Segja Bankman-Fried lifa á vatni og brauði í tugthúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2023 15:32 Sam Bankman-Fried stýrði FTX sem var um tíma þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims. Fyrirtækið varð gjaldþrota með tilþrifum síðasta haust. AP/Bebeto Matthews Verjandi Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, sagði að hann lifði aðeins á vatni og brauði í fangelsi vegna þess að honum væri ekki boðið upp á veganfæði þar. Bankman-Fried neitaði sök þegar saksóknarar lögðu fram uppfærða ákæru á hendur honum í dag. Fyrrverandi milljarðamæringurinn er enn ákærður fyrir stórfelld fjársvik í uppfærðu ákærunni sem var lögð fram fyrir alríkisdómstól í New York í dag. Saksóknarar saka hann um að stela milljörðum dollara af innistæðum viðskiptavina FTX og veita þeim til vogunarsjóðs sem hann átti og hafði tapað miklu. Hann er ekki lengur ákærður fyrir að brjóta lög um framlög til stjórnmálaflokka þar sem yfirvöld á Bahamaeyjum sem framseldu hann í desember mótmæltu því. Saksóknarar segja að þeir ætli engu að síður sýna fram á að hann hafi notað um hundrað milljónir dollara af fénu sem hann skaut undan til þess að kaupa sér áhrif hjá stjórnmálamönnum. Fær hvorki lyf né mat við hæfi Dómarinn í málinu úrskurðaði að Bankman-Fried skyldi vistaður í fangelsi fram að réttarhöldunum í október fyrir tilraunir til þess að hafa áhrif á vitni á dögunum. Lögmaður hans sagði fyrir dómi í dag að hann lifði aðeins á vatni og brauði vegna þess að hann vildi halda sig við veganfæði. Fangelsið hefði ekki orðið við óskum hans um það, að því er segir í frétt Reuters. Þá hefðu fangelsisyfirvöld ekki útvegað honum ofvirknilyfið Adderall þrátt fyrir að dómstóll hefði skipað fyrir um það. Hann ætti enn fremur lítið eftir af þunglyndislyfi sem hann tekur. Allt þetta torveldaði Bankman-Fried í að taka þátt í undirbúningi málsvarnar sinnar. Fangelsið í Brooklyn í New York þar sem Bankman-Fried er haldið er alræmt fyrir lélegan aðbúnað fanga. Skipaðir verjendur hafa lýst aðstæðum þar sem „ómannúðlegum“. FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims áður en hún varð gjaldþrota með hvelli síðasta haust. Viðskiptavinir gerðu hliðstæðu bankaáhlaups á fyrirtækið eftir fréttir af vafasömum tengslum kauphallarinnar við Alameda Research, vogunarsjóð Bankman-Fried. Eftir gjaldþrotið var Bankman-Fried ákærður fyrir að flytja milljarða dollara út úr FTX til að halda Alameda Research gangandi. Fall Bankman-Fried var hátt en hann hafði keypt sér umtalsverð áhrif og verið álitinn nokkurs konar undrabarn eða gúrú í rafmyntaheiminum. Gjaldþrot FTX Bandaríkin Erlend sakamál Vegan Tengdar fréttir Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. 15. ágúst 2023 09:18 Rafmyntakóngur í steininn fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, verður vistaður í fangelsi í Brooklyn fram yfir réttarhöldin yfir honum eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitna. Fangelsið er sagt alræmt fyrir slæman aðbúnað fanga. 14. ágúst 2023 10:50 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fyrrverandi milljarðamæringurinn er enn ákærður fyrir stórfelld fjársvik í uppfærðu ákærunni sem var lögð fram fyrir alríkisdómstól í New York í dag. Saksóknarar saka hann um að stela milljörðum dollara af innistæðum viðskiptavina FTX og veita þeim til vogunarsjóðs sem hann átti og hafði tapað miklu. Hann er ekki lengur ákærður fyrir að brjóta lög um framlög til stjórnmálaflokka þar sem yfirvöld á Bahamaeyjum sem framseldu hann í desember mótmæltu því. Saksóknarar segja að þeir ætli engu að síður sýna fram á að hann hafi notað um hundrað milljónir dollara af fénu sem hann skaut undan til þess að kaupa sér áhrif hjá stjórnmálamönnum. Fær hvorki lyf né mat við hæfi Dómarinn í málinu úrskurðaði að Bankman-Fried skyldi vistaður í fangelsi fram að réttarhöldunum í október fyrir tilraunir til þess að hafa áhrif á vitni á dögunum. Lögmaður hans sagði fyrir dómi í dag að hann lifði aðeins á vatni og brauði vegna þess að hann vildi halda sig við veganfæði. Fangelsið hefði ekki orðið við óskum hans um það, að því er segir í frétt Reuters. Þá hefðu fangelsisyfirvöld ekki útvegað honum ofvirknilyfið Adderall þrátt fyrir að dómstóll hefði skipað fyrir um það. Hann ætti enn fremur lítið eftir af þunglyndislyfi sem hann tekur. Allt þetta torveldaði Bankman-Fried í að taka þátt í undirbúningi málsvarnar sinnar. Fangelsið í Brooklyn í New York þar sem Bankman-Fried er haldið er alræmt fyrir lélegan aðbúnað fanga. Skipaðir verjendur hafa lýst aðstæðum þar sem „ómannúðlegum“. FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims áður en hún varð gjaldþrota með hvelli síðasta haust. Viðskiptavinir gerðu hliðstæðu bankaáhlaups á fyrirtækið eftir fréttir af vafasömum tengslum kauphallarinnar við Alameda Research, vogunarsjóð Bankman-Fried. Eftir gjaldþrotið var Bankman-Fried ákærður fyrir að flytja milljarða dollara út úr FTX til að halda Alameda Research gangandi. Fall Bankman-Fried var hátt en hann hafði keypt sér umtalsverð áhrif og verið álitinn nokkurs konar undrabarn eða gúrú í rafmyntaheiminum.
Gjaldþrot FTX Bandaríkin Erlend sakamál Vegan Tengdar fréttir Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. 15. ágúst 2023 09:18 Rafmyntakóngur í steininn fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, verður vistaður í fangelsi í Brooklyn fram yfir réttarhöldin yfir honum eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitna. Fangelsið er sagt alræmt fyrir slæman aðbúnað fanga. 14. ágúst 2023 10:50 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. 15. ágúst 2023 09:18
Rafmyntakóngur í steininn fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, verður vistaður í fangelsi í Brooklyn fram yfir réttarhöldin yfir honum eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitna. Fangelsið er sagt alræmt fyrir slæman aðbúnað fanga. 14. ágúst 2023 10:50