Lækum ekki brunaútsölu á „læk“ Tómas Guðbjartsson skrifar 22. ágúst 2023 14:01 Salan á verksmiðju Icelandic Water Holdings í nágrenni Þorlákshafnar er sorglegt dæmi um sofandahátt okkar Íslendinga og nýlenduhegðun. Í dag var tilkynnt að salan dragist um a.m.k. viku, án nánari útskýringa. Vonandi munu þessi vafasömu viðskipti tefjast um meira en viku - og aldrei verða. Við Íslendingar höfum alltaf haldið bláeyg að vatnið okkar sé gefins - og að það sé óþrjótandi. Það er öðru nær, því á komandi árum á hreint drykkjarvatn eftir að verða ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar og heimsins. Þetta hafa erlendir milljarðamæringar sem sótt hafa Ísland heim oft haft á orði. Drykkjarvatn ætti að vera þjóðareign Það ætti þvi ekki að vera hægt að selja vatn til erlendra auðmanna, enda flókið að skilgreina eignarrétt á fyrirbæri sem rennur víða á leið sinni til sjávar. Það gerði Síle á tímum einræðisstjórnar Pinocet með skelfilegum afleiðingum. Myndu Norðmenn selja hluta af olíulindnum sínum? Aldrei, enda auðlindin í eigu þjóðarinnar og hagnaðinum komið í sameiginlega olíusjóð - öllum Norðmönnum til góða. Náttúrunýlendan Ísland Hættum að verða nýlenda græðgisafla - sem munu pottþétt ásælast fleiri "læki" á komandi misserum. Hreint drykkjarvatn er okkar olía - og sem betur fer mun grænni auðlind. Eða erum við eftir allt þriðjaheims ríki? Munum að sum fyrirtæki á Íslandi nota meira af köldu vatni en höfuðborgarsvæðið. Eða þurfum við að fara að setja í lög, líkt og með rafmagnið, að kalt vatn til heimila verði að setja í forgang! Af hverju er Ísland ekki búið að innleiða til fulls sérstaka vatnatilskipun líkt og hin Norðurlöndin hafa gert - enda sáu þau fyrir löngu hvaða hagsmunir eru í húfi? Í dag var tilkynnt að viðskiptin myndu tefjast um að minnsta kosti viku.Skjáskot af mbl Uppboð á náttúruauðlindum í boði bæjarstjóra Bæjarstjórinn í Ölfushreppi segir þetta bara sölu á „læk“ en ekki eru margir sem trúa því eða læka. Enda er hann reiðubúinn að rifa niður fjallið Litla-Sandfell í nágrenni Þorlákshafnar og reisa verksmiðjur fyrir sementsframleiðslu í plássinu. Ekki mjög umhverfisvænt, líkt og vikurnámið á Mýrdalssandi - sem á jú að ferja um sömu Þorlákshöfn eftir griðarlega vörubílaumferð um Suðurlandsundirlendið. Eru íbúar þar og í Þorlákshöfn virkilega til í þessa öfugþróun, engum til heilla nema þeim sem rukka hafnagjöld og auðvitað gírugum fjárfestum? Bönnum brunaútsölu Nú þurfa stjórnvöld og almenningur að spyrna við fótum og banna að náttúruauðlindir séu settar á gapastokkinn og seldar hæstbjóðanda á brunaútsölu. Höfundur er læknir og umhverfisverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Vatn Umhverfismál Ölfus Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Salan á verksmiðju Icelandic Water Holdings í nágrenni Þorlákshafnar er sorglegt dæmi um sofandahátt okkar Íslendinga og nýlenduhegðun. Í dag var tilkynnt að salan dragist um a.m.k. viku, án nánari útskýringa. Vonandi munu þessi vafasömu viðskipti tefjast um meira en viku - og aldrei verða. Við Íslendingar höfum alltaf haldið bláeyg að vatnið okkar sé gefins - og að það sé óþrjótandi. Það er öðru nær, því á komandi árum á hreint drykkjarvatn eftir að verða ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar og heimsins. Þetta hafa erlendir milljarðamæringar sem sótt hafa Ísland heim oft haft á orði. Drykkjarvatn ætti að vera þjóðareign Það ætti þvi ekki að vera hægt að selja vatn til erlendra auðmanna, enda flókið að skilgreina eignarrétt á fyrirbæri sem rennur víða á leið sinni til sjávar. Það gerði Síle á tímum einræðisstjórnar Pinocet með skelfilegum afleiðingum. Myndu Norðmenn selja hluta af olíulindnum sínum? Aldrei, enda auðlindin í eigu þjóðarinnar og hagnaðinum komið í sameiginlega olíusjóð - öllum Norðmönnum til góða. Náttúrunýlendan Ísland Hættum að verða nýlenda græðgisafla - sem munu pottþétt ásælast fleiri "læki" á komandi misserum. Hreint drykkjarvatn er okkar olía - og sem betur fer mun grænni auðlind. Eða erum við eftir allt þriðjaheims ríki? Munum að sum fyrirtæki á Íslandi nota meira af köldu vatni en höfuðborgarsvæðið. Eða þurfum við að fara að setja í lög, líkt og með rafmagnið, að kalt vatn til heimila verði að setja í forgang! Af hverju er Ísland ekki búið að innleiða til fulls sérstaka vatnatilskipun líkt og hin Norðurlöndin hafa gert - enda sáu þau fyrir löngu hvaða hagsmunir eru í húfi? Í dag var tilkynnt að viðskiptin myndu tefjast um að minnsta kosti viku.Skjáskot af mbl Uppboð á náttúruauðlindum í boði bæjarstjóra Bæjarstjórinn í Ölfushreppi segir þetta bara sölu á „læk“ en ekki eru margir sem trúa því eða læka. Enda er hann reiðubúinn að rifa niður fjallið Litla-Sandfell í nágrenni Þorlákshafnar og reisa verksmiðjur fyrir sementsframleiðslu í plássinu. Ekki mjög umhverfisvænt, líkt og vikurnámið á Mýrdalssandi - sem á jú að ferja um sömu Þorlákshöfn eftir griðarlega vörubílaumferð um Suðurlandsundirlendið. Eru íbúar þar og í Þorlákshöfn virkilega til í þessa öfugþróun, engum til heilla nema þeim sem rukka hafnagjöld og auðvitað gírugum fjárfestum? Bönnum brunaútsölu Nú þurfa stjórnvöld og almenningur að spyrna við fótum og banna að náttúruauðlindir séu settar á gapastokkinn og seldar hæstbjóðanda á brunaútsölu. Höfundur er læknir og umhverfisverndarsinni.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun