eða kona, til að skora í átta liða úrslitum, undanúrslitum og í úrslitaleik á stórmóti. „Stundum þegar þú hittir boltann þá veistu að þú hefur hitt hann fullkomlega. Ég vissi um leið og ég hitti hann að hann væri að fara að syngja í netinu,“ sagði Toone. Ástralar fengu frábæran stuðning og enska liðið var svo sannarlega á útivelli í þessum leik. What a finish from Ella Toone to give England the lead in the WWC semifinals pic.twitter.com/ztYlgrdpAn— ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2023 „Áhorfendurnir voru á móti okkur í síðasta leik líka og í næstum því öllum leikjum okkar á mótinu hafa þeir verið á móti okkur. Við látum það ekki trufla okkur og hugsum bara um að landa sigrinum,“ sagði Toone. „Við nærumst á þessu mótlæti. Það var okkar markmið að lækka í áhorfendunum þeirra og við gerðum það með þremur góðum mörkum. Eftir það heyrðist ekki mikið í þeim,“ sagði Toone. 1 - Ella Toone has become the first England player (inclusive of men+women) to score in a quarter-final, semi-final and final of major international tournaments (Euros/World Cup).QF - vs Spain at Euro 2022SF - vs Australia at 2023 WWCFinal - vs Germany at Euro 2022Clutch. pic.twitter.com/CSECOCZdLA— OptaJoe (@OptaJoe) August 16, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira