SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra félaga og fasteigna í eignasafninu
Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu.
Tengdar fréttir
Tekjur móðurfélags Heimkaupa drógust saman um fjórðung
Tekjur Wedo, móðurfélags Heimkaupa, Hópkaupa og Bland.is, drógust saman um 26 prósent á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2022. Minni sölu má rekja til þess að neytendur keyptu í auknum mæli í hefðbundum verslunum eftir faraldurinn, segir stjórn félagsins.
Selja allan fimmtungshlut sinn í fjárfestingafélaginu Streng
Félög sem er stýrt af fjárfestunum Jóni Ásgeir Jóhannessyni og Sigurði Bollasyni hafa stækkað óbeinan eignarhlut sinn í SKEL fjárfestingafélagi eftir að hafa keypt samanlagt tuttugu prósenta hlut í Strengi. Seljendur bréfanna eru viðskiptafélagarnir Þórarinn Arnar Ævarsson og Gunnar Sverrir Harðarson en þeir fá meðal annars afhend bréf í Kaldalón í viðskiptunum og eru nú orðnir einir stærstu hluthafar fasteignafélagsins.
Jakobsson verðmetur Skel ríflega tuttugu prósent yfir markaðsverði
Jakobsson Capital verðmetur Skel fjárfestingafélag 22 prósent yfir markaðsverði. Greiningarfyrirtækið verðmetur dótturfélög Skel lítilsháttar hærra en fjárfestingafélagið gerir sjálft en þykir hins vegar bókfært virði Orkunnar vera um 20 prósent of hátt.