Ríkið þurfi að leysa málin með ábyrgari hætti en að vísa á sveitarfélög Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2023 13:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það skýrt í minnisblaðinu að það sé ekki á forræði sveitarfélaganna að sjá um þennan hóp. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það skýrt að mati sambandsins að sveitarfélögum landsins er hvorki heimilt eða skylt að þjónustu flóttafólk sem svipt hefur verið rétti á þjónustu og búsetu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Það ákvæði laga sem ríki og sveitarfélög takast á um í þessu máli er fimmtánda grein laga um félagsþjónustu sveitarfélaga sem kveður á um aðstoð við erlenda ríkisborgara. Heiða Björg segir að strax og þessi vandi kemur upp hafi hún beðið lögfræðinga sambandsins að skoða málið en í minnisblaðinu, sem birt var í dag, kemur skýrt fram að það sé ekki á þeirra forræði að sjá um þennan hóp. „Þetta er auðvitað fólk í verulega erfiðri aðstöðu, sem hefur verið vísað frá og neitað um þjónustu, og við vildum auðvitað vera algjörlega viss um það hver okkar ábyrgð er og við getum ekki séð nema að hún sé ekki nein í þessu mál.“ Það raungerst sem varað var við Heiða segir að sambandið hafi bent á þennan mögulega vanda við gerð frumvarpsins og að þau hafi óttast hvað myndi gerast fyrir þann hóp sem yrði vísað frá eftir þrjátíu daga. Hún segir það sé því að raungerast sem þau vöruðu við. „En við getum ekki séð, miðað við þær forsendur sem eru í lögum núna, að þetta sé okkar að grípa og mögulega ekki einu sinni heimilt að gera það,“ segir Heiða Björg og að einhver sveitarfélög hafi í gegnum tíðina látið reyna á þetta ákvæði félagsþjónustulaga en að ríkið hafi ekki í öllum tilfellum endurgreitt þann kostnað en tekið er fram í ákvæðinu að ríkissjóður skuli endurgreiða veitta aðstoð. „Þannig við höfum ekki góða reynslu af því.“ Ákvæðið á við um afmarkaðan hóp Heiða segir að ákvæðið eigi í raun um afmarkaðan hóp og oftast sé aðeins verið að aðstoða fólk í skamman tíma og oft sé verið að aðstoða fólk við að komast aftur heim. „Það er ekki mjög algengt að þessari grein sé beitt, en það hefur verið gert, og í samráði en varðandi fólk sem hefur verið hér og ríkið hefur afgreitt umsókn varðandi alþjóðlega vernd og hafnað hefur ekki verið skilningur að þessi grein eigi við um það og það hefur reynt á það í einhverjum tilfellum að sveitarfélög hafa aðstoðað fólk í þessari stöðu og ekki fengið endurgreitt,“ segir Heiða og að þau sjái heldur ekki fyrir sér að sá hópur sem hér um ræði verði hér í skamman tíma. Við það bætist auðvitað að búið er að svipta þau öllum rétti til þjónustu og því líklegt að kostnaður vegna hópsins sé nokkuð mikill og að fólkið megi auk þess ekki vinna. „Ég held að ríkið þurfi að leysa þeirra mál með miklu ábyrgari hætti en að vísa á sveitarfélög,“ segir Heiða. Skýrt verklag nauðsynlegt Spurð hvort að þau breyti sinni afstöðu ef að Lagastofnun Háskóla Íslands kemst að þeirri niðurstöðu að þau eigi að sjá um fólkið segir Heiða að það verði, sama hvað, að gera skýrt verklag um endurgreiðslu og sérstakan samning. „Auðvitað viljum við að allir sem hér búi eigi rétt á góðri og öruggri þjónustu en við erum ekki tilbúin til að taka þetta að okkur án samtals eða að við fáum fyrir þetta greitt. Sveitarfélögin sitja ekki á digrum sjóðum,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir en sambandið fundar með dómsmála- og félagsmálaráðherra á morgun um málið. Vongóð um að lausn finnist Heiða Björg segist vongóð fyrir því að lausn finnist á fundinum og segir áríðandi að hún finnist fljótt. Um sé að ræða hóp sem þurfi mikla þjónustu og sé mögulega með mikla áfallasögu á bakinu. Betra væri að þjónusta fólkið miðlægt. Hún segir að nýtt búsetuúrræði væri gott en vill ekki taka undir tillögu dómsmálaráðherra um búsetuúrræði með takmörkunum. „Ég held að búsetuúrræði sé klárlega nauðsynlegt fyrir fólk í þessari stöðu, það þarf að eiga einhvers staðar heima,“ segir hún og að sem dæmi falli þessi hópur ekki undir þann hóp sem neyðarskýli Reykjavíkurborgar eigi að þjónusta. „Þetta eru mjög ólíkir hópar og fara ekki vel og við erum ekki með neyðarskýli sem hentar fyrir þennan hóp.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki heimilt að aðstoða þjónustusvipta hælisleitendur Sveitarfélögum er hvorki heimilt né skylt að veita fjárhagsaðstoð til hælisleitenda sem hafa verið sviptir þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn um alþjóðlega vernd. Þetta er niðurstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðherrar hafa kallað eftir því að sveitarfélögin grípi hópinn. 17. ágúst 2023 11:13 „Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. 16. ágúst 2023 23:26 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Það ákvæði laga sem ríki og sveitarfélög takast á um í þessu máli er fimmtánda grein laga um félagsþjónustu sveitarfélaga sem kveður á um aðstoð við erlenda ríkisborgara. Heiða Björg segir að strax og þessi vandi kemur upp hafi hún beðið lögfræðinga sambandsins að skoða málið en í minnisblaðinu, sem birt var í dag, kemur skýrt fram að það sé ekki á þeirra forræði að sjá um þennan hóp. „Þetta er auðvitað fólk í verulega erfiðri aðstöðu, sem hefur verið vísað frá og neitað um þjónustu, og við vildum auðvitað vera algjörlega viss um það hver okkar ábyrgð er og við getum ekki séð nema að hún sé ekki nein í þessu mál.“ Það raungerst sem varað var við Heiða segir að sambandið hafi bent á þennan mögulega vanda við gerð frumvarpsins og að þau hafi óttast hvað myndi gerast fyrir þann hóp sem yrði vísað frá eftir þrjátíu daga. Hún segir það sé því að raungerast sem þau vöruðu við. „En við getum ekki séð, miðað við þær forsendur sem eru í lögum núna, að þetta sé okkar að grípa og mögulega ekki einu sinni heimilt að gera það,“ segir Heiða Björg og að einhver sveitarfélög hafi í gegnum tíðina látið reyna á þetta ákvæði félagsþjónustulaga en að ríkið hafi ekki í öllum tilfellum endurgreitt þann kostnað en tekið er fram í ákvæðinu að ríkissjóður skuli endurgreiða veitta aðstoð. „Þannig við höfum ekki góða reynslu af því.“ Ákvæðið á við um afmarkaðan hóp Heiða segir að ákvæðið eigi í raun um afmarkaðan hóp og oftast sé aðeins verið að aðstoða fólk í skamman tíma og oft sé verið að aðstoða fólk við að komast aftur heim. „Það er ekki mjög algengt að þessari grein sé beitt, en það hefur verið gert, og í samráði en varðandi fólk sem hefur verið hér og ríkið hefur afgreitt umsókn varðandi alþjóðlega vernd og hafnað hefur ekki verið skilningur að þessi grein eigi við um það og það hefur reynt á það í einhverjum tilfellum að sveitarfélög hafa aðstoðað fólk í þessari stöðu og ekki fengið endurgreitt,“ segir Heiða og að þau sjái heldur ekki fyrir sér að sá hópur sem hér um ræði verði hér í skamman tíma. Við það bætist auðvitað að búið er að svipta þau öllum rétti til þjónustu og því líklegt að kostnaður vegna hópsins sé nokkuð mikill og að fólkið megi auk þess ekki vinna. „Ég held að ríkið þurfi að leysa þeirra mál með miklu ábyrgari hætti en að vísa á sveitarfélög,“ segir Heiða. Skýrt verklag nauðsynlegt Spurð hvort að þau breyti sinni afstöðu ef að Lagastofnun Háskóla Íslands kemst að þeirri niðurstöðu að þau eigi að sjá um fólkið segir Heiða að það verði, sama hvað, að gera skýrt verklag um endurgreiðslu og sérstakan samning. „Auðvitað viljum við að allir sem hér búi eigi rétt á góðri og öruggri þjónustu en við erum ekki tilbúin til að taka þetta að okkur án samtals eða að við fáum fyrir þetta greitt. Sveitarfélögin sitja ekki á digrum sjóðum,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir en sambandið fundar með dómsmála- og félagsmálaráðherra á morgun um málið. Vongóð um að lausn finnist Heiða Björg segist vongóð fyrir því að lausn finnist á fundinum og segir áríðandi að hún finnist fljótt. Um sé að ræða hóp sem þurfi mikla þjónustu og sé mögulega með mikla áfallasögu á bakinu. Betra væri að þjónusta fólkið miðlægt. Hún segir að nýtt búsetuúrræði væri gott en vill ekki taka undir tillögu dómsmálaráðherra um búsetuúrræði með takmörkunum. „Ég held að búsetuúrræði sé klárlega nauðsynlegt fyrir fólk í þessari stöðu, það þarf að eiga einhvers staðar heima,“ segir hún og að sem dæmi falli þessi hópur ekki undir þann hóp sem neyðarskýli Reykjavíkurborgar eigi að þjónusta. „Þetta eru mjög ólíkir hópar og fara ekki vel og við erum ekki með neyðarskýli sem hentar fyrir þennan hóp.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki heimilt að aðstoða þjónustusvipta hælisleitendur Sveitarfélögum er hvorki heimilt né skylt að veita fjárhagsaðstoð til hælisleitenda sem hafa verið sviptir þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn um alþjóðlega vernd. Þetta er niðurstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðherrar hafa kallað eftir því að sveitarfélögin grípi hópinn. 17. ágúst 2023 11:13 „Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. 16. ágúst 2023 23:26 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Ekki heimilt að aðstoða þjónustusvipta hælisleitendur Sveitarfélögum er hvorki heimilt né skylt að veita fjárhagsaðstoð til hælisleitenda sem hafa verið sviptir þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn um alþjóðlega vernd. Þetta er niðurstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðherrar hafa kallað eftir því að sveitarfélögin grípi hópinn. 17. ágúst 2023 11:13
„Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. 16. ágúst 2023 23:26