„Besta skotið mitt á ævinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 15:16 Ella Toone fagnar marki sínu í undanúrslitaleiknum. Getty/Brendon Thorne Manchester United konan Ella Toone skoraði fyrsta mark enska landsliðsins í 3-1 sigri á Ástralíu í undanúrslitaleik HM kvenna í fótbolta í dag. Markið var glæsilegt og hún var líka ánægð með það í leikslok. Þetta var fyrsta mark Toone á heimsmeistaramótinu en hún kom inn í byrjunarliðið þegar Lauren James var dæmt í tveggja leikja bann. Toone fékk boltann út í teiginn frá Alessia Russo og skoraði með stórglæsilegu skoti upp í fjærhornið. QF - vs Spain at Euro 2022 SF - vs Australia at 2023 WWC Final - vs Germany at Euro 2022 Ella Toone has become the first England player (men & women) to score in a major tournament quarter-final, semi-final and final #FIFAWWC pic.twitter.com/BDO2u6QF49— BBC Sport (@BBCSport) August 16, 2023 „Boltinn féll fyrir mig í teignum og ég hugsaði bara: Af hverju ekki að láta bara vaða?. Ef ég segi alveg eins og er þá er þetta besta skotið mitt á ævinni,“ sagði Ella Toone. Hún varð fyrsti landsliðmaður Englands, karl eða kona, til að skora í átta liða úrslitum, undanúrslitum og í úrslitaleik á stórmóti. „Stundum þegar þú hittir boltann þá veistu að þú hefur hitt hann fullkomlega. Ég vissi um leið og ég hitti hann að hann væri að fara að syngja í netinu,“ sagði Toone. Ástralar fengu frábæran stuðning og enska liðið var svo sannarlega á útivelli í þessum leik. What a finish from Ella Toone to give England the lead in the WWC semifinals pic.twitter.com/ztYlgrdpAn— ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2023 „Áhorfendurnir voru á móti okkur í síðasta leik líka og í næstum því öllum leikjum okkar á mótinu hafa þeir verið á móti okkur. Við látum það ekki trufla okkur og hugsum bara um að landa sigrinum,“ sagði Toone. „Við nærumst á þessu mótlæti. Það var okkar markmið að lækka í áhorfendunum þeirra og við gerðum það með þremur góðum mörkum. Eftir það heyrðist ekki mikið í þeim,“ sagði Toone. 1 - Ella Toone has become the first England player (inclusive of men+women) to score in a quarter-final, semi-final and final of major international tournaments (Euros/World Cup).QF - vs Spain at Euro 2022SF - vs Australia at 2023 WWCFinal - vs Germany at Euro 2022Clutch. pic.twitter.com/CSECOCZdLA— OptaJoe (@OptaJoe) August 16, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Þetta var fyrsta mark Toone á heimsmeistaramótinu en hún kom inn í byrjunarliðið þegar Lauren James var dæmt í tveggja leikja bann. Toone fékk boltann út í teiginn frá Alessia Russo og skoraði með stórglæsilegu skoti upp í fjærhornið. QF - vs Spain at Euro 2022 SF - vs Australia at 2023 WWC Final - vs Germany at Euro 2022 Ella Toone has become the first England player (men & women) to score in a major tournament quarter-final, semi-final and final #FIFAWWC pic.twitter.com/BDO2u6QF49— BBC Sport (@BBCSport) August 16, 2023 „Boltinn féll fyrir mig í teignum og ég hugsaði bara: Af hverju ekki að láta bara vaða?. Ef ég segi alveg eins og er þá er þetta besta skotið mitt á ævinni,“ sagði Ella Toone. Hún varð fyrsti landsliðmaður Englands, karl eða kona, til að skora í átta liða úrslitum, undanúrslitum og í úrslitaleik á stórmóti. „Stundum þegar þú hittir boltann þá veistu að þú hefur hitt hann fullkomlega. Ég vissi um leið og ég hitti hann að hann væri að fara að syngja í netinu,“ sagði Toone. Ástralar fengu frábæran stuðning og enska liðið var svo sannarlega á útivelli í þessum leik. What a finish from Ella Toone to give England the lead in the WWC semifinals pic.twitter.com/ztYlgrdpAn— ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2023 „Áhorfendurnir voru á móti okkur í síðasta leik líka og í næstum því öllum leikjum okkar á mótinu hafa þeir verið á móti okkur. Við látum það ekki trufla okkur og hugsum bara um að landa sigrinum,“ sagði Toone. „Við nærumst á þessu mótlæti. Það var okkar markmið að lækka í áhorfendunum þeirra og við gerðum það með þremur góðum mörkum. Eftir það heyrðist ekki mikið í þeim,“ sagði Toone. 1 - Ella Toone has become the first England player (inclusive of men+women) to score in a quarter-final, semi-final and final of major international tournaments (Euros/World Cup).QF - vs Spain at Euro 2022SF - vs Australia at 2023 WWCFinal - vs Germany at Euro 2022Clutch. pic.twitter.com/CSECOCZdLA— OptaJoe (@OptaJoe) August 16, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira