Ríkisstjórnin eins og þrír bátar sem stefna í ólíka átt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 20:33 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Þrjár ríkisstjórnir virðast starfandi í landinu að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hann segir óskýrleika í kringum nýju útlendingalögin enn eina birtingarmynd þess að flokkarnir eigi erfitt með að koma sér saman um stór málefni. Fulltrúar sveitarfélaga auk dómsmála- og félagsmálaráðherra funduðu í dag um stöðu flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Engin eiginleg niðurstaða fékkst í málið og ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna hafa mismunandi sýn á framkvæmdina. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þetta birtingarmynd þess að flokkarnir nái ekki saman í stórum málum. „Við erum með flokka í ríkisstjórn sem eru á öndverðum meiði í málinu og þau böggla saman frumvarpi sem hægt er að skilja á ólíkan hátt. Það var margoft bent á það hverjar afleiðingarnar myndu vera af þessum lögum færu þau svona í gegn. Og núna er það einfaldlega að koma í ljós að það skortir á heildarmyndina. Þetta er eins og skref inn á vegferð og svo eru menn algjörlega ósammála um hvert eigi að halda í framhaldinu,“ segir Eiríkur. „Og það er auðvitað ábyrgðarhluti að stjórnarmeirihlutinn samþykki lög sem snúa að örlögum fólks í viðkvæmri stöðu án þess að hafa nokkra sameiginlega sýn á það hvernig umhverfið eigi síðan að líta út í kjölfarið.“ Yfir tuttugu félagasamtök lýstu í kvöld yfir þungum áhyggjum af stöðunni og hafa boðað til samráðsfundar með stjórnvöldum á mánudag en í hópi þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru biskup Íslands, Rauði krossinn, Barnaheill og Þroskahjálp. „Þessi lög virðast hafa verið samin þannig að það var verið að reyna ná niðurstöðu í máli sem gríðarlega ólík afstaða er til. Og það er þess vegna sem þau er svona óljós. Ríkisstjórnarflokkarnir komu sér einfaldlega ekki saman um skýrari niðurstöðu heldur einungis óljósa lagasetningu sem þau gátu síðan túlkað hvert fyrir sig í kjölfarið,“ segir Eiríkur. Hvaða augum líturðu stjórnarsamstarfið eins og er? „Þetta eru þrír bátar sem leggja úr höfn en stefna hver í sína áttina. Það er engin heildstæð stefna sem heitið getur í þessum stóru málum núna. Við fórum að sjá þetta í vor og svo eftir sumri, hversu erfitt stjórnin á með að ná saman. Þetta eru eins og þrjár ríkisstjórnir í landinu sem hver um sig fer með sinn hlut ríkisins.“ Hann telur stöðuna viðkvæma. „Þá er spurning hvort menn nái að hökta út kjörtímabilið. Það er í sjálfu sér ekkert sem segir að það eigi ekki að geta tekist. En staðan er orðin það viðkvæm að það þarf ekki stór mál til að velta þessu hlassi. Þúfan gæti þess vegna verið pínulítil sem fer með ríkisstjórnina á hliðina,“ segir Eiríkur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fulltrúar sveitarfélaga auk dómsmála- og félagsmálaráðherra funduðu í dag um stöðu flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Engin eiginleg niðurstaða fékkst í málið og ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna hafa mismunandi sýn á framkvæmdina. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þetta birtingarmynd þess að flokkarnir nái ekki saman í stórum málum. „Við erum með flokka í ríkisstjórn sem eru á öndverðum meiði í málinu og þau böggla saman frumvarpi sem hægt er að skilja á ólíkan hátt. Það var margoft bent á það hverjar afleiðingarnar myndu vera af þessum lögum færu þau svona í gegn. Og núna er það einfaldlega að koma í ljós að það skortir á heildarmyndina. Þetta er eins og skref inn á vegferð og svo eru menn algjörlega ósammála um hvert eigi að halda í framhaldinu,“ segir Eiríkur. „Og það er auðvitað ábyrgðarhluti að stjórnarmeirihlutinn samþykki lög sem snúa að örlögum fólks í viðkvæmri stöðu án þess að hafa nokkra sameiginlega sýn á það hvernig umhverfið eigi síðan að líta út í kjölfarið.“ Yfir tuttugu félagasamtök lýstu í kvöld yfir þungum áhyggjum af stöðunni og hafa boðað til samráðsfundar með stjórnvöldum á mánudag en í hópi þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru biskup Íslands, Rauði krossinn, Barnaheill og Þroskahjálp. „Þessi lög virðast hafa verið samin þannig að það var verið að reyna ná niðurstöðu í máli sem gríðarlega ólík afstaða er til. Og það er þess vegna sem þau er svona óljós. Ríkisstjórnarflokkarnir komu sér einfaldlega ekki saman um skýrari niðurstöðu heldur einungis óljósa lagasetningu sem þau gátu síðan túlkað hvert fyrir sig í kjölfarið,“ segir Eiríkur. Hvaða augum líturðu stjórnarsamstarfið eins og er? „Þetta eru þrír bátar sem leggja úr höfn en stefna hver í sína áttina. Það er engin heildstæð stefna sem heitið getur í þessum stóru málum núna. Við fórum að sjá þetta í vor og svo eftir sumri, hversu erfitt stjórnin á með að ná saman. Þetta eru eins og þrjár ríkisstjórnir í landinu sem hver um sig fer með sinn hlut ríkisins.“ Hann telur stöðuna viðkvæma. „Þá er spurning hvort menn nái að hökta út kjörtímabilið. Það er í sjálfu sér ekkert sem segir að það eigi ekki að geta tekist. En staðan er orðin það viðkvæm að það þarf ekki stór mál til að velta þessu hlassi. Þúfan gæti þess vegna verið pínulítil sem fer með ríkisstjórnina á hliðina,“ segir Eiríkur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira