Mæðrum haldið föngnum ef þær geta ekki borgað sjúkrahúsreikninginn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2023 08:16 Aðgerðasinnar segja verklagið viðgangast víða í Úganda en því sé oft beint gegn mæðrum. Getty/LightRocket/SOPA Images/Sally Hayden Mannréttindasamtök og aðgerðasinnar í Úganda vonast til þess að dómsmál sem tekið verður fyrir nú í ágúst verði til þess að binda enda á það verklag sjúkrahúsa að halda einstaklingum föngum sem ekki hafa gert upp reikninginn vegna dvalar sinnar. Verklagið er oft viðhaft gagnvart nýjum mæðrum og umrætt mál var höfðað af tveimur konum sem báðum var haldið gegn vilja sínum í margar vikur þegar þær gátu ekki greitt fyrir þá þjónustu sem þær höfðu fengið. Báðar leituðu upphaflega á sjúkrahús í eigu hins opinbera en var vísað á einkasjúkrahús í kjölfar vandamála í fæðingu. Þar var þeim haldið þar sem þær gátu ekki borgað. Aðgerðasinnar segja verði gæta fólksins, sem fái ekkert að borða á meðan það er í haldi og sé látið sinna ýmsum störfum til að greiða skuldir sínar, til dæmis þrífa. Einstaka mál hafa ratað fyrir dómstóla, sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á viðkomandi einstaklingum, en málin hafa ekki leitt til lagabreytinga. Vonir standa til að málið sem nú á að taka fyrir muni leiða til þess að dómstólar taki afdráttarlausa afstöðu gegn verklaginu. Önnur konan, nefnd NS í gögnum málsins, var send á St. Francis Hospital Nkokonjeru þegar í ljós kom að hún þurfti að gangast undir keisaraskurð. Sjúkrahúsið er rekið af kaþólskum samtökum, sem njóta stuðnings ýmissa erlendra samtaka og opinberra stofnana. NS var rukkuð um 590 þúsund úganska skildinga fyrir þjónustuna en gat ekki borgað. Til samanburðar má nefna að um helmingur einstaklinga á vinnumarkaði í Úganda er með um 200 þúsund skildinga eða minna í mánaðarlaun. NS, sem var 16 ára móðir þegar hún átti seinna barnið, var haldið þar til samtökin Initiative for Social and Economic Rights greiddi reikninginn. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Úganda Mannréttindi Kvenheilsa Jafnréttismál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Verklagið er oft viðhaft gagnvart nýjum mæðrum og umrætt mál var höfðað af tveimur konum sem báðum var haldið gegn vilja sínum í margar vikur þegar þær gátu ekki greitt fyrir þá þjónustu sem þær höfðu fengið. Báðar leituðu upphaflega á sjúkrahús í eigu hins opinbera en var vísað á einkasjúkrahús í kjölfar vandamála í fæðingu. Þar var þeim haldið þar sem þær gátu ekki borgað. Aðgerðasinnar segja verði gæta fólksins, sem fái ekkert að borða á meðan það er í haldi og sé látið sinna ýmsum störfum til að greiða skuldir sínar, til dæmis þrífa. Einstaka mál hafa ratað fyrir dómstóla, sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á viðkomandi einstaklingum, en málin hafa ekki leitt til lagabreytinga. Vonir standa til að málið sem nú á að taka fyrir muni leiða til þess að dómstólar taki afdráttarlausa afstöðu gegn verklaginu. Önnur konan, nefnd NS í gögnum málsins, var send á St. Francis Hospital Nkokonjeru þegar í ljós kom að hún þurfti að gangast undir keisaraskurð. Sjúkrahúsið er rekið af kaþólskum samtökum, sem njóta stuðnings ýmissa erlendra samtaka og opinberra stofnana. NS var rukkuð um 590 þúsund úganska skildinga fyrir þjónustuna en gat ekki borgað. Til samanburðar má nefna að um helmingur einstaklinga á vinnumarkaði í Úganda er með um 200 þúsund skildinga eða minna í mánaðarlaun. NS, sem var 16 ára móðir þegar hún átti seinna barnið, var haldið þar til samtökin Initiative for Social and Economic Rights greiddi reikninginn. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Úganda Mannréttindi Kvenheilsa Jafnréttismál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira