Ríkið þurfi að leysa málin með ábyrgari hætti en að vísa á sveitarfélög Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2023 13:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það skýrt í minnisblaðinu að það sé ekki á forræði sveitarfélaganna að sjá um þennan hóp. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það skýrt að mati sambandsins að sveitarfélögum landsins er hvorki heimilt eða skylt að þjónustu flóttafólk sem svipt hefur verið rétti á þjónustu og búsetu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Það ákvæði laga sem ríki og sveitarfélög takast á um í þessu máli er fimmtánda grein laga um félagsþjónustu sveitarfélaga sem kveður á um aðstoð við erlenda ríkisborgara. Heiða Björg segir að strax og þessi vandi kemur upp hafi hún beðið lögfræðinga sambandsins að skoða málið en í minnisblaðinu, sem birt var í dag, kemur skýrt fram að það sé ekki á þeirra forræði að sjá um þennan hóp. „Þetta er auðvitað fólk í verulega erfiðri aðstöðu, sem hefur verið vísað frá og neitað um þjónustu, og við vildum auðvitað vera algjörlega viss um það hver okkar ábyrgð er og við getum ekki séð nema að hún sé ekki nein í þessu mál.“ Það raungerst sem varað var við Heiða segir að sambandið hafi bent á þennan mögulega vanda við gerð frumvarpsins og að þau hafi óttast hvað myndi gerast fyrir þann hóp sem yrði vísað frá eftir þrjátíu daga. Hún segir það sé því að raungerast sem þau vöruðu við. „En við getum ekki séð, miðað við þær forsendur sem eru í lögum núna, að þetta sé okkar að grípa og mögulega ekki einu sinni heimilt að gera það,“ segir Heiða Björg og að einhver sveitarfélög hafi í gegnum tíðina látið reyna á þetta ákvæði félagsþjónustulaga en að ríkið hafi ekki í öllum tilfellum endurgreitt þann kostnað en tekið er fram í ákvæðinu að ríkissjóður skuli endurgreiða veitta aðstoð. „Þannig við höfum ekki góða reynslu af því.“ Ákvæðið á við um afmarkaðan hóp Heiða segir að ákvæðið eigi í raun um afmarkaðan hóp og oftast sé aðeins verið að aðstoða fólk í skamman tíma og oft sé verið að aðstoða fólk við að komast aftur heim. „Það er ekki mjög algengt að þessari grein sé beitt, en það hefur verið gert, og í samráði en varðandi fólk sem hefur verið hér og ríkið hefur afgreitt umsókn varðandi alþjóðlega vernd og hafnað hefur ekki verið skilningur að þessi grein eigi við um það og það hefur reynt á það í einhverjum tilfellum að sveitarfélög hafa aðstoðað fólk í þessari stöðu og ekki fengið endurgreitt,“ segir Heiða og að þau sjái heldur ekki fyrir sér að sá hópur sem hér um ræði verði hér í skamman tíma. Við það bætist auðvitað að búið er að svipta þau öllum rétti til þjónustu og því líklegt að kostnaður vegna hópsins sé nokkuð mikill og að fólkið megi auk þess ekki vinna. „Ég held að ríkið þurfi að leysa þeirra mál með miklu ábyrgari hætti en að vísa á sveitarfélög,“ segir Heiða. Skýrt verklag nauðsynlegt Spurð hvort að þau breyti sinni afstöðu ef að Lagastofnun Háskóla Íslands kemst að þeirri niðurstöðu að þau eigi að sjá um fólkið segir Heiða að það verði, sama hvað, að gera skýrt verklag um endurgreiðslu og sérstakan samning. „Auðvitað viljum við að allir sem hér búi eigi rétt á góðri og öruggri þjónustu en við erum ekki tilbúin til að taka þetta að okkur án samtals eða að við fáum fyrir þetta greitt. Sveitarfélögin sitja ekki á digrum sjóðum,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir en sambandið fundar með dómsmála- og félagsmálaráðherra á morgun um málið. Vongóð um að lausn finnist Heiða Björg segist vongóð fyrir því að lausn finnist á fundinum og segir áríðandi að hún finnist fljótt. Um sé að ræða hóp sem þurfi mikla þjónustu og sé mögulega með mikla áfallasögu á bakinu. Betra væri að þjónusta fólkið miðlægt. Hún segir að nýtt búsetuúrræði væri gott en vill ekki taka undir tillögu dómsmálaráðherra um búsetuúrræði með takmörkunum. „Ég held að búsetuúrræði sé klárlega nauðsynlegt fyrir fólk í þessari stöðu, það þarf að eiga einhvers staðar heima,“ segir hún og að sem dæmi falli þessi hópur ekki undir þann hóp sem neyðarskýli Reykjavíkurborgar eigi að þjónusta. „Þetta eru mjög ólíkir hópar og fara ekki vel og við erum ekki með neyðarskýli sem hentar fyrir þennan hóp.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki heimilt að aðstoða þjónustusvipta hælisleitendur Sveitarfélögum er hvorki heimilt né skylt að veita fjárhagsaðstoð til hælisleitenda sem hafa verið sviptir þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn um alþjóðlega vernd. Þetta er niðurstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðherrar hafa kallað eftir því að sveitarfélögin grípi hópinn. 17. ágúst 2023 11:13 „Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. 