VR hættir viðskiptum við Íslandsbanka Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2023 09:50 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Vilhelm Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka vegna brota bankans við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í sjálfum sér. Eru viðbrögð bankans og forsvarsmanna hans ófullnægjandi að mati stéttarfélagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR. Stéttarfélagið leitar nú tilboða í viðskipti félagsins og þjónustu hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. VR hafði hótað því að færa viðskipti sín undir lok júnímánaðar. Þar voru vinnubrögð bankans gagnrýnd og sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, að salan væri áfellisdómur yfir öllum sem að henni komu. „Þetta eru miklar fjárhæðir. Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum með mjög umfangsmikla starfsemi og mjög stóra sjóði í stýringu,“ sagði Ragnar við fréttastofu í júní en um er að ræða nokkra milljarða króna. Þá muni VR beina því til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að einnig slíta sínum viðskiptum við bankann. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu VR í heild sinni. Stjórn VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka og leita tilboða í viðskipti félagsins og þjónustu hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Eins og fram kom í yfirlýsingu stjórnar VR frá 29. júní síðastliðinn telur félagið brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í bankanum með öllu óásættanleg. VR kallaði eftir því að stjórn bankans og það starfsfólk sem ábyrgð ber á lögbrotum axli þá ábyrgð. Viðbrögð Íslandsbanka og svör forsvarsmanna hans við kröfum félagsins eru að mati stjórnar VR ófullnægjandi. Tillaga um að slíta viðskiptum við Íslandsbanka var samþykkt af stjórn VR á fundi þann 16. ágúst 2023. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stéttarfélög Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. 18. júlí 2023 14:41 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR. Stéttarfélagið leitar nú tilboða í viðskipti félagsins og þjónustu hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. VR hafði hótað því að færa viðskipti sín undir lok júnímánaðar. Þar voru vinnubrögð bankans gagnrýnd og sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, að salan væri áfellisdómur yfir öllum sem að henni komu. „Þetta eru miklar fjárhæðir. Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum með mjög umfangsmikla starfsemi og mjög stóra sjóði í stýringu,“ sagði Ragnar við fréttastofu í júní en um er að ræða nokkra milljarða króna. Þá muni VR beina því til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að einnig slíta sínum viðskiptum við bankann. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu VR í heild sinni. Stjórn VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka og leita tilboða í viðskipti félagsins og þjónustu hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Eins og fram kom í yfirlýsingu stjórnar VR frá 29. júní síðastliðinn telur félagið brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í bankanum með öllu óásættanleg. VR kallaði eftir því að stjórn bankans og það starfsfólk sem ábyrgð ber á lögbrotum axli þá ábyrgð. Viðbrögð Íslandsbanka og svör forsvarsmanna hans við kröfum félagsins eru að mati stjórnar VR ófullnægjandi. Tillaga um að slíta viðskiptum við Íslandsbanka var samþykkt af stjórn VR á fundi þann 16. ágúst 2023.
Stjórn VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka og leita tilboða í viðskipti félagsins og þjónustu hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Eins og fram kom í yfirlýsingu stjórnar VR frá 29. júní síðastliðinn telur félagið brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í bankanum með öllu óásættanleg. VR kallaði eftir því að stjórn bankans og það starfsfólk sem ábyrgð ber á lögbrotum axli þá ábyrgð. Viðbrögð Íslandsbanka og svör forsvarsmanna hans við kröfum félagsins eru að mati stjórnar VR ófullnægjandi. Tillaga um að slíta viðskiptum við Íslandsbanka var samþykkt af stjórn VR á fundi þann 16. ágúst 2023.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stéttarfélög Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. 18. júlí 2023 14:41 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07
Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. 18. júlí 2023 14:41