Lucy Letby sakfelld fyrir að hafa banað sjö ungbörnum Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2023 12:48 Hin 33 ára Lucy Letby starfaði sem hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi í Chester og nýtti meðal annars insúlín til að bana ungabörnunum. AP Dómstóll í Manchester í Bretlandi hefur sakfellt hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby fyrir að hafa banað sjö ungbörnum – fimm drengjum og tveimur stúlkum – og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. BBC greinir frá þessu en kviðdómur komst að niðurstöðu í málinu í dag sem vakið hefur mikla athygli í Bretlandi síðustu ár. Letby á meðal annars að hafa sprautað lofti í kornabörnin og eitrað fyrir þeim með insúlíni. Dómari mun tilkynna um refsingu yfir Letby á mánudaginn í næstu viku. Drápin áttu sér stað á tímabilinu júní 2015 til júní 2016 á barnadeildinni á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester, suður af Liverpool. Málið var rekið fyrir dómstól í Manchester, en Letby neitaði sök í málinu. „Ég gerði mitt besta til að passa upp á börnin. Ég er hér til að hjálpa og veita aðhlynningu, ekki til að skaða,“ sagði Letby við aðalmeðferð málsins. Öll fórnarlömbin yngri en eins árs Hin 33 ára Letby var handtekin árið 2018 og birti lögregla í dag myndband af handtökunni. Ákæra í málinu var í 22 liðum. Hún var sýknuð af ákæru um mánndráp í tveimur málum og kviðdómur náði ekki saman um niðurstöðu í sex málum þar sem hún var ákærð fyrir tilraun til manndráps. Öll fórnarlömb Letby voru yngri en eins árs gömul. Saksóknarar í málinu lýstu drápunum sem „úthugsuðum“ og „grimmum“ og sökuðu hana um að hafa í nokkrum tilvikum gert nokkrar tilraunir til að bana börnunum. Réttarhöld í málinu hafa staðið í um níu mánuði. Lucy Letby var handtekin á heimili sínu í Chester árið 2018.Getty Við rannsókn lögreglu kom í ljóst að atvikin hafi átt það sameiginlegt að einn hjúkrunarfræðingur hafi verið á vakt í öllum tilvikum; Lucy Letby. Þá áttu dauðsföllin sér stað á næturnar þegar Letby var á næturvöktum en eftir að hún var færð yfir á dagvaktir fóru atvikin að eiga sér stað á daginn. Bretland England Erlend sakamál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04 Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
BBC greinir frá þessu en kviðdómur komst að niðurstöðu í málinu í dag sem vakið hefur mikla athygli í Bretlandi síðustu ár. Letby á meðal annars að hafa sprautað lofti í kornabörnin og eitrað fyrir þeim með insúlíni. Dómari mun tilkynna um refsingu yfir Letby á mánudaginn í næstu viku. Drápin áttu sér stað á tímabilinu júní 2015 til júní 2016 á barnadeildinni á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester, suður af Liverpool. Málið var rekið fyrir dómstól í Manchester, en Letby neitaði sök í málinu. „Ég gerði mitt besta til að passa upp á börnin. Ég er hér til að hjálpa og veita aðhlynningu, ekki til að skaða,“ sagði Letby við aðalmeðferð málsins. Öll fórnarlömbin yngri en eins árs Hin 33 ára Letby var handtekin árið 2018 og birti lögregla í dag myndband af handtökunni. Ákæra í málinu var í 22 liðum. Hún var sýknuð af ákæru um mánndráp í tveimur málum og kviðdómur náði ekki saman um niðurstöðu í sex málum þar sem hún var ákærð fyrir tilraun til manndráps. Öll fórnarlömb Letby voru yngri en eins árs gömul. Saksóknarar í málinu lýstu drápunum sem „úthugsuðum“ og „grimmum“ og sökuðu hana um að hafa í nokkrum tilvikum gert nokkrar tilraunir til að bana börnunum. Réttarhöld í málinu hafa staðið í um níu mánuði. Lucy Letby var handtekin á heimili sínu í Chester árið 2018.Getty Við rannsókn lögreglu kom í ljóst að atvikin hafi átt það sameiginlegt að einn hjúkrunarfræðingur hafi verið á vakt í öllum tilvikum; Lucy Letby. Þá áttu dauðsföllin sér stað á næturnar þegar Letby var á næturvöktum en eftir að hún var færð yfir á dagvaktir fóru atvikin að eiga sér stað á daginn.
Bretland England Erlend sakamál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04 Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04
Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16