16. ágúst 2023 23:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Það ákvæði laga sem ríki og sveitarfélög takast á um í þessu máli er fimmtánda grein laga um félagsþjónustu sveitarfélaga sem kveður á um aðstoð við erlenda ríkisborgara. Heiða Björg segir að strax og þessi vandi kemur upp hafi hún beðið lögfræðinga sambandsins að skoða málið en í minnisblaðinu, sem birt var í dag, kemur skýrt fram að það sé ekki á þeirra forræði að sjá um þennan hóp. „Þetta er auðvitað fólk í verulega erfiðri aðstöðu, sem hefur verið vísað frá og neitað um þjónustu, og við vildum auðvitað vera algjörlega viss um það hver okkar ábyrgð er og við getum ekki séð nema að hún sé ekki nein í þessu mál.“ Það raungerst sem varað var við Heiða segir að sambandið hafi bent á þennan mögulega vanda við gerð frumvarpsins og að þau hafi óttast hvað myndi gerast fyrir þann hóp sem yrði vísað frá eftir þrjátíu daga. Hún segir það sé því að raungerast sem þau vöruðu við. „En við getum ekki séð, miðað við þær forsendur sem eru í lögum núna, að þetta sé okkar að grípa og mögulega ekki einu sinni heimilt að gera það,“ segir Heiða Björg og að einhver sveitarfélög hafi í gegnum tíðina látið reyna á þetta ákvæði félagsþjónustulaga en að ríkið hafi ekki í öllum tilfellum endurgreitt þann kostnað en tekið er fram í ákvæðinu að ríkissjóður skuli endurgreiða veitta aðstoð. „Þannig við höfum ekki góða reynslu af því.“ Ákvæðið á við um afmarkaðan hóp Heiða segir að ákvæðið eigi í raun um afmarkaðan hóp og oftast sé aðeins verið að aðstoða fólk í skamman tíma og oft sé verið að aðstoða fólk við að komast aftur heim. „Það er ekki mjög algengt að þessari grein sé beitt, en það hefur verið gert, og í samráði en varðandi fólk sem hefur verið hér og ríkið hefur afgreitt umsókn varðandi alþjóðlega vernd og hafnað hefur ekki verið skilningur að þessi grein eigi við um það og það hefur reynt á það í einhverjum tilfellum að sveitarfélög hafa aðstoðað fólk í þessari stöðu og ekki fengið endurgreitt,“ segir Heiða og að þau sjái heldur ekki fyrir sér að sá hópur sem hér um ræði verði hér í skamman tíma. Við það bætist auðvitað að búið er að svipta þau öllum rétti til þjónustu og því líklegt að kostnaður vegna hópsins sé nokkuð mikill og að fólkið megi auk þess ekki vinna. „Ég held að ríkið þurfi að leysa þeirra mál með miklu ábyrgari hætti en að vísa á sveitarfélög,“ segir Heiða. Skýrt verklag nauðsynlegt Spurð hvort að þau breyti sinni afstöðu ef að Lagastofnun Háskóla Íslands kemst að þeirri niðurstöðu að þau eigi að sjá um fólkið segir Heiða að það verði, sama hvað, að gera skýrt verklag um endurgreiðslu og sérstakan samning. „Auðvitað viljum við að allir sem hér búi eigi rétt á góðri og öruggri þjónustu en við erum ekki tilbúin til að taka þetta að okkur án samtals eða að við fáum fyrir þetta greitt. Sveitarfélögin sitja ekki á digrum sjóðum,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir en sambandið fundar með dómsmála- og félagsmálaráðherra á morgun um málið. Vongóð um að lausn finnist Heiða Björg segist vongóð fyrir því að lausn finnist á fundinum og segir áríðandi að hún finnist fljótt. Um sé að ræða hóp sem þurfi mikla þjónustu og sé mögulega með mikla áfallasögu á bakinu. Betra væri að þjónusta fólkið miðlægt. Hún segir að nýtt búsetuúrræði væri gott en vill ekki taka undir tillögu dómsmálaráðherra um búsetuúrræði með takmörkunum. „Ég held að búsetuúrræði sé klárlega nauðsynlegt fyrir fólk í þessari stöðu, það þarf að eiga einhvers staðar heima,“ segir hún og að sem dæmi falli þessi hópur ekki undir þann hóp sem neyðarskýli Reykjavíkurborgar eigi að þjónusta. „Þetta eru mjög ólíkir hópar og fara ekki vel og við erum ekki með neyðarskýli sem hentar fyrir þennan hóp.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki heimilt að aðstoða þjónustusvipta hælisleitendur Sveitarfélögum er hvorki heimilt né skylt að veita fjárhagsaðstoð til hælisleitenda sem hafa verið sviptir þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn um alþjóðlega vernd. Þetta er niðurstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðherrar hafa kallað eftir því að sveitarfélögin grípi hópinn. 17. ágúst 2023 11:13 „Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. 16. ágúst 2023 23:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ekki heimilt að aðstoða þjónustusvipta hælisleitendur Sveitarfélögum er hvorki heimilt né skylt að veita fjárhagsaðstoð til hælisleitenda sem hafa verið sviptir þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn um alþjóðlega vernd. Þetta er niðurstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðherrar hafa kallað eftir því að sveitarfélögin grípi hópinn. 17. ágúst 2023 11:13
„Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. 16. ágúst 2023 23:26